Af vettvangi - 01.07.1994, Side 8

Af vettvangi - 01.07.1994, Side 8
Umdeíld ákvörðun um eingreiðslu Okvörðun launanefndar ASÍ og VSÍ um sérstaka 6.000 kr. eingreiðslu í júní átti sér skamman aðdraganda og kom flestum í opna skjöldu. Ákvörðunin hefur sætt gagnrýni margra félagsmanna VSÍ, ekki síst í iðnaði, og telja þeir hana ekki réttlætanlega og skýringar launanefndarinnar ófullnægjandi. Þeir spyrja hvar sá bati sé í iðnaði sem skapað hafi svigrúm til aukinna launagreiðslna. Skýringamar snúist aflar um fisk, aflaheimildir og verðlagsþróun sjávarafurða, en á sama tíma rambi heilar greinar iðnaðar á barmi gjaldþrots. Ekki sé h'ðandi að örh'till bati í sjávarútvegi hrindi af stað aukn- um kaupgreiðslum í öðrum greinum sem berjist í bökkum. Gagnrýni af þessum toga er skiljanleg og á fullan rétt á sér. Á hinn bóginn verða menn að gæta sannmæhs í gagnrýni sinni og h'ta á ákvörðunina í sínu eðlilega samhengi. í fyrsta lagi var gerður heildarsamningur og slíkir samningar geta eðli sínu samkvæmt ekki tekið mið af aðstæðum einstakra atvinnugreina. Gagnrýni á ákvörðunina er því öðmm þræði gagnrýni á þetta heildarsamflot og jafnframt er látið að því liggja að hugsanlega mætti ná betri niðurstöðu fyrir atvinnulífið með dreifðari samningum eða jafnvel engum samningum. Við þær aðstæð- ur sem ríkt hafa í efnahagsmálum þjóðar- innar undanfarin ár er þó erfitt að ímynda sér að hægt hefði verið að ná betri árangri hvað varðar samkeppnisstöðu og hlutfallslegan launakostnað hér á landi, miðað við erlenda keppinauta, en núgildandi samningur leiddi af sér. Til ávinnings af samningnum telst að vinnufriður er tryggður í tvö ár, laun verða óbreytt aflan samningshmann, svigrúm er til lækkunar gengis krónunnar án viðbragða og að án hans er vafasamt að vextir hefðu lækkað eins og þeir hafa gert, a.m.k. ekki svo snemma og svo mikið. Ákvörðunin um 6.000 kr. eingreiðslu var tekin á grundvelli þess ákvæðis samningsins að fram skyldi fara heildarendurskoðun á samningsforsendum í maí 1994. Þetta ákvæði kom upphaflega inn í samninginn vegna krafna viðsemjenda okkar um uppsagnarheimild á þessum hmapunkti. Án þessa samningsákvæðis hefði samningstíminn að öllum Iíkindum orðið styttri. Ákvæðið sagði að ef horfur um þróun þjóðartekna væru betri í maí 1994 en tilteknar forsendur samnings- ins gæfú tflefni til þá skyldi launanefndin veita launamönnum hlutdeild í þeim bata með einhverjum hætti. Þessar forsendur sneru að útflutningsverðmæti sjávarafurða eða því sem gjarnan er nefnt ytri skilyrði. Það vill reyndar svo til að horfurnar eru ekki betri en forsendurnar fólu í sér því þær gerðu ráð fyrir nokkurri aukningu útflutningstekna, en horfur eru á samdrætti þeirra vegna minni afla og lækkunar afurðaverðs erlendis. Á hinn bóginn eru horfur á þróun þjóðartekna á þessu ári ekki eins slæmar og gert hafði verið ráð fyrir í spám Þjóðhagsstofnunar á síðasta ári. Þannig voru haldbær rök bæði með og á móti einhvers konar viðbrögðum og gátu fulltrúar vinnuveitenda í launanefndinni með bókstafstúlkun á samningsákvæðinu vísað röksemdum ASÍ á bug. Það var þó mat launanefndarmanna VSÍ, með fullum stuðningi framkvæmdastjórnarinnar, að óhyggilegt væri að notfæra sér aðstæðurnar með þeim hætti, því þannig yrði því gagnkvæma trausti fyrirgert sem þessi samningsgerð byggðist á. Jafnframt myndi slík afstaða útiloka ákvæði í komandi samningum sem byggjast á gagnkvæmum skilningi og trausti. Af vettvangi, fréttablað VSÍ, 4, tbl. 7. árgangur, júlí 1994. Blaðið fór í prentun 1. júlí. Útgefandi: Vinnu- veitendasamband ísiands, Garðastræti 41,101 Reykjavík, sími: (91) 62 3000, bréfasími: (91) 2 84 21, Ábyrgðarmaður: Pórarinn V. Þórarinsson, ritstjóri: Guðni N. Aðalsteinsson, hönnun og umbrot: Atómstöðin, myndskreytingar: Ingólfur Björgvinsson, prentun: Oddi hf. Fjölmiðlum er frjálst að nota efni úr Af vettvangi í heild sinni eða að hluta, en vinsamlegast getið heimilda í slíkum tilfellum. Þeir sem vilja koma efni í blaðið eru beðnir að senda það á skrifstofu VSl. Vel á minnst Er starfsmanni heimilt að starfa í frístundum sínum hjá sam- keppnisaðila, eða stofna fyrirtœki sem starfar í samkeppni og á sama starfssviði og fyrirtœkið sem hann starfar hjá? Nei, ráðningarsamningur starfsmanns og fyrirtækis byggist á gagnkvæmum skyldum aðila. Meginskylda fyrir- tækisins er að greiða starfsmanni laun. Höfuðskylda starfsmanns er á hinn bóginn að vinna í þágu fyrirtækisins og hann verður í öllum störfum sínum að sýna fyrirtækinu hollustu og trúnað. Gróft brot á trúnaðarskyldu getur leitt til brottrekstrar starfsmanns, án greiðslu uppsagnarfrests. Engu breyhr í þessu sambandi þótt starfsmaður stofni fyrirtæki og hefji samkeppni á upp- sagnarfresh sínum. 8

x

Af vettvangi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.