Bændablaðið - 11.02.2021, Qupperneq 1

Bændablaðið - 11.02.2021, Qupperneq 1
3. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 11. febrúar ▯ Blað nr. 580 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Sala á íslensku kjöti dróst saman um 5,4%, eða um tæp 1.590 tonn á síðasta ári: Svínakjöt er í fyrsta sinn í sögunni komið fram úr íslensku kindakjöti í sölu – Alifuglakjötið er þó enn langvinsælast, þrátt fyrir rúmlega 726 tonna samdrátt í sölu á milli ára Framleiðsla á kjöti á Íslandi dróst saman um 2,1% á síðasta ári og kjötsalan dróst saman um 5,4%, samkvæmt tölum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Athygli vekur að sala á kindakjöti, sem áður fyrr var langmest selda kjötafurð landsmanna, er nú í fyrsta sinn komin niður í þriðja sæti, á eftir alifuglakjöti og svína- kjöti. Líkur benda til að gríðarlegur samdráttur í ferðaþjónustu vegna COVID-19 skýri samdrátt í heildarsölu á kjöti að mestu leyti. Ef það er rétt bendir aukning á framleiðslu og sölu á svínakjöti á síðasta ári til þess að aukinni sölu á svínakjöti vegna ferðamanna á árunum fyrir COVID-19 hafi verið að mætt að öllu leyti með innflutningi á svínakjöti og rúmlega það. Enda var samdráttur í framleiðslu og sölu á íslensku svínakjöti á árinu 2019. Neyslumynstur breytist en alifuglakjötið enn langvinsælast Greinilegt er að neyslumynstur neytenda er að breytast tiltölulega hratt ef bornar eru saman breytingar á sölu á ýmsum kjötafurðum íslenskra bænda á liðnum árum. Þar er alifuglakjötið búið að tróna á toppnum hvað sölu varðar í nokkur ár og kindakjöt hefur verið þar á eftir. Salan á alifuglakjöti 2020 nam tæplega 9.039 tonnum, en hún var tæplega 9.797 tonn árið 2019. Samdrátturinn í sölu alifuglakjöts nam því rúmum 726 tonnum á árinu 2020, en samt er langsamlega mest selt af þeirri kjöttegund. Svínakjötssalan fer fram úr kindakjötinu í fyrsta sinn Nú hefur salan á svínakjöti í fyrsta sinn í sögunni farið fram úr sölu á kindakjötinu og er komið í annað sætið. Á síðasta ári voru seld rúmlega 6.810 tonn af svínakjöti frá afurðastöðvum en rúmlega 6.204 tonn af kindakjöti. Sem dæmi um breytingarnar þá var hlutdeild kindakjöts í sölu 25,4% af heildarsölu á kjöti árið 2017. Það hlutfall er nú komið niður í 22,6% og svínakjötssalan er komin í 24,9% hlutdeild. Alifuglakjötið er samt enn á toppnum með 33% hlutdeild. Í fjórða sæti er svo nautgripakjöt með tæplega 4.668 tonna sölu og 17% hlutdeild. Minnst er, eins og áður, selt af hrossakjöti og dróst salan á því saman um 7,1% á síðasta ári og endaði í rúmum 683 tonnum. Aukin svínakjötsframleiðsla vegur upp samdrátt í alifuglakjöti Ef litið er á stöðuna í framleiðslu á kjöti er ljóst að samdráttur hefur orðið í framleiðslu á öllum tegundum af kjöti, nema svínakjöti. Mestur var samdrátturinn hlutfallslega í framleiðslu á alifuglakjöti. Þar dróst framleiðslan saman úr rúmum 9.589 tonnum árið 2019 í rúm 9.070 tonn. Þetta er samdráttur upp á 518,9 tonn, eða um 5,4%. Hefur hlutdeild alifuglakjöts af heildarframleiðslunni lækkað úr 30,2% árið 2019 í 29,2% árið 2020. Þessi minnkun í framleiðslu á alifuglakjöti skilar sér öll og rúmlega það í aukinni framleiðslu á svínakjöti. Af því voru framleidd tæplega 6.534 tonn árið 2019, en tæplega 6.813 tonn árið 2020. Hefur hlutdeild svínakjöts í heildarframleiðslu á kjöti á Íslandi aukist úr 20,6% árið 2019 í 21,9%. Í öðrum kjötgreinum eru sáralitlar breytingar á hlutdeild í framleiðslunni. Samdráttur í framleiðslu á kindakjöti og nautakjöti Þótt kindakjötsframleiðslan hafi dregist saman úr rúmum 9.719 tonnum árið 2019 í tæp 9.477 tonn árið 2020, eða um tæp 242,4 tonn, lækkaði hlutfall þess í heildar- framleiðslunni ekki nema um 0,1%, eða úr 30,6 í 30,5%. Framleiðslan á nautgripakjöti minnkaði úr tæpum 4.826 tonn- um árið 2019 í rúm 4.652 tonn á árinu 2020, sem var 3,6% sam- dráttur. Hlutdeild þess í heildar- framleiðslunni lækkaði þó lítið, eða úr 15,2% í 15%. Hlutdeild hrossakjöts fram leiðsl- unnar stóð í stað á milli ára í 3,4%, þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu upp á tæp 19 tonn. Þannig voru framleidd rúm 1.085 tonn af hrossakjöti árið 2019 en rúm 1.066 tonn á árinu 2020. Hefur hrossakjötsframleiðslan haldið sér nokkuð vel eftir mikla aukningu á árinu 2019 þegar framleiðslan jókst um 15,6% á milli ára. Hins vegar hefur salan á innanlandsmarkaði dregist saman um 7,1% og útflutn ingur dróst líka verulega saman, eða um 10,1%. Kemur þetta fram í töluverðri birgðasöfnun á hrossakjöti. /HKr. Framleiðsla á kjöti íslenskra framleiðenda 2020 Framleiðsla Breyting Hlutdeild Afurðir á árinu í kg frá 2019 af heild Alifuglakjöt 9.070.211 -5,4% 29,2% Hrossakjöt 1.066.460 -1,7% 3,4% Nautgripakjöt 4.652.476 -3,6% 15,0% Sauðfé 9.476.691 -2,5% 30,5% Svínakjöt 6.812.606 4,3% 21,9% Samtals: 31.078.444 -2,1% 100,0% Sala á kjöti íslenskra framleiðenda 2020* Sala afurða Breyting Hlutdeild Afurðir á árinu í kg frá 2019 af heild Alifuglakjöt 9.038.934 -7,7% 33,0% Hrossakjöt 683.099 -7,1% 2,5% Nautgripakjöt 4.666.785 -3,1% 17,0% Sauðfé 6.204.295 -12,6% 22,6% Svínakjöt 6.819.109 4,4% 24,9% Samtals: 27.412.222 -5,4% 100% *Sala frá afurðastöðvum Heimild: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Mikill viðbúnaður var í síðustu viku á Kastrup-flugvelli í Danmörku þegar flugvél frá Air Iceland Connect sótti þangað fjögur þúsund hænuunga, bæði hana og hænur, sem var síðan flogið með á fyrsta farrými til Keflavíkurflugvallar á Íslandi. Ungunum var síðan ekið þaðan beint í einangrunarstöð í Borgarfirði þar sem hlúð er að þeim næstu fjóra mánuði, þegar þeir fara til þeirra bænda sem hafa leyfi til að ala þá. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri Félags eggja- og kjúklingabænda og Stofnunga, var með í för og fylgdi ungunum til landsins. Ferðin gekk að mestu leyti vel að hennar sögn, fyrir utan tafir á Kastrup-flugvelli sem komu þó ekki að sök. – Sjá nánar á bls. 4 Mynd / HIldur Traustadóttir Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og stórum áskorunumDýrin í mestu uppáhaldi 24 26–27 Kjarnafæði selur 200 tonn af halal-slátruðu lambakjöti til Noregs 12

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.