Af vettvangi - 01.02.1988, Síða 6

Af vettvangi - 01.02.1988, Síða 6
ídagsinsönn AFVEnVANGI 6 SEGIR GUNNAR J. FRIÐRIKSSON FORMADUR STJÓRNAR VSÍ M.A. í TILEFNI AF INNGÖNGU VSÍ OG FÍI í UNICE UNICE nefnast samtök vinnuveitenda og iðnrekenda í Evrópu, þar sem aðild eiga Efnahagsbandalagslöndin, auk EFTA-landanna, utan íslands, þar til nú. Með inngöngu íslands má því segja að hringnum sé lokað. Hlutverk UNICE er einkum að vera málsvari atvinnulífsins gagnvart Efna- hagsbandalaginu og vettvangur hags- munasamtaka atvinnulífsins í Evrópu, þar sem unnt er að samræma afstöðu til mála og koma sameiginlegum skoðunum á framfæri. í þeim tilgangi hafa samtökin opnað skrifstofu í Briissel, þar sem grannt er fylgst með framgangi mála og aðildarsamtökin upplýst þar um. Þá er stöðugt unnið að stefnumótun einkum á vettvangi 5 fastanefnda og flölda undir- nefnda, sem að mestu eru skipaðar sér- fræðingum aðildarsamtakanna. Megin- stefnumörkun fer hins vegar fram á for- sætisfundum samtakanna tvisvar á ári. Fulltrúar samtakanna taka einnig virkan þátt í störfum hinna ýmsu nefnda á veg- um Efnahagsbandalagsins og hafa sam- tökin þannig beinan aðgang að stefnu- mörkun Evrópubandalagsins hvað varð- ar ýmis mál, sem skipta atvinnulíf aðild- arríkjanna miklu. Forsætisfundur UNICE var haldinn í Brussel 30. nóvember sl. en hann sóttu þeir Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ og Ólafur Davíðsson, frkv.stj. FÍI. ÍSLENDINGUM FAGNAÐ Gunnar sagði að íslendingum hefði verið vel fagnað á þessum fundi og að öðru leyti sagði hann m.a.: „Fundurinn var setinn af formönnum og fram- kvæmdastjórum aðildarsamtakanna. Á fundinn kom Delors, formaður fram- kvæmdanefndar Efnahagsbandalagsins en hann er ótvírætt mesti áhrifamaður þess, því framkvæmdanefndin er nokk- urs konar ríkisstjórn bandalagsins og formaður nefndarinnar hefur því um margt hliðstæða stöðu og forsætisráð- herra. De Clerk, sem hingað hefur komið, fer þar með utanríkismál og hef- ur með sama hætti stöðu utanríkisráð- herra en Lord Cockfield, sem hingað kom í haust, er hins vegar nánast það sem kalla mætti ráðherra viðskipta- og markaðsmála innan bandalagsins. Ég nefni þessa menn, því þeir eru um þess- ar mundir mestir áhrifamanna innan bandalagsins og ég er ekki viss um að allir hafi áttað sig á því, að þar sem Evrópubandalagið er, hefur í reynd myndast nýtt ríki, sem um sumt er áhrifameira en ríkin sem mynda banda- lagið og þetta ríki hefur stöðugt sjálf- stæðari afstöðu og meiri áhrif eftir því sem tíminn k'ður. A fundinum ræddi Delors um ástand og horfur innan bandalagsins, sérstak- lega með hliðsjón af þvf, að 1992 á því verkefni að vera lokið að koma á einum CETUKIEKKISTKBIB EINIR UTAN EVRÓPUMARKABAR

x

Af vettvangi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.