Hjálmur - 19.01.1967, Qupperneq 9
HJÁLMUR
9
Stjórn Hlífar á 40
ára afmæli félagsins
í janúar 1947
(félagsstjórn 1946—
1950). — Sitjandi,
talið frá vinstri:
Grímur Kr. Andrés-
son, Sigurður T.
Sigurðsson,
Hermann Guð-
mundsson, Ólafur
Jónsson. —
Standandi, talið frá
vinstri: Bjarni
Erlendsson, Helgi
Jónsson, Jens
Runólfsson.
bilsins komu nýir menn til áhrifa í
félaginu, Þórður Þórðarson, Helgi
Sigurðsson, Ólafur Jónsson o. fl.
Arið 1939 varð mjög viðburðarríkt
í sögu „Hlífar“, deilur miklar og við-
sjár með mönnum. Attu þau átök rót
sína að rekja til deilna þeirra, sem
þá voru uppi um skipulag alþýðu-
samtakanna og afstöðu stjórnmála-
flokka til þeirra. „Hlíf“ klofnaði um
skeið, og sögðu sig úr félaginu um
160 menn, er stofnuðu nýtt félag,
„Verkamannafélag Hafnarfjarðar“.
Þessari orrahríð lauk þó á þann veg,
að „Hlíf“ stóðst eldraunina, hafnfirzk-
ir verkamenn sameinuðust aftur í sínu
gamla félagi, er var að þessum átök-
um loknum sterkara en áður.
Tímabilið 1940—1956.
I ársbyrjun 1940 tóku nýir menn
við stjórnartaumunum í „Hlíf“. For-
maður félagsins varð Hermann Guð-
mundsson, sem jafnan síðan, að tveim
árum undanteknum, hefur verið þar
í fylkingarbrjósti og gegnt formanns-
störfum miklu lengur en nokkur mað-
ur annar. Þetta tímabil var næsta við-
burðaríkt í sögu félagsins, þótt hér
sé ekki rúm til að geta nema fárra
atriða.
Allt frarn á árið 1941 voru það at-
vinnumálin, sem örðugast var við að
glíma, enda beindist starf félags-
stjórnar og barátta félagsins mjög að
því, að knýja á um úrbætur í þeim
efnum. Segja má, að allan fjórða tug
aldarinnar hafi hið erfiða atvinnu-
ástand verið hafnfirzkri alþýðu
þyngst í skauti. En árið 1941 varð
mikil breyting á i því efni. Kom þar
brátt, að eftirspurn eftir vinnuafli
varð meiri en framboðið. Olli því
bæði hin mikla setuliðsvinna stríðs-
áranna, og aukið fjör í atvinnulífi
landsmanna sjálfra, einkum sjávarút-
vegi og iðnaði. Við þetta urðu stór-
felld umskipti á hag alls almennings.
Hafði það mikil áhrif á störf „Hlífar,
og viðfangsefni félagsstjórnar tóku
eðlilega verulegum breytingum. Að
vísu hélt félagið áfram að hafa all-
mikil afskipti af atvinnuframkvæmd-
um og eflingu atvinnulífs í bænum.
En nú gafst hins vegar betra tæki-
færi en áður til að efla almenn rétt-
indi verkamanna og vinna að ýmsum
umbóta- og menningarmálum. Félag-
ið tók meðal annars að leggja veru-
legt lið íþróttamálum kaupstaðarins,
gerði ályktanir um íþróttasvæði, stuðl-
aði að byggingu sundlaugar og ræddi
ýmsar framkvæmdir á sviði íþrótta í
blaði sínu. Þá beitti „Hlíf“ sér fyrir
því, að barnaleikvellir væru gerðir í
bænum.
Kaupgjaldsmál og önnur réttinda-
mál verkamanna tóku miklum breyt-
ingum til bóta á þessu tímabili. „Hlíf“
hefur jafnan síðan um 1940 verið í
röð fremstu verkalýðsfélaga um gerð
hagkvæmra kjarasamninga. Arið 1941
náðust samningar við atvinnurekend-
ur um sumarleyfi verkamanna. Var
þar merkilegum áfanga náð og mun
vafalaust, að þessi réttarbót „Hlífar“
hefur undirbúið jarðveginn fyrir or-
lofslöggjöfina, sem síðar var samþykkt
á Alþingi. Þá mun „Hlíf“ hafa verið
fyrsta verkalýðsfélag á landinu, sem
fékk framgengt kröfunni um 8 stunda
vinnudag. Náðist sú mikilvæga rétt-
arbót til handa hafnfirzkum verka-
mönnum með samningum árið 1942.
Alloft tókst „Hlíf“ að ná viðhlítandi
samningum um kaup og kjör, án þess
að til verkfallsátaka þyrfti að koma.