Rit Mógilsár - apr. 2002, Blaðsíða 21

Rit Mógilsár - apr. 2002, Blaðsíða 21
21 7 ÁLYKTANIR Í því skógræktarátaki sem staðið hefur á Fljótsdalshéraði síðan Héraðsskógar tóku til starfa hefur eingöngu verið gróðursett í skóglaust land. Mikið lerki hefur verið gróðursett í rofið land og mela og hefur sýnt mjög góðan vöxt. Einungis fjórar mælingar voru gerðar á landi sem var skóglaust fyrir gróðursetningu og engar mælingar gerðar í teigum á melum. Arnór Snorrason bar saman hæðarvöxt lerkis sem gróðursett var í skógi og utan skógar á innanverðu Fljótsdalshéraði (Arnór Snorrason 1986). Lítill munur var á og frekar að lerkið á bersvæði yxi hraðar en lerki gróðursett í skjóli birkiskógar. Karlsson (1990) sýndi fram á að ekki er tölfræðilegur munur á vexti lerkis gróðursettu í skógi og á bersvæði á innanverður Fljótsdalshéraði. Af þeim sökum ætti að vera hægt að nota föllin á innanverðu Héraði. Hins vegar er óvíst hversu vel jafnan lýsir hæðarvexti lerkis sem gróðursett er í mela. Á síðustu árum hefur áburðargjöf á nýgróðursetningar tíðkast og hefur það flýtt mjög fyrir vexti plantna í byrjun og breytir þess vegna vaxtarferli trjánna. Að nota hæðarvöxt sem mælikvarða á vaxtargetu eða grósku skógar er mun betri nálgun en gróðurhverfagreining á bersvæði. Þetta á ekki síst við á Íslandi þar sem mörg hundruð ára beitarálag hefur raskað hinum náttúrulegu gróðursamfélögum sem að öðru leyti geta lýst grósku gróðurlendisins með tilliti til skógræktar. Ef nota á hæðarvaxtarföllin fást áreiðanlegustu niðurstöðurnar ef: -skógurinn er hreinn lerkiskógur gróðursettur á innanverðu Héraði -skógurinn hefur verið grisjaður með frjálsri grisjun og ekki verið gefinn áburður -skógurinn er jafnaldra -það tré sem mælt er sem meðaltré hafi ekki orðið fyrir meiriháttar áföllum -við mælingarnar sé notaður 100m2 mæliflötur og meðalhæðartréð notað

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.