Rit Mógilsár - 2015, Síða 12
12 Rit Mógilsár 33/2015
Vallelfting, reyrgresi, hrútaberjalyng án blá-
berja lyngs, blágresis, bugðupunts.
S2a gróskuflokkur 2a: Ríkjandi undirgróður:
Hálíngresi, hrútaberjalyng, vallelfting með
bláberjalyngi, blágresi, hvítsmára eða bugðupunti.
S2b gróskuflokkur 2b: Ríkjandi undirgróður:
Bláberjalyng með bugðupunti, hálíngresi,
hrútaberjalyngi, krossmöðru eða
aðalbláberjalyngi.
S3a gróskuflokkur 3a: Ríkjandi undirgróður:
Bláberjalyng með krækilyngi sem annarri tegund
og beitilyngi eða sortulyngi sem þeirri þriðju.
S3b gróskuflokkur 3b: Ríkjandi undirgróður:
Krækilyng með sortulyngi.
S4 birkimýri: Ríkjandi undirgróður: Mýrastör.
3.8. Ræktað land
Einkennisstafur er R
Í upphafi skógræktaráætlanagerðar var hreinlega
ekki gert ráð fyrir því að taka tún eða annað
ræktað land til skógræktar. Þess var heldur ekki
getið í lykli Steindórs. Í báðum tilvikum var samt
ræktað land afmarkað og mælt og þá merkt með
heitinu „tún“. Í gróðurkortlagningu var síðan farið
að aðgreina tún frá plægðum garðlöndum og
ökrum. Hér er tekin upp sú gróðurfélagaskipting
sem notuð er í núverandi lykli NÍ. Að nýta ræktað
land til skógræktar er töluvert algengt.
RG garðlönd og akrar. Land sem nýlega hefur
verið nýtt til ræktunar sem felur í sér árlega
umbyltingu jarðvegs. Oftast ofurfrjótt land
eftir árlega áburðargjöf til áratuga. Samkeppni
sáðgróðurs (illgresis) getur gert trjáplöntum
mjög erfitt fyrir. Ef plöntur ná að vaxa úr grasi er
vöxtur oftast mjög góður.
RT tún; aflögð tún. Þó að tún hafi verið ræktuð
á mjög misjöfnu landi eru þau þó flest með afar
öfluga grasmottu sem veldur mikilli samkeppni
við plöntur um raka og næringu. Ráðgjöf um
undirbúning lands fyrir gróðursetningu og val
á plöntugerð og trjátegund fylgir því mjög því
sem mælt er með á graslendi (HG) og ofurfrjóu
graslendi (HT).
3.9. Ógróið land
Einkennisstafur er O
Hér undir flokkast öll svæði, sem hafa minni
gróðurþekju en 10% af yfirborði. Sem dæmi
má nefna ógrónar áreyrar, mela og skriður.
Til að auka læsileika grunnkorta eru lítið, illa
eða ógróin svæði, sem ástæðulaust er að gefa
sérstakt númer teiknuð inn á loftmyndina og
skulu táknuð með eftirfarandi skammstöfunum:
Kl. Klettar og klappir
Ho. Illa eða ógróin holt
Sk. Skriður
Mo. Moldir
Me. Melar
Ey. Áreyrar
Sa. Sandur
St. Strönd
4. Gróðurþekja
(heiti í fitjuskrá NÍ: grodurthekja)
Meðalgróðurþekju er lýst. Notaðir eru 5 flokkar
yfirborðsþekju, sem eru sem hér segir:
1. (5) Algróið:
Gróður þekur yfir 90% af yfirborði.
2. (4) Velgróið:
Gróður þekur á bilinu 6690% af
yfirborði. Meðalþekja 75%.
3. (3) Hálfgróið:
Gróður þekur á bilinu 3366% af
yfirborði. Meðalþekja 50%.
4. (2) Lítið gróið:
Gróður þekur á bilinu 1033% af
yfirborði. Meðalþekja 25%.
5. (1) Ógróið:
Gróður þekur minna en 10% af
yfirborði.
Þessir gróðurþekjuflokkar hafa verið notaðir við
gróðurkortagerð frá upphafi hennar á sjötta
áratug síðustu aldar. Þess ber þó að geta að í
lykli NÍ sem lýst er í fitjuskrá er númerakóðanum
snúið við (sjá númer innan sviga). Þar er
algróið land táknað með 5 en ógróið með
1. Gróðurþekjan hefur einnig reynst vel við
áætlanagerð í skógrækt. Minni gróðurþekja