Af vettvangi - 01.02.1988, Blaðsíða 2
leiðari
AFVEIIVANGI 2
NÝJAR OG LAKARl AÐSTÆÐUR
w
Iupphafi árs 1988 mæta atvinnulífinu og landsmönnum öllum
nýjar og lakari aðstæður en verið hafa um þriggja ára skeið.
Hlé á samfelldu vaxtarskeiði er framundan og við blasir að
eytt hefur verið um efni fram á liðnu ári.
Hagdeild VSÍ hefur nýverið sent frá sér álitsgerð um horfur
í efnahagsmálum. Þar er því spáð, að þjóðartekjur á mann
muni verða 4% lægri í ár en var á síðasta ári. Þessu veldur
mest fyrirsjáanlegur samdráttur í veiðum og útflutningi sjávar-
afla, en einnig versnandi viðskiptakjör. Þetta er spá, sem
byggir á því, sem þekkt er, þegar hún er gerð. Vera kann að
meira veiðist. Á hinn bóginn er ekki víst að unnt verði að selja
afurðimar á óbreyttu verði, því að margt bendir til lækkandi
verðs á sjávarafurðum. Óvissan gengur því til beggja átta en
heildarmyndin er ótvírætt sú, að þjóðartekjur muni minnka.
Þetta eru alvarleg tíðindi, ekki síst fyrir þá sök, að á liðnu ári
vantaði 6600 milljónir upp á, að gjaldeyristekjur nægðu fyrir
útgjöldum. Þetta er fjárhæð, sem svarar til 100 þúsund króna
á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta á sér margháttaðar
skýringar, en þó helst í launaþróuninni, því að meira en 2/3
hlutar þjóðarútgjaldanna eru laun. Það er því mikill misskilning-
ur, þegar því er haldið fram, að launin séu ekki einn höfuð
áhrifavaldur á verðbólgu og viðskiptajöfnuð. Þau hafa þar úr-
slitaþýðingu, þótt fleira komi til.
Sl. tvö ár hafa laun hækkað um 73%, verðlag um 34% og
kaupmáttur því aukist um 30%. Á sama tíma hafa þjóðartekjur
aukist um 14%. Launin hafa því hækkað langt umfram það,
sem nemur verðmætaaukningunni. Ætla má, að allt að helm-
ingur þessa eigi sér skýringar í kjarasamningum á almennum
vinnumarkaði. Það, sem umfram er, hefur leitt af launaskriði
og öðrum samningum, sem ekki hafa verið í samræmi við al-
menna kjarasamninga. Ber þar hæst samninga opinberra
starfsmanna á liðnu ári.
Það er því miður ekkert nýtt, að íslenskt efnahagslíf fari illa
út úr góðæri, því að jafnan áður hefur taumlaus þensla orðið
fylgifiskur góðæris í sjávarútvegi. í þeirri atvinnugrein birtast
áhrif efnahagsþróunar og breyttra skilyrða einnig fyrst, því að
taprekstur útflutningsgreina og vaxandi viðskiptahalli eru þau
tákn umskipta, sem óhjákvæmilegt er að taka mark á. Þessar
aðstæður hafa nú birst með skýrum og ótvíræðum hætti, því
að ætlað er, að tap frystingarinnar nemi nú u.þ.b. 10% af tekj-
um og nokkur fyrirtæki hafa þegar gefist upp og hætt rekstri.
í útflutningsgreinum iðnaðar er staðan jafnvel enn lakari og ber
þar hæst fjöldagjaldþrot fyrirtækja í fataiðnaði.
Hagdeild VSÍ hefur áætlað, að þrátt fyrir spá um 5% sam-
drátt kaupmáttar megi vænta allt að helmingi meiri viðskipta-
halla á þessu ári, eða allt að 9 milljörðum króna. Horfumar eru
því ekki glæstar og minna um margt á þau umskipti, sem urðu
í efnahagslífinu 1982, en þá blasti einnig við, að þjóðartekjur
myndu dragast saman á næstu misserum. Því er mikilvægt að
draga réttan lærdóm af reynslunni frá þessu síðasta samdrátt-
arskeiði, þótt vissulega sé þess vænst, að vandinn nú reynist
minni en þá var raun á.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna hafði vaxið ár frá ári allt frá
1976, en samtímis var stöðugt vaxandi halli á viðskiptum við
útlönd. Ohuverðshækkun átti hér drjúgan hlut að máli og birt-
ust áhrifin einkar skýrt í miklum hallarekstri útgerðar og
vinnslu. Um mitt ár 1982 kom í Ijós, að mikill samdráttur blasti
við í veiðum og vinnlsu sjávarafla. Þá var áætlað, að útflutning-
ur myndi dragast saman um allt að 10%. Verkalýðshreyfingin
hafnaði því, að miða kjarasamninga við þessar horfur og knúði
fram kjarasamninga, sem miðuðu að enn auknum kaupmætti.
Afleiðingin er öllum kunn, því að innflutningur varð 13% um-
fram útflutningstekjur og verðbólgan á næstu 12 mánuðum
varð rúm 90%. Kaupmáttur féll á þessu tímabili og ennþá
meira síðar, þegar afborganir og vextir af yfirdrættinum bætt-
ust við tekjufallið 1983 og 1984. Hagur launþega og fyrirtækja
varð mun verri en orðið hefði, ef launasamningar á árinu 1982
hefðu miðast við efnahagslegar staðreyndir. Verst stóðu þeir
þó að vígi, sem stofnað höfðu til skulda t.d. vegna íbúðakaupa,
þegar lánskjaravísitalan óð langt fram úr launum.
Sá lærdómur, sem draga má af þessari reynslu, er augljós-
lega sá, að því fyrr, sem útgjöld þjóðarinnar aðlagast fallandi
tekjum, því sársaukaminni verður breytingin og meiri mögu-
leikar á að stýra þróuninni.
Þó aðstæður nú minni um margt á það, sem var 1982 er frá-
leitt, að eftirleikurinn þurfi að verða sá sami. Það veltur hins
vegar á okkur sjálfum hvemig til tekst. Takist skynsamlegir
samningar, sem miða fyrst og fremst að hjaðnandi verðbólgu,
þarf samdráttur tekna ekki að verða tilfinnanlegur. Hluti af
nær 30% kaupmáttaraukningu síðustu tveggja ára verður að
ganga til baka, ef von á að verða til þess að verja stöðu ein-
staklinga, atvinnurekstrar og þjóðarbúsins í heild. Með
skynsamlegum samningum og eðlÚegu samspili stjórnvalda og
aðila vinnumarkaðarins á að vera unnt að ná þolanlegu jafnvægi
í þjóðarbúskapinn og möguleikar gefast á að verja hlut þeirra,
sem lakast em settir. Það er því vandasamt verkefni, sem bíð-
ur úrlaunar og mikilvægt, að ásættanleg lausn finnist. Sú lausn
getur einungis falist í samningum og efnahagsstefnu, sem mið-
ar að stöðugu verðlagi, því að lausnir, sem gmndvallast á mikl-
um launahækkunum og óhjákvæmilegum gengisbreytingum
festa okkur á ný í fjötra vaxandi verðbólgu. Þá er skammt í
það, að svipað ástand skapist og varð á öndverðu ári 1983.
Slíka niðurstöður þolir hvorki fólk né fyrirtæki.
Nýgerðir kjarasamningar Vinnuveitendafélags Vestíjarða og
Alþýðusambands Vestfjarða stefna að þessu marki þótt al-
mennar launahækkanir skv. þeim séu meiri en æskilegt hefði
verið. Þar er á hinn bóginn að nokkm stuðst við þegar mark-
aða launastefnu ríkisins skv. samningum þess við samtök op-
inberra starfsmanna, og á hinn bóginn bmgðist við þeirri stað-
reynd, að laun fiskvinnslufólks hafa ekki fylgt almennri launa-
þróun.
Samningurinn markast að þessu leyti meir af vinnumarkaðs-
legum staðreyndum en efnahagslegum forsendum. Hann mið-
ar á hinn bóginn við ört minnkandi verðbólgu og sú forsenda
hlýtur að vera leiðarljós annarra samningsaðila sem og stjórn-
valda við þær ákvarðanir sem nú bíða þessara aðila.