Hjálmur - 19.01.1967, Page 16

Hjálmur - 19.01.1967, Page 16
16 HJÁLMUR fyrrgreindu riti. Ég vil ljúka þessu greinarkorni með því að vitna til nið- urlagsorða 50 ára afmælisritsins, þar eð ég ætla að þau séu enn í fullu gildi: „Glöggur lesandi mun gera sér ljóst, að þáttur ,,Hlífar“ í vexti og viðgangi Hafnarfjarðarbæjar er næsta mikill og áhrif félagsins á málefni bæjarins margvísleg. Verkamanna- félagið ,,Hlíf“ hefur skipað með sæmd rúm sitt meðal verkalvðsfélaga. Það hefur jafnan verið í fremstu röð í sókn alþýðustéttanna fyrir bættum lífskjörum og átt hlutdeild í því mikilvæga starfi að lyfta þeim til auk- ins þroska í íslenzku þjóðlífi. Geta Hlífarmenn við þessi tímamót í starfs- ævi félags síns litið með ánægju til liðsins tíma, fagnað árangri þeim, sem náðzt hefur — og jafnframt horft bjartsýnir fram á veginn. Þar bíða félagsins að sjálfsögðu óleyst mörg verkefni og oft verður við erfið vandamál að glíma. En Hlífarmenn hafa lært að máttur samtakanna er mikill, og sé honum beitt af fyrir- hyggju, megna þau að tryggja hin- um stritandi manni aukna hlutdeild í þeim arði, sem vinna og vélar skapa, auðvelda honum sóknina að því tak- marki, sem hvert þroskað verkalýðs- félag keppir að: sem fullkomnustu þjóðfélagslegu réttlæti, sem mestu félagslegu öryggi, sem frjóustu og auðugustu menningarlífi." Stjórn „Hlífar^ 1913-1966 Vegna þess að fyrsta gerðabók ,.Hlífar“ er glötuð, skortir öruggar heimildir um það, hverjir sátu í stjórn fyrstu sjö árin. Stjórnin mun frá upp- hafi hafa verið skipuð fimm mönn- um, kosnum á aðalfundi í byrjun hvers árs. Hélzt sú skipan til ársins 1943. Þá var stjórnarmeðlimum fjölg- að í sjö, og skyldu þeir kosnir við allsherjaratkvæðagreiðslu fyrir aðal- fund. Hér fer á eftir skrá um þá menn, sem setið hafa í stjórn ,,Hlífar“ 1913— 1966. 1913. Formaðnr: Magnús Jóhannesson. Ritari: Gísli Jónsson. Fjármálaritari: Guðmundur Jónasson. Gjaldkeri: Jón Jónsson, Dvergasteini. Dróttseti: Sesselja Magnúsdóttir. 1914. Formaður: Magnús Jóhannesson. Ritari: Gísli Jónsson. 1915. Formaður: Sigurjón Gunnarsson. Ritari: Guðmundur Olafsson. Fjármálaritari: Sigfús Þórðarson. Gjaldkeri: Jón Jónsson, Dvergasteini. Dróttseti: Jón Rósant Jónsson. 1916. Formaður: Sveinn Auðunsson. Ritari: Arni Þorsteinsson. Gjaldkeri: Olafur Jónsson frá Deild. Fjármálaritari: Kristinn Vigfússon. Dróttseti: Ketill Greipsson. 1917. Formaður: Sveinn Auðunsson. Ritari: Davíð Kristjánsson. Fjármálaritari: Gísli Jóhannesson. Gjaldkeri: Ólafur Jónsson frá Deild. Dróttseti: Jón Jónsson, Dvergasteini. 1918. Formaður: Sveinn Auðunsson. Ritari: Gísli Kristjánsson. Fjármálaritari: Gísli Jóhannesson. Gjaldkeri: Ólafur Jónsson frá Deild. Dróttseti: Guðlaugur Hinriksson. 1919. Formaður: Davíð Kristjánsson. Ritari: Gísli Kristjánsson. Fjármálaritari: Jón Sveinsson. Gjaldkeri: Guðmundur Jónasson. Dróttseti: Erlendur Jónsson. 1920. Formaður: Símon Kristjánsson. Ritari: Guðjón Gunnarsson. Fjármálaritari: Jóhanna Eiríksdóttir. Gjaldkeri: Jón Jónsson, Dvergasteini. Dróttseti: Lára Jörundsdóttir. 1921. Formaður: Olafur Jónsson frá Deild. Ritari: Röðvar Grímsson. Fjármálaritari: Rjörn Jóhannesson. Gjaldkeri: Jón Jónsson, Dvergasteini. Dróttseti: Helga Þórðardóttir. 1922. Formaður: Björn Jóhannesson. Ritari: Jón Þorleifsson. Fjármálaritari: Guðjón Gunnarsson. Gjaldkeri: Jón Jónsson, Dvergasteini. Dróttseti: Guðmundur Jónasson. 1923. Formaður: Björn Jóhannesson. Ritari: Jón Þorleifsson. Fjármálaritari: Guðmundur Jónasson. Gjaldkeri: Jón Jónsson, Dvergasteini. Dróttseti: Guðjón Gunnarsson. 1924. Formaður: Eyjólfur Stefánsson. Ritari: Ólafur Thordersen. Fjármálaritari: Jón Þorleifsson. Gjaldkeri: Stefán Nikulásson. Dróttseti: Jón Helgason.

x

Hjálmur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjálmur
https://timarit.is/publication/1567

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.