Rit Mógilsár - apr. 2002, Blaðsíða 16

Rit Mógilsár - apr. 2002, Blaðsíða 16
16 H100, m 23-27 19-23 15-19 Fall H25 H21 H17 Ef nota á föllin við gróskuflokkun á lerkiskógum verður fyrst að mæla meðalhæðina og fá uppgefinn lífaldur skógarins til að reikna út hæðina við 100 ára aldur (H100). Við gróskuflokkun lerkiskóga er hægt að nota eftirtaldar aðferðir: Hæðarvaxtarlínurit (4. mynd, 1. viðauki) Töflur (2 og 3 viðauki) Föll (1. fall) Með hæðarvaxtarlínuritum og töflum er á einfaldan hátt hægt að ákvarða grósku lerkiskóga. Að nota föll er talsvert flóknara og þarfnast tölvu, en í staðinn fást nákvæmari tölur. Árlegur hæðarvöxtur á ólíkum aldursskeiðum og gróskuflokkum var reiknaður út með því að finna afleiðu 1. falls. Á 5. mynd eru sýndir þeir útreikningar. Í 5. töflu er síðan sýnt á hvaða aldursskeiði árlegur hæðarvöxtur nær hámarki. 5. Tafla/Table 5. Lífaldur þegar árlegur hæðarvöxtur nær hámarki/ Biological age at which current annual height increment is at maxi- mum. Gróskuflokkur Aldur við hámarksvöxt Site class Age L25 19 L21 21 L17 25 Árlegur hæðarvöxtur nær hámarki fyrr og er mestur á frjósömustu stöðunum (Assmann 1970). Við háan aldur er hæðarvöxturinn næs- tum því sá sami fyrir alla gróskuflokka.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.