Hjálmur - 19.01.1967, Side 6

Hjálmur - 19.01.1967, Side 6
6 HJALMUR Sveinn Aufiunsson. Ólafur Jónsson frá Deild. Guómundur Jónasson. Eyfólfur Stefánsson. Davíð Kristfánsson. um það, hverjum tækizt bezt að tryggja sér vinnuaflið. Að vísu ýfðust sumir atvinnurekendur allmjög fyrst, er taxtinn kom fram, en sú mótspyrna hjaðnaði fljótt, og var kauptaxti þessi í gildi um fimm ára skeið. Hér hafði þegar unnizt verulegur sigur. Mikið munaði um þá kaup- hækkun, sem félagið hafði knúið fram. Hitt var ekki síður mikils virði, að með setningu kauptaxtans átti verkafólkið í fyrsta skipti hlut að því að ákveða, hvað það skyldi bera úr býtum fyrir vinnu sína. Aður höfðu atvinnurekendur ákveðið kaupið al- gerlega að eigin geðþótta. Hér eftir komust þeir ekki fram hjá þeirri stað- reynd, að vinnuseljendur, verkamenn- irnir sjálfir, vildu hafa nokkuð að segja um það, hvernig vinna þeirra var verðlögð. Bernskuár félagsins. Eftir hina fyrstu sókn félagsins, sem lauk með góðum og skjótum sigri, dofnaði mjög yfir starfseminni í bili, enda voru ýmsir atkvæðamestu stofn- endurnir sjómenn, sem gátu lítt sinnt félagsstörfum langtímum saman. — Haustið 1908 og fyrri hluta vetrar mun ,,Hlíf“ hafa legið í dái. Þá varð Sveinn Auðunsson til að hefja merkið og vekja félagið til starfa. Gerðist hann nú helzti leiðtogi ,,Hlífar“, og var þar í fylkingarbrjósti um langt skeið. Mun Sveinn hafa verið formað- ur „Hlífaú flest eða öll árin 1908— 1913, enn fremur 1916—1918. Tímabilið 1908—1918 markaðist af hægfara en nokkuð jafnri þróun fé- lagsins. Því vex smám saman fiskur um hrygg. Auk kaupgjaldsmálanna, sem jafnan voru ofarlega á dagskrá, vann félagið að ýmsum fleiri málum. Einkum lagði það sig fram um að bæta úr atvinnuleysi verkamanna, sem löngum var tilfinnanlegt á viss- mn tímum árs, þegar fiskvinnu skorti. Menningarmál lét félagið og allmik- ið til sín taka, eins og síðar verður að vikið. Ýmis önnur hagsmunamál verkafólks voru og á dagskrá í félag- inu. Má þar m. a. nefna baráttu fyrir betri skipan á mjólkursölu og auknu eftirliti með gæðum og heilbrigði mjólkur. — Enn fremur skipti félagið sér af rekstri brauðgerðarhúsa og krafðist reglugerðar um þyngd og ETæði brauða. O Félagið í sókn. Tímabilið 1919—1926 markast fyrst og fremst af stöðugri sókn „Hlífar“ og hafnfirzks verkalýðs í pólitískum efnum. Félagið var á þeim árum ekki aðeins stéttarfélag verkalýðsins, held- ur jafnframt hið eina pólitíska bar- áttufélag alþýðunnar í bænum. í öll- um bæjarstjórnarkosningum á þessu tímabili var það „Hlíf“, sem undirbjó framboð alþýðu bæjarins gegn hin- um borgaralega flokki. Og stöðugt varð árangurinn meiri, æ fleiri fylktu sér undir merkið. Ákveðnar tillögur um togaraútgerð bæjarins komu fram á Hlífarfundum þessi árin, en felldar voru þær í bæj- arstjórn, eins og mörg önnur hags- munamál alþýðu,, sem þáverandi minnihluti í bæjarstjórn flutti. Starfshættir „Hlífar“ voru að flestu leyti svipaðar þetta tímabil og næstu ár á undan. Auk kaupgjalds- og at- vinnumála höfðu Hlífarmenn umræð- ur um ýmiskonar menningarmál. Fyr- irlestrar voru oft fluttir á fundum, bæði af félagsmönnum og öðrum. Fjölluðu þeir um margvísleg efni, en oftast var rætt um bókmenntir og þjóðfélagsmál. Á þessu tímabili beitti „Hlíf“ sér fyrir því, að komið var upp verka- mannaskýli. Var að því mikil bót, en oftar en einu sinni þurfti félagsstjórn að rekast í því við bæjaryfirvöldin, að skýli þessu væri sæmilega við haldið. Á félagsfundi 16. marz 1922 bar Gísli Kristjánsson fram tillögu þess efnis, að félagið kysi 15 manna full- trúaráð, sem hefði með höndum öll mikilvægustu mál félagsins í samráði við stjórnina. Málið hlaut ekki fulln- aðarafgreiðslu að því sinni, en nokkru síðar var stofnað fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði, og hafði starf þess mikil áhrif til bóta, efldi skilning og gagnkvæmt traust félag- anna og jók samstarf þeirra í hin- um þýðingarmestu málum. Eins og fyrr hefur verið frá skýrt, var „Hlíf“ frá upphafi sameiginlegt félag verkamanna og verkakvenna. Þegar fram liðu stundir þótti margt mæla með því, að verkakonur væru í sérstöku félagi. Var loks horfið að því ráði árið 1925 að verkakvennafé-

x

Hjálmur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjálmur
https://timarit.is/publication/1567

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.