Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Side 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Side 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is9 komið hingað helst til að skoða Surtarbrand og stein- runnar jurtaleifar, sem hér eru í fjallinu. Umferðin er mest að vorinu og haustinu, nálægt réttunum, einkum af eyjamönnum, sem koma hingað í fjárferðir á skip- um sínum. – Síðastl. sunnudag komu hingað nýir gest- ir, það voru Reykhólahjónin, Bjarni og Þórey, sem nú eru á Bíldudal. Hannes Stephensen sonur þeirra er nú kaupmaður þar, eða hefur tekið að sér verslunina og forstöðu hennar af Pétri Thorsteinsson, sem nú er utanlands. Málþráðurinn sem hér er verið að vísa í er Landssíminn. Þennan sama dag og Ragnheiður skrif- ar þetta bréf var sæsíminn formlega tekinn í notkun og mikil veisla haldin á Seyðisfirði til að fagna því. Miklar umræður voru í þjóðfélaginu um línulagningu um landið sem Ragnheiður kallar álmuna. Ragnheiður andaðist þann 25. júlí 1907 á heim- ili Kristínar dóttur sinnar og Bjarna Símonarsonar tengdasonar á Brjánslæk á Barðaströnd. Hún var orð- in 83 ára og álitin mikil merkiskona. Ætterni henn- ar var talið hið göfugasta og þegar séra Þorvaldur Jakobsson jarðsöng hana á Brjánslæk 12. ágúst 1907 sagði hann um hana að hún væri „sanníslensk“. Fósturlandsins Freyja, fagra Vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís! Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár: þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár! Matthías Jochumsson Helstu heimildir Húnvetningasaga bindi 2 og 3. 1998. Gísli Konráðsson Íslensk þjóðfélagsþróun, ritgerðir. 1993. Ritstj; Guðmundur Hálfdánarson og Svanur Kristjánsson Tíð og veðurfarð á nítjándu öld: https://skemman.is/bitstream/1946/31763/1/ Har%C3%B0inda%C3%A1rin%201859-1862%20 LOKA%C3%9ATG%C3%81FA.pdf Veðurfar á nítjándu öld, Stykkishólmur https://www.vedur.is/loftslag/loftslag/fra1800/hitafar/ Samvinnan: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291414& pageId=4280739&lang=is&q=V%EDdal%EDn%20 V%EDdal%EDn%20P%E1ll%20V%EDdal%EDn Þjóðólfur; um veikindi Jóns Sigurðssonar eiginmanns Ragnheiðar Jónsdóttur http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2023930 Kirkjuritið; http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4735227 https://is.wikipedia.org/wiki/ J%C3%B3n_%C3%93lafsson_ (varal%C3%B6gma%C3%B0ur) http://manntal.is/leit/krist%C3%ADn%20 j%C3%B3nsd%C3%B3ttir%20brekka/1816/9/1880 Íslenzkar æviskrár, um Þorvald Stefánsson eiginmann Kristínar Jónsdóttir https://baekur.is/bok/000306940/5/251/Islenzkar_aeviskr- ar_fra?language=en Hvanneyrarprestakall, um prestsetrin https://www.hvanneyrarprestakall.com/prestar-kirkjur-og- prestssetur-iacute-borgarfirethi.html Íslenskar æviskrár: https://baekur.is/bok/000306940/2/30/Islenzkar_aeviskr- ar_fra Leiðréttingar og ábendingar við íslenskar æviskrár: Heimasæturnar í Akureyjum: Um gjaforð; http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3642910 um Benedikt Gröndal og uppvöxt hans http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3616429 Kvennablaðið, um konu Páls Vídalíns file:///C:/Users/sigarna/Documents/Br%C3%A9f%20 og%20skj%C3%B6l%20Krist%C3%ADn%20 Sigur%C3%B0ard%C3%B3ttir/Fr%C3%BA%20 El%C3%ADnborg%20Fri%C3%B0riksd%C3%B3ttir.pdf https://www.yumpu.com/xx/document/read/19088439/ danarskra/9 Einnig; Íslendingabók Einkaskjöl og persónuleg bréf. Smælki Tugthúsið í Stykkishólmi Tugthúsið í Stykkishólmi var óformlega vígt þeg- ar fyrsti fanginn var settur þar inn, en það var Vigfús „rosi” eða Vigfús Guðrúnarson eða Vigfús Hansson, því ekki hafði tekist að feðra hann. Vigfús var förumaður á Snæfellsnesi og þótti all rosaleg- ur. Hann var ættaður að sunnan og hafði tvíveg- is verið dæmdur í Reykjavík fyrir þjófnað. 1870 braust hann inn í „spelahjall” á Munaðarhóli og stal þar kventreyju og nærbuxum, tveim pilsum og fleiru. Hann var dæmdur í þriggja ára betrunarhús- vinnu í héraði, 40 vandar hagga hýðingu í undirrétti og og síðast átta mánaða betrunarhúsvinnu í hæsta- rétti. Ekki virðast dómarnir hafa haft sömu skoð- anir á refsingunni! Við fangelsun og gæslu Fúsa voru fengnir þrír röskustu menn í Hólminum en hann var látinn dúsa í tugthúsinu þangað til búið var að birta honum dóminn. Eitt sinn er þeir færðu Fúsa mat vildi svo óheppilega til að hurðin læst- ist á eftir þeim og voru þeir ásamt Fúsa innilok- aðir eins og refir í gildru. Þegar þeim fór að leiðast þófið, tóku þeir það til bragðs um nóttina að rífa ofninn í klefanum frá veggnum og skriðu þeir þar svo út. Engar sögur fara af því hvort Fúsi nýtti sér líka þessa útgönguleið en þetta fréttist út og varð fordæmi fyrir þá sem síðar lentu í fangaklefanum. Aftur á móti fylgir það sögunni að svo fáir hafi gist í þessu fangelsi að það hafi iðulega verið notað sem gistihús fyrir ferðamenn þegar annað var ekki í boði. (Oscar Clausen Sögur af Snæfellsnesi I)

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.