Af vettvangi - 01.02.1988, Blaðsíða 9

Af vettvangi - 01.02.1988, Blaðsíða 9
af erlendum vettvangi AFVEmfANGI 9 SVEIGJANLEGUR VINNUTIMI TALINN HAFA MIKLA KOSTI r vegum norrænu Vinnuveitenda- sambandanna hefur farið fram sam- eiginleg athugun á vinnutíma á Norðurlöndunum. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í skýrslu sem nefnist „Arbetstider í Norden“. Tekið er fram, að vinnuveitendur á öllum Norður- löndunum telji mikilvægt að vinnutíma- ákvæði í lögum og kjarasamningum verði sveigjanlegri, sérstaklega í kjölfar þeirr- ar vinnutímastyttingar, sem þegar hefur átt sér stað eða verið tekin ákvörðun um. Hafa því komið upp á meðal þeirra kröfur um að rofm verði tengsl milli reglulegs vinnutíma starfsmanna og opn- unar- eða rekstrartíma fyrirtækjanna, en sveigjanlegur vinnutími er talinn hafa mikla kosti og stuðla að betri nýtingu á vinnutíma starfsmanna, lægri kostnaði og aukinni samkeppnishæfni. Fulltrúi Vinnuveitendasambands ís- lands í nefndinni, sem vann að athugun- inni var Hannes G. Sigurðsson, en hér á eftir fara helstu niðurstöður hennar. Fram kemur í skýrslunni að síðan 1970 hefur vikulegur vinnutími á Norðurlöndum styst verulega og var frá 1976-1986 40 stundir nema á íslandi. Hér hafði vinnutíminn í raun verið stytt- ur í 37 stundir þegar 1972. í Danmörku og Noregi hefur vinnutfminn nú verið styttur og slík ákvörðun verið tekin í Finnlandi. Vinnutíminn er 37,5 stundir í Noregi, en 38,5 í Danmörku og styttist í 37 stundir 1990. Athyglisvert er, að þar sem nú hefur verið gengið lengst í stytt- ingu vinnutímans er styttingin fram- kvæmd í efnahagslegum öldudal. Orlofsrétturinn hefur á tímabilinu ver- ið lengdur á öllum Norðurlöndunum en mismikið. Lágmarksorlof er nú 5 vikur nema í Noregi og á íslandi. Hér eru það fjórar vikur, og fjórir dagar, en fjórar vikur og einn dagur í Noregi og verður lengt í 5 vikur þegar efnahagslegar fors- endur eru fyrir hendi. Samanburður á fjölda helgidaga var einnig gerður og áttu íslendingar metið með 11 helgidaga á móti 8 í Danmörku og Noregi, 7 í Finnlandi og 10 í Svíþjóð. Vinnutími á ári var borinn saman skv. eftirfarandi formúlu: Skýringar á miklum veikindafjarvist- um í Noregi og Svíþjóð eru m.a. taldar geta verið upphæð greiðslna í veikind- um, greiðslufyrirkomulag þ.e. hvort greiðslumar eru inntar af hendi af vinnu- veitanda beint eða tryggingastofnun, sjálfsáhætta vinnuveitandans og eftirlit með fjarvistum. Lög- og samningsbundinn vinnutími 1987 í klst.: Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð 1.778 1.784 1.635 1.740 1.808 Raunverulegur vinnutími 1987 að teknu tilliti til fjarvista og yfirvinnu: Vinnutími m.v. Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð almanaksdaga 1.970 1.991 1.852 1.898 2.000 Orlof % 9,9 9,3 9,6 8,0 8,4 Veik. og slys % 4,1 6,0 4,6 8,8 10 Aðrar fjarv. % 2,1 3,6 0 2,2 7,7 Yfirvinna % Raunverulegur 2,1 2,5 17,4 4,1 2,5 vinnutími á ári 1.695 1.665 1.911 1.615 1.528 261 — Helgidagar — orlofsdagar x vinnutími á viku 5 FIMM PRÓSENT FRÉTTABLAÐ VSÍ 1. tbl. 1. árg. febrúar 1988 Blaðið fór í prentun 1.2.88 Útgefandi: Vinnuveitendasamband íslands Garðastræti 41, 101 Reykjavík Sími: (91) 2 54 55 Telefax: (91) 2 84 21 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn V. Þórarinsson Efnisstjóri: Jónína Björgvinsdóttir Umsjón: Kynning og markaður — KOM h.f. Prentun: Svansprent h.f. Fjölmiðlum er frjálst að nota efni úr AF VETTVANGI í heild sinni eða að hluta, en vinsamlegast getið heimildar í slíkum tilfellum. Þeir sem vilja koma efni í fréttablaðið eru beðnir að senda það efnisstjóra. Með þessu nýja fréttablaði Vinnu- veitendasambands íslands, AF VETT- VANGI, hefst nýr kafli í upplýsingamiðlun og kynningarstarfssemi samtakanna. Til- gangurinn með útgáfunni er að flytja félags- mönnum VSf og öðrum þeim er hafa áhuga á starfssemi samtakanna fréttir og upplýs- ingar úr starfinu, auk þess annað það efni, innlent sem erlent, er varðar vinnuveitend- ur og launþega almennt. AF VETTVANGI mun koma út annan hvem mánuð fyrst í stað og er ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, en efnisstjóri er Jónína Björgvinsdóttir. AF VETTVANGI er dreift til allra félaga VSf, auk þess til annara hagsmunasamtaka vinnuveitenda og launþega, auk annara að- ila sem fylgjast vilja með starfi Vinnuveitendasambandsins. Þeir aðilar, sem ekki fá blaðið sent nú, en vildu fá það reglulega, em beðnir að hafa samband við Jónínu í si'ma (91) 2 54 55. SAMDRÁTTUR Frh. af baksíðu staðist, því skilyrði til framleiðsluaukn- ingar eru mun betri í tiltölulega stöðugu verðlagi í mikilli verðbólgu. í lok álits- gerðar hagdeildar VSÍ segir: „Niður- stöður þessara hugleiðinga fela það í sér, að minni kaupmáttur sé óhjákvæmileg afleiðing þeirrar efnahagsþróunar, sem lýst er í þessari álitsgerð. Hvort það gerist í skjóli mikillar verðbólgu eða með skipulögðum og skynsamlegum hætti ræðst af afstöðu stjómvalda og þeirra, sem semja um kaup og kjör. Verði niður- staðan sú að verðbólgan ráði framvindu efnahags- og kjaramála, mun það í senn rýra kosti launþega og fyrirtækja um- fram það, sem óhjákvæmilegt er“.

x

Af vettvangi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.