Rit Mógilsár - apr. 2002, Blaðsíða 9
9
4.5 Mælingar á úrtakstrjám
Brjósthæð var merkt á trén áður en þau voru felld, og var sú merking notuð
sem útgangspunktur á lengdarmælingum. Þetta er gert því erfitt er að saga
tré alveg niður við jörðu. Á felldum trjám var hæð lifandi krónu mæld ásamt
hæðarvexti síðustu 5 ára. Síðan var tréð kvistað og lengd (hæð) þess
mæld. Úr trénu voru síðan sagaðar sneiðar við 5% af trjálengdinni fyrir
neðan 1,3 metra hæð og við 10% af trjálengdinni fyrir ofan 1,3 metra ásamt
sneið í 1,3 metra hæð.
Ákveðið var að nota lífaldur þ.e. aldur frá sáningu frekar en aldur frá
gróðursetningu vegna þess hve breytilegur hann var, en hann var allt frá því
að vera 2 til 7 ára.
1.Tafla/ Table 1. Úrtakstré/ Selected sample trees.
Reitur Gróðursetningarár Tegund Kvæmi Fjöldi úrtakstrjáa
Compartment Planting year Species provenance Number of sample trees
405-8 1956 L.sukaczewii Raivola 4
710-6 1937 L.sukaczewii Arkangelsk 1
724-5 1939 L.sukaczewii Arkangelsk 1
505-5 1966 L.sukaczewii Raivola 11
707-2 1962 L.sukaczewii Arkangelsk 3
714-3 1957 L.sukaczewii Raivola 3
704-16 1956 L.sibirica Hakaskoja 2
195-1 1966 L.sukaczewii Arkangelsk 1
195-4 1967 L.sukaczewii Arkangelsk 3
703-1 1952 L.sukaczewii Arkangelsk 3
606-1 1964 L.sukaczewii Senkursk 2
samtals/sum 34
2. Tafla/Table 2. Aldursdreifing, mesta og minnsta meðalhæðin, mesti og
minnsti 5 ára hæðarvöxtur hjá úrtakstrjánum og meðaltöl í svigum /The
range and means (in parentheses) of age, height and 5 years height growth
of sample trees.
Aldur Meðalhæð (metrar) Hæðarvöxtur síðustu 5 ára (metrar)
Age Mean height (m) Height increment last 5 years, (m)
29-59 6,02-16,70 0,98-2,59
(35) (10,0) (1,80)