Fréttablaðið - 01.05.2021, Side 83

Fréttablaðið - 01.05.2021, Side 83
Ídag, laugardaginn 1. maí, kl. 12-17 verður opnuð sýning á verkum Errós, Ferðagarpurinn Erró, í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni má sjá verk sem tengjast ferðalögum. Verkin á sýningunni eru hluti af Erró-safneign Listasafns Reykja- víkur og sýningarstjóri er Dani- elle Kvaran Erró – sérfræðingur safnsins. Sýningin stendur til 12. september og er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Lista- safns Reykjavíkur. Erró á Akureyri Verk Errós, Mercury Astronauts. Óperan La Traviata eftir Verdi verður sýnd í Menningar-húsinu Hofi 13. nóvember næstkomandi. Samkvæmt Þorvaldi Bjarna Þor- valdssyni, tónlistarstjóra Menn- ingarfélags Akureyrar, er þetta í fyrsta sinn sem óperusýning er flutt í Hofi. „Hof er alvöru nútíma sviðs- listahús og fullkomið fyrir f lutning á óperum, ballett, söngleikjum og tónleikum af öllum stærðum og gerðum. Og í nóvember verður þar óperulist í hæsta gæðaflokki,“ segir Þorvaldur Bjarni. Aðalhlutverkið verður sem fyrr sungið af Herdísi Önnu Jónasdóttur sem fékk frábæra dóma og hlaut Grímuverðlaunin sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverki Víólettu. Þetta mun verða í fyrsta sinn sem Íslenska óperan og Menningarfélag Akureyrar stofna til formlegs sam- starfs varðandi óperuuppfærslur. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun sjá um hljómsveitarleik á öllum sýningunum undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, tón- listarstjóra Íslensku óperunnar. Fyrsta óperusýningin í Hofi Herdís Anna Jónasdóttir syngur í Hofi í nóvember. Á Sígildum sunnudögum í Norðurljósasal Hörpu 2. maí nk. kl. 16.00 verður frumflutt verkið Corona eftir Hrólf Sæmunds- son, Söknuður eftir Kristínu Lárus- dóttur og Elegy eftir John Speight. Flytjendur eru Ármann Helga- son klarínett, Kristín Lárusdóttir kvæðakona, Hrólfur Sæmundsson baríton og Íslenskir strengir, sem er strengjasveit skipuð fiðlum, víólum, selló og kontrabassa. Corona og Söknuður Hrólfur Sæmundsson tónskáld. Miðstöð íslensk ra bók-mennta hefur úthlutað 55 útgáfustyrkjum. Bækur um bókmenntir, náttúru, bygginga- list, sagnfræði, hönnun, þjóðmál, tungumál og ýmislegt f leira hljóta útgáfustyrki í ár. Meðal bókanna eru Í leit að listrænu frelsi / Ævi og listsköpun Muggs, Guðmundar Thorsteinssonar. Aðalhöfundur er Kristín Guðnadóttir. Alls konar íslenska - Málstefna fyrir 21. öldina. Höfundur: Eiríkur Rögnvaldsson. Skáldkonur. Höfundur: Guðrún Ingólfsdóttir. Skrímsl. Jöðrun og afmennskun í íslenskum miðalda- bókmenntum. Höfundur: Arn- grímur Vídalín. Alls konar íslenska Eiríkur Rögnvaldsson prófessor. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 51L A U G A R D A G U R 1 . M A Í 2 0 2 1 Herdís Anna & Bjarni Frímann 7. maí 2021 kl. 20 í Norðurljósum Takmarkað sætaframboð · Tryggið ykkur miða á harpa.is Söngskemmtun Íslensku óperunnar f wg g . I U M W W T p ww n g b . w w g b pw w ng b . p w w ng b .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.