Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 36
Sjöfn Þórðardóttir sjofn@ frettabladid.is Berglind Hreiðars heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. Á dögunum hélt hún langþráða afmælisveislu fyrir yngstu dóttur sína, Huldu Sif, sem varð fjögurra ára. Berglind fór að venju létt með að hrista fram úr erminni undurfallega afmælisveislu eins og myndirnar bera með sér og endurspegla köku skreytingar og umgjörð veislunnar listræna hæfileika Berglindar. „Veislukona eins og ég hef átt pínu bágt með að halda engar veislur eða boð í gott ár núna. Ég elska að bjóða fólki heim en eins og gefur að skilja hafa engin veisluhöld átt sér stað í dágóðan tíma,“ segir Berglind sem var harðákveðin í því að afmælisveisla skyldi haldin núna, innan sóttvarnamarka að sjálfsögðu. Bleikt, hvítt, svart og gyllt þema með kisuívafi Þemað í ár var með kisuívafi, bleikt, hvítt, svart og gyllt. „Það spratt út frá því að ég sá undurfallega kisudiska í Allt í köku. Svo ég gekk um alla búð með kisudótið og valdi fleiri hluti í sömu litum til að para með. Katrín eigandi Allt í köku kom síðan með hugmynd að borðaskreytingu og almáttugur hvað hún kom vel út. Elsku Hemmi minn tæmdi í sér lungun kvöldinu áður þegar hann blés í skrilljón litlar blöðrur sem ég raðaði upp á blöðruborða og úr varð þessi gullfallega blöðrulengja sem lá yfir allt borðið. Venjulega byrjar þema bara á því að ég sé Guðdómlega fallegt afmæli með kisuívafi Afmælisprins­ essan Hulda Sif var hamingjan uppmáluð og fékk glæsilega veislu í tilefni fjögurra ára afmælisins. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS Blöðrur, súkkulaðihríspinnar og flott afmælismerki. Kisukakan sem stal senunni í afmælisboði Huldu Sifjar. Dásamlega fallegir köku­ pinnar með skrauti féllu svo sannarlega í kramið hjá veislugestum, enda upplifun fyrir munn og maga og sann­ kallað augna­ konfekt. Afmælisgestirnir fengu andlitsmálun sem hitti í mark.Kisuþema í afmælisinu var í bleiku, gylltu og svörtu. • Kisuköku (súkkulaðikaka) • Bollakökur • Kökupinna • Hrískökupinna • Partí- kókosbollur • COVID-vænan nammibar (nammi í litlum ílátum) • Mini kleinuhringi frá Dons Donuts • Snakk og nammi „Ég geri alltaf hluta veiting- anna í stíl við þemað fyrir sjálft afmælisborðið. Ég er alltaf með of mikið af veitingum og því voru vinir sendir heim með nesti og nágrannar fengu kökusendingu þetta kvöld,“ segir Berglind sem deilir uppskriftum úr þessu guðdómlega fallega og frumlega barnaafmæli. Kisukaka Súkkulaðibotnar 240 g hveiti 350 g sykur 90 g bökunarkakó 2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 250 ml súrmjólk 150 ml matarolía 4 egg 250 ml heitt vatn 1 tsk. vanilludropar Hitið ofn í 170°C. Hrærið saman öllum þurr- efnum og leggið til hliðar. Pískið egg og blandið súrmjólk, olíu, vanilludropum og vatni saman við. Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin, hrærið og skafið niður á milli (deigið er þunnt). Takið til 4x15 cm smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið vel með matarolíuspreyi. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í um 25-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi. Kælið alveg og skerið ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir. Krem á milli 125 g smjör við stofuhita 3 msk. bökunarkakó 2 tsk. vanilludropar 3 msk. hlynsíróp 3 msk. rjómi 400 g flórsykur Þeytið smjör stutta stund. Bætið öðrum hráefnum saman við til skiptis, skafið niður á milli og hrærið vel. Þegar létt og þétt krem hefur myndast má smyrja því á milli botnanna og raða kökunni saman fyrir hjúp. Krem í hjúp og skreytingu 250 g smjör við stofuhita 2 tsk. vanillusykur 100 ml rjómi 900 g flórsykur Þeytið smjör stutta stund. Bætið öðrum hráefnum saman við til skiptis, skafið niður á milli og þeytið þar til létt og ljóst. Smyrjið fyrst þunnu lagi yfir allt til að hjúpa kökuna, geymið í kæli í um 30 mínútur. Litið hluta af kreminu í tónum sem þið ætlið að skreyta með, setjið í sprautupoka og geymið. Hjúpið kökuna að nýju með hvítu kremi, nú um ½ cm þykkt lag allan hringinn (notið smá litað krem ef þið viljið draga lit í eins og er gert neðarlega á þessari köku) og skreytið að vild. Hér eru sprautaðar rósir og stjörnur í mis- munandi gerðum og skreytt með kökuskrauti. Annað skraut og samsetning Svartur matarlitur Duft matarlitir Sykurmassaskraut (hér stjörnur og eyru búin til úr slíku) Kökuskraut, kerti og pinnar. Útbúið eyru og stjörnur, leyfið því að storkna yfir nótt og litið síðan með duftmatarlitum. Teiknið augu, munn og veiðihár með fínum pensli og matarlit. Setjið eitthvað fallegt, eins og kisudisk- ana í þetta skiptið, og svo spila ég út frá því, skoða hugmyndir á netinu, fer að fabúlera með kökur og veitingar og allt þar á milli.“ Andlitsmálning fyrir börnin „Ein mesta snilld sem ég veit er að fá andlitsmálun fyrir börnin og fékk ég yndislegu Ingunni hjá And- litsmálun Ingunnar til að koma eins og oft áður. Við vissum ekki af krökkunum heillengi á meðan þau biðu í röð eftir að kæmi að sér og þau fylgdust með listamanninum að störfum,“ segir Berglind. Veitingar fyrir alla aldurshópa Berglindi fannst ekki nóg að hafa fallegt skraut og kökur. „Það þarf að passa að eitthvað sé fyrir alla, börn og fullorðna, og að enginn fari svangur heim. Það væri líklega mín versta martröð. Þar sem mikill tími fer í skreytingar finnst mér dásamlegt að úthýsa ákveðnum þáttum hjá ættingjum, vinum eða veitingaþjónustum og að þessu sinni pantaði ég hjá Lemon til að allir fengju eitthvað matarkyns áður en smakkað væri á sætindunum. Svo sóttum við Dons Donuts en ég elska þá ljúffengu, litlu kleinuhringi. Afmælið var eftir vinnu á mánudegi og þetta hitti þvílíkt í mark.“ Boðið var upp á eftirfarandi veitingar í kisuaafmælinu: • Samlokur og djús frá Lemon • Pavlovu • Kransakökubita • Vanilluköku Sjá fleiri uppskriftir úr afmælinu á frettabladid.is 4 kynningarblað A L LT 1. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.