Af vettvangi - 01.02.1988, Qupperneq 10

Af vettvangi - 01.02.1988, Qupperneq 10
af félögum AFVEIIVANGI lO Vinnuveitendasambandið gekkst fyr- ir níu kynningarfundum á síðustu vikum liðins árs, um staðgreiðslu opinberra gjalda til undirbúnings skatt- kerfisbreytingunni. Fundimir voru mjög vel sóttir og notfærðu rúmlega 600 manns sér þessa fræðslu. Fyrirlesarar vom frá ríkisskattstjóraembættinu en Vinnuveitendasambandið sá um skipu- lagningu fundanna að öðm leyti. Fyrsti fundurinn var á Akureyri þann 14. nóvember og sóttu hann um 50 manns frá VSÍ. Þrír fundir voru í Reykja- vík, sá síðasti 8. desember og sóttu þá samtals tæplega 400 manns. Vikuna frá 23. til 27. nóvember voru haldnir fundir á Akranesi, Stykkishólmi, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og ísafirði. Vora þeir fjölsóttir, frá 40-70 á hverjum stað. Á fundunum var gerð grein fyrir stað- greiðslureglunum, hlutverki launa- greiðanda, notkun persónuafsláttar og skattkorta auk skilaskyldu launagreið- enda, launahugtaki staðgreiðslulaganna og útreikningi staðgreiðslu, reglum um dagpeninga, bílastyrki og hlunnindi. Þá voru menn hvattir til að snúa sér til ríkisskattstjóraembættisins með spum- ingar sínar. Fyrirspumatímarnir vora yfirleitt jafn- langir eða lengri en inngangserindin, en gera má ráð fyrir að fyrirspumimar gefi til kynna hvaða atriði það vora sem menn höfðu áhyggjur af. Mest var spurt um greiðslutímabil og skilgreiningu á þeim, skiptingu á persónuafslætti, hvort hann yrði millifæranlegur milli mánaða og meðferð skattkorta. Fram kom, að fundarmenn höfðu áhyggjur af því hvern- ig staðið yrði að innheimtu þegar gjald- Þessi mynd er frá fundinum á Akureyri, sem var mjög vel sóttur. Á fundunum í Reykjavík var þétt setinn bekkurinn, eins og sjá má. fallinna opinberra gjalda og ábyrgð launa- greiðenda í því sambandi. VSÍ óskaði því eftir fundi með fulltrúum fjármálaráðu- neytisins um þessi mál og gaf ráðuneytið fyrirheit um, að þeim tilmælum yrði beint til innheimtumanna, að þeir sýndu lipurð í samningum við launamenn varð- andi greiðslu eldri skulda. Launagreiðendur skyldu því hvetja starfsmenn sína til að hafa samband við Skúli Þórðarson frá embætti ríkisskatt- stjóra í ræðustól. viðkomandi gjaldheimtu til að semja um skuldir sínar. Þær lagabreytingar sem varða stað- greiðsluna og vora samþykktar á Alþingi nú fyrir jólin eru í meginatriðum eins og við var búist. Breytingarnar eru aðallega byggðar á tillögum milliþinganefndarinn- ar en fulltrúi VSÍ í nefndinni var Ólafur Nilsson. VSÍ mun liðsinna félagsmönn- um við lausn þeirra vandamála sem upp koma við framkvæmd staðgreiðslunnar. Hrafnhildur Stefánsdóttir annast þessi mál og er mönnum bent á að snúa sér til hennar. KYNNINGARFUNDIR UM SKATTKERFISBREYTINGUNA RÚMLEGA 600 MANNS Á NÍU FUNDUM

x

Af vettvangi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.