Af vettvangi - 01.02.1988, Side 8

Af vettvangi - 01.02.1988, Side 8
AF VETIVANGI 8 af innlentíum vettvangi SKERBING FMMUGS RIKISSJODS Skerðing á lögbundnu framlagi ríkis- sjóðs til atvmnuleysistrygginga er boðuð í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988 og nemur hún um 100 millj. kr. Af því tilefni hefur V.S.Í. sent fjármála- ráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni bréf þar sem vakin er athygli á, eins og það er orðað: „áratugasáttmála atvinnulífs, ríkisins og sveitarfélaga um fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem birtist í 15. gr. laga um atvinnuleysistrygging- ar.“ í umræddri 15. gr. segir: „Ríkissjóður greiðir framlag til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs er skal nema tvöfalt hærri íjár- hæð en heildariðgjöld skv. 10. gr.“ Áframhald bréfs V.S.Í. til fjármálaráð- herra er svohljóðandi: „Vinnuveitendasamband íslands áætl- ar að iðgjöld atvinnurekenda til Atvinnu- leysistryggingasjóðs skv. 10. gr. laga um atvinnuleysistryggingar verði 244 mkr. á árinu 1988. Framlag ríkissjóðs ætti því skv. 15. gr. laga um atvinnu- leysistryggingar að vera 488 mkr. og heildarframlag ríkissjóðs, atvinnurek- —— fréttir — Þrír nýir starfsmenn hafa bætst í hóp starfsmanna skrifstofu VSÍ frá því í haust. Það eru þau Bolli Ámason rekstr- artæknifræðingur, Hrafnhildur Stefáns- dóttir lögfræðingur og Snorri Snorrason hagfræðingur. Kristján Þorbergsson sem verið hefur lögfræðingur VSÍ ffá ár- inu 1981 hætti störfum um áramótin, en hann hóf á sama tíma störf sem yfirlög- fræðingur Útvegsbanka íslands. Honum eru þökkuð farsæl störf í þágu VSÍ um leið og nýir starfsmenn eru boðnir vel- komnir til starfa. enda og sveitarfélaga til sjóðsins ætti því að nema 977 mkr. í fjárlagafrumvarpi 1988 eru heildarið- gjöld atvinnurekenda hins vegar einungis áætluð 200 mkr. og í frumvarpi til láns- fjárlaga 1988 er miðað við að samtala framlaga atvinnulífs og ríkissjóðs nemi ekki hærri upphæð en 500 mkr. Af því leiðir að ríkissjóður mun trauðla greiða meira en 256 mkr. til sjóðsins á árinu 1988 miðað við óbreyttar reglur um greiðslu atvinnurekenda. Skerðingin á lögbundnu framlagi ríkis- ins er því mismunurinn á 488 mkr. og 256 mkr. eða 232 mkr. en ekki 100 mkr. eins og boðað er í fjárlagafrumvarpinu 1988. Vinnuveitendasambandi íslands er ljóst að umtalsverðir fjármunir liggja nú í Atvinnuleysistryggingasjóði og er ekki á þessu stigi tilbúið til rökræðna um það, hvort eignastaða sjóðsins gefa tilefni til niðurskurðar framlaga. Á hinn bóginn hlýtur það að verða krafa atvinnulífsins að ekki verði gengið á gerða samninga um hlutaskipti greið- enda til sjóðsins, þannig að iðgjöld at- Bolli Árnason lauk prófi frá raun- greinadeild Tækniskóla Islands 1983 og stundaði framhaldsnám við Odense Teknikum 1983-1986. Þaðan lauk hann prófi sem rekstrartæknifræðingur. Að námi loknu starfaði hann hjá MAN í Dan- mörku eða allt þar til hann hóf störf hjá VSÍ í september sl. Hrafnhildur Stefánsdóttir lauk laga- prófi frá Háskóla íslands 1974 og starfaði í menntamálaráðuneytinu til 1976. Þá vann hún um átta ára skeið við starfs- vinnurekenda lækki tilsvarandi við lækk- un á framlagi ríkissjóðs. Skv. því virðist eðlilegt að iðgjöld atvinnurekenda verði 60% af iðgjaldsstofni á næsta ári - þ.e. 150 millj. m.v. 300 millj.kr. framlag ríkisins. Til þessa þarf lagabreytingu og er þess fastlega vænst, að annað tveggja verði gert; Að iðgjald atvinnurekenda verði lækkað til samræmis við framlag ríkissjóðs eða framlag ríkissjóðs hækkað til samræmis við áætluð iðgjöld atvinnu- rekenda með breytingu á ijárlagafrum- varpi og niðurfellingu umrædds ákvæðis í 20. gr. frv. til lánsfjárlaga. Vinnuveitendasamband íslands telur með öllu óverjandi að ef 3 aðilar semja um að skipta með sér byrðum þá geti einn þeirra losnað undan þeim samning- um með einhliða ákvörðunum.“ Nú, eftir samþykkt fjárlaga, er ljóst, að ríkisvaldið hyggst standa fast á áform- aðri skerðingu á framlagi til sjóðsins. VSÍ hefur því snúið sér til tryggingaráð- herra og áréttað framangreind sjónar- mið. Jafnframt hefur VSÍ krafist úttektar á stöðu sjóðsins, svo ljóst megi verða hver raunveruleg geta hans til að stand- ast áföll í atvinnustarfseminni eru. Nánar verður skýrt frá framgangi málsins síðar. mannahald í Vesteraas og Lundi. Jafn- framt stundaði hún framhaldsnám í vinnurétti við Háskólann í Lundi sl. tvö ár. Snorri Snorrason hagfræðingur lauk prófi frá Háskóla íslands, viðskiptafræði- deild, haustið 1985. Síðan starfaði hann í eitt ár í hagdeild Pósts og síma sem deildarviðskiptafræðingur. Hann fór síð- an utan haustið 1986 og lauk MBA-gráðu í rekstrarhagfræði, fjármálum og sölu frá W.E. Simone Graduate School of Buis- eness Administration, University og Rochester í desember 1987. Snorri hóf störf hjá VSÍ 1. janúar sl. ÞRÍR NÝIR STARFSMENN DÓMURINN ÓEDLILEGUR 0G MALINU AFRYJAD Kveðinn var upp nýlega bæjarþings- dómur um rétt þungaðrar konu til launa í veikindaforföllum. Niður- staða bæjarþingsins var sú, að konan hafi verið óvinnufær og ætti rétt á launa- greiðslum í veikindaforföllum, án tillits til greiðslna í fæðingarorlofi. Konunni var því dæmdur réttur til óskertra veikinda- launa, þó hún fengi greitt fæðingarorlof fyrir sama tímabil. Dóminum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. Konan starfaði við fiskvinnslu og var henni af lækni ráðlögð hvíld frá 27. viku meðgöngu að fæðingu vegna fæðingar- eitrunar. Þar sem því hefur verið haldið fram, að dómurinn sé stefnumarkandi um rétt- indi kvenna í veikindaforföllum er rétt að minna á, að úrslit liggja ekki fyrir þar sem dóminum hefur þegar verið áfrýjað. Spurningar varðandi þetta mál eru einkum tvær. í fyrsta lagi hvort fjarvist- ir, sem stafa af þungun veiti rétt til greiðslu veikindalauna, skv. lögum 19/ 1979 og, ef svo væri, hvaða tengsl séu milli veikindalaunagreiðslna og reglna al- mannatryggingalaga um greiðslu fæð- ingarorlofs, en réttur til tvöfaldra greiðslna verður að teljast óeðlilegur og í ósamræmi við markmið almannatrygg- ingalaga.

x

Af vettvangi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.