Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Sep 2020, Page 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - Sep 2020, Page 6
6http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020 aett@aett.is sem utan, og ungu hjónin Ragnheiður og Jón haft nægu að sinna við leik og störf. Jón andast Á Breiðabólsstað bjó fjölskyldan í annríki hvers- dagsins og sinnti sínum verkum í fallegu umhverfi þegar skyndileg breyting varð á síðsumars 1859. Heimilsfaðirinn, Jón Sigurðsson, féll frá aðeins 45 ára að aldri. Var það eftir jarðarför Jóns Eiríkssonar frá Undirfelli sem hafði látist þann 28. júlí 1859. Jón, eiginmaður Ragnheiðar, fór til að vera við jarðarför nafna síns þann 6. ágúst. Hafði hann verið brjóstveik- ur og þjáðst af brjóstveiki í nokkur ár en brjóstveiki er annað orð yfir tæringu eða berkla. Yfir moldum séra Jóns á Undirfelli hné Jón niður og tók banasótt- ina. Ekki tókst mönnum að koma honum heim á Breiðabólsstað en hann var fluttur að Steinnesi til séra Jóns prófasts Péturssonar þar sem hann andaðist eftir 11 daga legu þann 17. ágúst 1859. Ef skoðuð er aftur myndin af ársmeðalhita á Akureyri má sjá að árið 1859 var sérlega kalt ár og má ætla að það hafi jafnvel flýtt fyrir dauða húsbónd- ans á Breiðabólsstað. Harðindaárin Eftir þeim tíðarfarslýsingum sem til eru voru árin 1859 til 1862 kölluð Harðindaárin. Í orðinu felst með- al annars, fjárkláði, heyleysi, aflaleysi og hungurs- neyð. Veturinn 1858 til 1859 var kallaður Harða- fasta eða Blóðveturinn mikli og var sá allra versti um langt skeið. Varð mannfellir mikill sem og fjár- fellir. Tölur yfir dauðsföll sýna að blóðveturinn bar nafn með rentu en alls dóu á landinu öllu 2573 manns árið 1859. Það þættu stórar tölur í dag ef á þriðja þús- und manns létust vegna hungurs eða almennrar neyð- ar. Vel hefur verið sagt frá þessu tímabili í BA ritgerð Jóhanns Turchi, „Harðindaárin 1859 – 1862“: „Tölur yfir dauðsföll sýna að blóðveturinn hefur borið nafn með rentu. Alls dóu á landinu 2573 manns árið 1859 sem er töluverð aukning frá árinu áður þegar tala látinna var 2019. Í samhengi við árin þar á undan þá er mikil aukning því árið 1856 deyja 1485 manns. Árið 1860 var þó verst þar sem fjárfellir og slæmt árferði leiddi iðulega til hungurs og almennr- ar neyðar. Það ár létust 3256 manns og er það versta árið ef skoðaðar eru tölur á árabilinu 1850-1895. Mest sláandi eru þó tölur yfir dána eftir aldri því árið 1860 látast 951 barn á aldrinum 1-10 ára og er það rúmlega þreföld aukning frá árinu á undan en þá dóu 306 börn á þessu sama aldursbili. Árið 1861 er svo tala látinna komin niður í 2391 en rýkur svo aftur upp árið eftir og verður 2874 manns. (fjöldi Íslendinga árið 1860 var 67.754). Þegar litið er til hlutfallslegar aukningar á mann- fjölda á landinu kemur í ljós að Íslendingum fækk- aði hlutfallslega árið 1860 um 1,35 prósent. Til nán- ari útskýringar þá fæðast alls 2460 manns á árinu en það látast 3256 manns. Til að setja þetta í sam- hengi þá var síðasta árið á undan sem Íslendingum fækkaði árið 1846 en þá gengu mislingar yfir landið og varð þá rúmlega 2% fækkun. Einnig er fróðlegt að bera þetta saman við árið 1918 þegar frostavet- urinn mikli gekk yfir og spænska veikin sem er eitt- hvert hörmulegasta tímabil í manna minnum í seinni tíð og nær okkur í tíma. Þá fjölgaði Íslendingum um rúmlega eitt prósent, eða frá því að vera 91.897 tals- ins 1918 í að vera 92.855 manns árið 1919.“ Ekkjan Ragnheiður Ragnheiður var aðeins 35 ára gömul með fjögur börn á framfæri þegar maður hennar féll frá og hún varð ekkja. Prestssetrið var stórt og mannmargt og ekki á færi ekkjunnar að framfleyta því enda var henni ekki ætlað að gera það. Eftir fráfall prestsins beið heimili fjölskyldunnar þess að vera úthlutað nýjum presti. Hvað átti unga ekkjan að gera? Best hefði kannski verið fyrir hana að hverfa aftur í foreldrahús sín og taka því rólega á meðan hún gerði upp við sig hvað væri framundan en aftur heimsótti þau maðurinn með ljáinn! Aðeins tveimur mánuðum eftir lát eiginmanns Ragnheiðar rann sá sorgardagur upp að faðir henn- ar, Jón Thorarensen Friðriksson í Víðidalstungu, féll frá. Þar sem móðir hennar, Kristín Jónsdóttir, hafði látist fimm árum fyrr gat hin unga ekkja ekki snúið sér neitt, nema auðvitað til bróður síns, Páls Vídalíns, alþingismanns í Víðidalstungu. Ragnheiður tók sig því upp með börnin fjögur; Björn Markús 6 ára, Vigdísi 8 ára, Kristínu 9 ára og Jón Sigurð 11 ára og flutti með þau að Víðidalstungu í Víðidal. Í Víðidalstungu bjó Ragnheiður um skeið í tvíbýli við bróður sinn Pál Vídalín og mágkonu sína Elínborgu. Páll bróðir hennar og eina syst kini var bóndi í Vídidalstungu. Hann hafði farið ungur til náms, flust að heiman strax eftir fermingu og num- ið hjá Páli presti Jónssyni í Svarfaðardal og Jóni Jónssyni prófasti í Steinnesi. Þeir gáfu honum þann vitnisburð sem þurfti inn í Bessastaðaskóla árið 1844. Svo góður var vitnisburðurinn að Páll fór strax í ann- an bekk þá aðeins 17 ára gamall. Páll var tvítugur þeg- ar hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla árið 1847 en Dóttir Ragnheiðar, Kristín Jónsdóttir f. 1850 með börn- um sínum; Árna Þorvaldssyni, Benedikt Gröndal Þorvaldssyni, Jóni Þorvaldssyni og Valborgu Elísabetu Þorvaldsdóttur, þau voru öll fædd í Hvammi í Norðurárdal.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.