Rit Mógilsár - 2015, Side 14

Rit Mógilsár - 2015, Side 14
14 Rit Mógilsár 33/2015 8. Grýtni (eða: Grjót á yfirborði) (heiti í fitjuskrá NÍ: grjotYfirbord) Skráð í 3 flokka með eftirfarandi skilgreiningu: N. (1) Grýtni engin: Ekkert grjót eða klappir á yfirborði. (þekja 0%). L. (2) Lítið grýtt: Lítið af grjóti og klöppum á yfirborði. (þekja 1­33%). M. (3) Mikið grýtt: Mikið af grjóti og klöppum á yfirborði. (þekja yfir 33%). Skilgreining á grjóti er að það skal vera með þvermál meira en 6,4 sm (Landmælingar Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands 2013). Þekja grjóts á yfirborði er eins og gróðurþekja einnig skráð í gróðurkortagerð og er til þar sem sérstök fitjueigind. Fyrir utan að vera mjög lýsandi fyrir yfirborð lands var hugmyndin með þessari skráningu að meta hvort land væri ræktanlegt eða ekki. Á sama hátt nýtist þessi breyta í skógrækt og gefur til kynna hvort og hvaða jarðvinnslu er hægt að beita á landinu. Getur einnig nýst við skipulagningu vegakerfis. NÍ hefur í sínum lykli tvo undirflokka fyrir lítið grýtt og þrjá fyrir mikið grýtt. Kóðar í fitjuskrá NÍ eru settir í sviga, þ.e. 1 til 3. 9. Undirlag (eða: Undirlag jarðvegs) Hér er reynt að geta sér til um undirlag jarðvegs og eru eftirtaldir flokkar notaðir: S. Skriða K. Klappir G. Grjót eða jökulruðningur Mö. Möl Sa. Sandur H. Hraun Undirlagið segir töluvert til um hvort landið heldur vel á jarðraka eða regnvatn hripar fljótt í gegnum jarðveginn. 10. Athugasemdir (heiti í fitjuskrá 510 Skógrækt: ath) Hér eru skráðar ýmsar upplýsingar sem ekki koma fram annars staðar, t.d. hugsanleg jarðvinnsla, hvort þörf er á grisjun eða áburðargjöf, núverandi notkun lands o.s.frv. Athugasemdadálkurinn er einnig notaður til að gera grein fyrir aðgerðavali þess sem kortleggur, sem vegur þungt við gerð ræktunaráætlunar.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.