Af vettvangi - 01.02.1988, Síða 12

Af vettvangi - 01.02.1988, Síða 12
5% SAMDRÁTTUR RÁDSTÖFUNARTEKNA Vegna samdráttar útflutningstekna 1988 mun kaupmáttur tekna drag- ast saman á árinu og er gert ráð fyrir 5% samdrætti ráðstöfunartekna, því að búist er við minni atvinnuþátt- töku, aukinni skattbyrði og minni um- svifum. Auk þess hlýtur kaupmáttur launa að dragast saman. Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 3%, segir í álitsgerð Hagdeildar VSÍ frá því nú í janúar. í nóvember álitsgerð sam- takanna var búist við 1% aukningu einka- neyslu, enda var þá ein forsendan sú að kaupmáttur héldist svipaður ’88 og í árs- lok ’87. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyr- ir 0,5% aukningu einkaneyslu og eru þetta því mikil frávik frá þeirri spá. Áætlað er að samneysla hafi aukist um 4% ’87, en í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 2% aukningu milli ára, sem gefur til kynna að aukningin í reynd kunni að verða nokkru meiri. í álitsgerð VSÍ segir að verðmæti vöruútflutnings dragist saman um 4% á árinu. Gert er ráð fyrir að viðskipta- jöfnuður verði óhagstæður um tæpar 9.000 m.kr. 1988. Áætlað er að við- skiptajöfnuðurinn hafi verið óhagstæður á s.l. ári um ríflega 6.000 m.kr. Þetta þýðir að hallinn gæti orðið 4,2% af vergri landsframleiðslu samanborið við 3,1% á s.l. ári. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 4.400 m.kr. halla eða 1,8% af vergri landsframleiðslu. Þá segir og að niðurstöður útreikninga VSÍ gefi til kynna að landsframleiðsla dragist saman um 2,1% á þessu ári, en þjóðartekjur heldur meira vegna versn- andi viðskiptakjara eða um 2,6%, sem þýðir um 4% á mann. Benda má á að niðurstöður hagdeildar eru háðar óvissu um aflaforsendur og verði á útflutnings- mörkuðum. Afli kann að verða meiri en reiknað var með, en verð aftur á móti lægra, þannig að óvissuþættirnir vinna hvor gegn öðrum. Spá um viðskiptahalla byggir á því að einkaneysla dragist saman, en byggt er á reynslu fyrri sam- dráttarskeiða í því efni. Bregðist þessi forsenda hefur slíkt óhjákvæmilega áhrif á viðskiptahallann. Nú blasir við að raungengi þyrfti að lækka um allt að 10% til að stöðva halla- rekstur útflutningsgreina, og töluvert meira ef jöfnuður ætti að nást í viðskipt- um við útlönd á árinu. Á hinn bóginn er ljóst að þeim mun minni, sem launa- og verðlagshækkanir verða, þeim mun hærri raungengi fá útflutningsgreinarnar Frh. ó bls. 9 Þjóðhagsyfirlit 1986-1988 Millj. kr. á ársverðlagi Magnbr. frá fyrra ári, % verðlagi hvers árs frá fyrra ári, % Bráðab. Spá Bráðab. Spá Spá 1986 1987 1986 1987 1988 Einkaneysla 97.970 130.100 6,5 12,0 -3,0 Samneysla 27.600 36.320 6,5 4,0 2,0 Fjármunamyndun 29.030 36.130 -2,2 8,0 2,5 Neysla og fjárm.myndun alls 154.600 202.550 4,6 9,8 -1,0 Birgðabreyting -2.008 -100 -0,7 1,3 Þjóðarútgjöld alls 152.592 202.450 3,9 11,2 -1,0 Útfl. vöru og þjónustu 63.125 73.450 6,2 3,0 -3,6 Innfl. vöru og þjónustu 56.342 73.650 0,3 21,0 -0,7 Verg landsframleiðsla 159.375 202.250 6,3 2,8 -2,1 Vaxtajöfnuður ofl. -6.229 -5.800 Viðskiptajöfnuður 554 -6.000 Verg þjóðarframl. 153.146 196.450 6,3 3,9 -2,4 Viðskiptakjaraáhrif11 2,5 1,2 -0,3 Vergar þjóðartekjur 8,6 5,1 -2,6 Viðskiptajöfnuður, sem % af vergri landsframl. 0,3 -3,0 -4,2 1) Hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrra árs, reiknað á föstu verðlagi. VÖRUÚTFLUTMNGUR DREGST SAMAN UM 4% Á þessu ári má búast við að verðmæti vöruútflutnings landsmanna dragist sam- an um rúmlega 4%. Þetta eru mikil um- skipti, eftir að verðmæti vöruútflutnings hafði að meðaltali aukist um tæp 6% á ári, undanfarin þrjú ár, segir í álitsgerð Hagdeildar VSÍ, um horfur í efnahags- málum, sem nýlega var birt. í sömu skýrslu er gert ráð fyrir 1- l, 5% lakari viðskiptakjörum á árinu, m. a. vegna stöðu Bandaríkjadalsins. Á tímabilinu frá 1. ársfj. ’86 til 4. ársfj. ’87 hækkaði raungengi íslensku krónunnar um 18% samkvæmt verðmælikvarða og 31% sé miðað við launakostnað. Þessi gengisþróun hefur valdið því, að fisk- iðnaðurinn er nú rekinn með miklum halla, þrátt fyrir hátt verð á mörkuðum erlendis. Staða vefjariðnaðar er enn verri og samkeppnisgreinar innanlands eiga í vaxandi erfiðleikum. Þessi þróun hefur leitt til vaxandi viðskiptahalla og útlitið er almennt dökkt. Við þessar að- stæður er Ijóst að gengi krónunar er of hátt skráð. Talið er, að laun hafi hækkað um 40% að meðaltali milli ’86 og ’87, en fram- færsluvísitalan um 19% á sama tíma og jókst því kaupmáttur um 17%. Lands- menn helja nýbyrjað ár með laun sem eru að meðaltali a.m.k. 10% hærri en ársmeðaltalið og verðlag, sem er um 13% hærra. í umræddri skýrslu segir ennfremur að sé horft á tímabilið frá 1. ársfj. ’86 til 4. ársfj. '87 kemur í ljós hækkun launa um 73%, veðlagshækkun um 34%, og því aukning kaupmáttar um 30%. Launakostnaður í erlendri mynt hefur að sama skapi hækkað margfalt meira en hjá þeim þjóðum, sem við keppum við á innlendum sem erlendum mörkuðum.

x

Af vettvangi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.