Rit Mógilsár - 2015, Side 4

Rit Mógilsár - 2015, Side 4
4 Rit Mógilsár 33/2015 Inngangur Þegar skógrækt hófst fyrir alvöru á skóglausu landi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar varð mönnum fljótt ljós nauðsyn þess að horfa til ástands og frjósemi landsins sem til stóð að klæða skógi. Þetta yrði gert með því að að kanna og kortleggja væntanlegt skógræktarland og skipa því í reiti sem gætu þegar fram liðu stundir myndað hæfilega skógarreiti eða rekstrareiningar, auðveldað þannig yfirsýn og skipulag skógræktarstarfsins og stuðlað að réttu trjátegundavali miðað við landgæði. Nauðsyn þessarar vinnu varð enn ljósari þegar ríkisstyrkt skógrækt bænda hófst og liggja þurftu fyrir leiðbeiningar um hvernig ætti að standa að skógrækt á þeirra landi. Árið 1986 var ráðinn í fyrsta sinn sérstakur starfsmaður hjá Skógrækt ríkisins til að sinna þessum málum og hafist var handa við að þróa og koma í gagnið kortlagningar- og áætlanakerfi. Sem tilraunasvæði varð fyrir valinu jörðin Bakkakot í Skorradal sem er í eigu Skógræktar ríkisins. Í byrjun árs 1987 var síðan birt í fjölriti í fyrsta sinn sérstök lýsing á söfnun gagna vegna áætlanagerðar í skógrækt (Arnór Snorrason 1987a) ásamt kynningu á hvernig unnið var úr gögnum fyrir tilraunajörðina Bakkakot sem kortlögð var á stækkaðri loftmynd sumarið 1986 (Arnór Snorrason 1987b). Um er að ræða fyrstu ræktunaráætlun sem unnin er eftir þessu kerfi. Á þessum tíma voru einkatölvur að ryðja sér til rúms og við framsetningu og úrvinnslu þessara gagna var notaður töflureiknir sem var algjör nýjung og mikil framför. Kortin sem fylgdu með áætluninni voru þó enn sem komið er handteiknuð út frá óuppréttri loftmynd. Þessar skýrslur ásamt meðfylgjandi kortum og töflum voru kynntar sérstaklega á starfsmannafundi Skógræktar ríkisins sem haldinn var sama vetur og í framhaldi af því var fyrrnefndum starfsmanni falið að halda þessu starfi áfram. Á næstu árum voru kortlagðar og gerðar áætlanir fyrir fjölda jarða Skógræktar ríkisins og þeirra bænda sem voru byrjaðir í ríkisstyrktri skógrækt í verkefninu „Nytjaskógrækt á bújörðum“ sem var í umsjón Skógræktar ríkisins. Samtímis var unnið af því að tölvuvæða kortavinnsluna þó svo að tenging töflugagna og korta hafi ekki orðið fyrr en í kringum aldamót með tilkomu meðfærilegra landfræðilegra upplýsingarkerfa (LUK). Í millitíðinni varð mikil framför í kortavinnslu og framsetningu korta þegar stafrænar loftmyndir komu til skjalanna. Kostir þeirra umfram optískar loftmyndir voru að þær voru flatarmálsréttar og hægt var að setja þær beint inn í kortateiknikerfin og seinna í LUK. Einnig var hægt að prenta þær út og nota sem undirgrunn á skýringarkortum í ræktunaráætlunum. Þannig varð mun auðveldara að staðsetja sig á kortunum og nota þau við ræktunarframkvæmdir og kortlagningu framkvæmdanna. Með tilkomu Héraðsskóga 1989 jókst enn þörfin fyrir korta- og áætlanagerð hjá Skógrækt ríkisins sem á þeim tíma sá alfarið um þessa vinnu fyrir Héraðsskógaverkefnið. Fleiri skógfræðingar voru ráðnir til að sinna þessum verkefnum auk þess sem skógfræðistúdentar unnu vettvangsvinnu við söfnun grunnupplýsinga og kortagerð á sumrin. Á þessum fyrstu árum Héraðsskóga voru gerðar ræktunaráætlanir fyrir tugi jarða árlega og innihald og útlit þeirra tók á sig fast form. Þegar leið á tíunda áratuginn fóru fleiri en Skógrækt ríkisins að tileinka sér þessi vinnubrögð, Skógræktarfélag Íslands fyrir skógræktarfélögin og einkaaðila og einnig tóku Héraðsskógar og síðar önnur landshlutaverkefni við keflinu af Skógrækt ríkisins. Þau réðu til sín skógfræðinga sem sáu um korta- og áætlanagerð fyrir umbjóðendur þeirra. Í þau 28 ár sem eru liðin síðan skipulögð áætlanagerð í skógrækt hófst hefur kortagerðarlykillinn sem kynntur var í áðurnefndu fjölriti verið notaður að mestu óbreyttur. Fjölritið sjálft var endurskoðað 1989, 1992 og síðast 1993. Í heftinu sem gefið var út 1993 (Arnór Snorrason 1993a og 1993b) var búið að fella út fimm breytur en bæta við þremur. Í stað heildarfjölda breytna upp á 33 var fjöldinn kominn í 31. Gildi breytna var þó að mestu óbreytt með fáeinum undantekningum. T.d. var bætt við gróðurhverfunum HE: Graslendi með þursaskeggi, sem algengt er í Eyjafirði, og Lú: Lúpínustóð sem kemur oft fyrir í skógræktargirðingum. Skalanum fyrir breytuna halli lands var breytt úr gráðum í prósentur. Meðalhæð gróðursetningar (nýgræðslu) var skráð í sjö hæðaflokka í stað 10 sm flokka. Þegar starfsmenn landshlutaverkefnanna tóku að gera ræktunaráætlanir lögðu þeir áherslu á að samhæfa vinnu við undirbúning, gerð áætlana og kynningu en sjálf grunnkortagerðin breyttist lítið efnislega. Slíkri vinnu er lýst í ritinu „Ræktunaráætlanir í skógrækt – Starfsmannahandbók“ (Guðríður Baldvinsdóttir 2002) sem gefin var út í fjölriti fyrir starfsmenn Norðurlandsskóga stuttu eftir aldamót. Þar er

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.