Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 2

Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 20212 Í endurskoðuðum rammasamn­ ingi á milli ríkis og bænda, um almenn starfsskilyrði landbún­ aðarins, sem staðfestur var með undirskriftum á fimmtudaginn er kveðið á um að svokallað mæla­ borð landbúnaðarins verði sett á fót og að Bændasamtök Íslands hafi umsjón með útfærslu á sér­ stöku búvörumerki fyrir íslenskar búvörur. Í samningnum er tiltekið að frá og með þessu ári renni fjármunir til Bændasamtaka Íslands ár hvert sem eru hugsaðir til að standa straum af kostnaði við gerð, kynningu og atkvæðagreiðslur um búvörusamn- inga en einnig varðandi verkefni sem samtökum er falin með lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum. Eitt af slík um verkefnum er útfærsla og gerð búvörumerkis fyrir íslenskar búvörur sem verði unnið í samræmi við sérstakt samkomulag atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands. Betri merkingar matvæla Í skýrslu samráðshóps um betri merkingar matvæla, sem skil að var til atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins (ANR) 9. september 2020, er ein af tillögunum hug- myndin um sérstakt búvörumerki fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Þar er bent á að eitt helsta umkvörtun- arefni neytenda á Íslandi varðandi matvælamerkingar sé að það geti verið erfitt að átta sig á því hvort búvara sé úr innlendu eða erlendu hráefni. Ekki sé skylt að merkja unnar kjötvörur og tilbúna rétti með upprunalandi og skyldumerkingar á matvælum oft í smáu letri á mismun- andi stöðum á pakkningum. Sumir framleiðendur hafi brugðið á það ráð að hanna eigin upprunamerki fyrir matvörur úr innlendum búvörum. Hugmyndin, sem sett er fram í samráðshópunum, er að slíkt merki yrði notað á matvörur sem innihalda að lágmarki 70–80 prósent af inn- lendu hráefni. Sambærileg norræn merki sem notuð eru fyrir Noreg, Svíþjóð og Finnland verði höfð til hliðsjónar. Mælaborðið verður stafrænn upplýsingavettvangur Í rammasamningnum kemur fram í umfjöllun um mælaborð land- búnaðarins að nauðsynlegt þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu – meðal annars vegna fæðuöryggis – auk þess sem slíkur gagnagrunnur muni auka gagnsæi. Samkvæmt upplýsingum úr ANR verður mælaborð landbúnaðarins stafrænn vettvangur sem safnar gögnum frá gagnaveitum og birtir upplýsingar á gagnvirkan og skil- merkilegan hátt. Auk upplýsinga um framleiðslu, sölu og birgðir helstu landbúnaðarafurða verður þar haldið utan um inn- og útflutning, framleiðsluspár, rekstrarumhverfi landbúnaðar og framkvæmd búvöru- samninga. Þar verða dregnar saman hagtölur landbúnaðarins sem meðal annars snerta framleiðslu og rekstr- arumhverfi landbúnaðar og þeim haldið við á sjálfvirkan hátt. Þegar eru til sambærileg mæla- borð fyrir ferðaþjónustuna og sjávarútveginn á Íslandi Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda samtaka Íslands, segir að ekki sé tímabært að gefa út hvenær búvörumerkið verði tilbúið. Samráð verði haft við afurðastöðvar í land- búnaði og verkefnið sé í raun rétt að fara af stað. Hann segir að væntingar hefðu verið um að mælaborð land- búnaðarins yrði kynnt fyrir síðustu áramót, en það verði væntanlega til umræðu á næsta fundi fram- kvæmdanefndar búvörusamninga. /smh FRÉTTIR FOSSAR EINBÝLISHÚS Viltu lækka byggingar- kostnað?Fossar einbýlishús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Eininga- kerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt land með góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC Hús á mynd er Foss 5 - 211 fm - Verð kr. 28.341.000.- Efla verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar samkvæmt íslenskri byggingarlöggjöf. STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is Endurskoðun rammasamnings ríkis og bænda lokið: Tollar eru hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins á Íslandi – Mælaborð landbúnaðarins og búvörumerki fyrir íslenskar búvörur Fimmtudaginn 4. febrúar lauk formlegri endurskoðun ramma­ samnings ríkis og bænda og þar með hafa allir fjórir búvöru­ samningarnir sem tóku gildi 1. janúar 2017 verið endurskoð­ aðir. Meðal helstu atriða samningsins má nefna að í honum er kveðið á um að íslenskur landbúnaður verði alveg kolefnisjafnaður árið 2040, ný landbúnaðarstefna verði grunnur endurskoðunar búvöru- samninga 2023, mælaborð land- búnaðarins verði sett á fót og útfært verði búvörumerki fyrir íslenskar búvörur. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegs- og landbúnaðar ráð herra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, undirrituðu samkomulagið um breytingar á ramma samningnum um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins sem gildir út árið 2026. Bændasamtökum Íslands verð- ur falið að útfæra búvörumerkið, en slíkt merki er að norrænni fyr- irmynd. Fjármunir úr rammasamn- ingnum renna til samtakanna til að standa straum af kostnaði við þá vinnu. Í samningnum er ákvæði um tollvernd þar sem kveðið er á um að hún sé hluti af starfsskil- yrðum landbúnaðarins. Tollar eru hluti af starfsumhverfi landbúnaðar Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir í tilefni undirritunarinnar að það sé ánægjulegt að loks hafi verið lokið við endurskoðun- ina, en tæknileg atriði hafi verið umfangsmikil og nýstofnaður Matvælasjóður hafi haft áhrif á samninginn. „Einnig er mikilvæg grein í samningnum þar sem fram kemur að tollar séu hluti af starfsum- hverfi landbúnaðar og þar að auki verður tekið tillit til þró- unar á þeim vettvangi. Í hluta af framlagi samningsins, sem renn- ur beint til Bænda samtakanna, er viðurkennd sú ábyrgð sem samtökin bera gagnvart opin- berum aðilum á grundvelli laga. Stuðningur við þróun búvöru- merkis fyrir íslenska framleiðslu er einnig hluti rammasamnings- ins sem er mikilvægt skref fyrir íslenska matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar. Breytingar á starfsskilyrðum Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er haft eftir Kristjáni Þór að um ánægjulegan áfanga sé að ræða. „Að baki er mikil vinna með umfangsmiklum breytingum á starfs- skilyrðum íslensks landbúnaðar til hins betra. Í samkomulaginu sem nú var undirritað er að finna ákvæði sem ég er sannfærður um að muni styrkja undirstöður land búnaðarins, m.a. ákvæði um að ný landbúnaðarstefna fyrir Ísland, sem mun liggja fyrir í vor, verði grunnur að endurskoðun búvörusamninga árið 2023. Um leið verður mælaborð land- búnaðarins skref í að skapa betri yfir- sýn yfir stöðu greinarinnar á hverj- um tíma og útfærsla búvörumerkis fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að norrænni fyrirmynd verður mik- ilvægt verkefni í að tryggja sérstöðu íslenskra vara á markaði, til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur,“ segir Kristján Þór. /smh Frá undirrituninni: Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður samninganefndar ríkisins, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd / Golli Íslenskt búvörumerki og mælaborð landbúnaðarins Norrænu búvörumerkin sem verða höfð til hliðsjónar við útfærslu á því íslenska. Nyt Norg er merki fyrir norskan mat og drykki. Það á að auð- velda neytendum að velja norskar matvörur í verslunum. Merkið stað- festir að hráefnið sé norskt, bóndinn eða framleiðandinn fylgi norskum reglum um framleiðslu og geti sýnt fram á það að maturinn sé framleidd- ur og pakkaður í Noregi og að kjöt, mjólk og egg séu af 100 prósent norskum uppruna. Fyrir samsettar vörur er krafan um að 75 prósent innihaldsefna, að minnsta kosti, séu af norskum uppruna. Matmerk hefur umsjón með Nyt Norge. Á bak við sænska merkið Från Sver- ige standa Swedish Food Feder- ation, Svensk Daglig varu handel og Samtök sænskra bænda. Merkið er valfrjálst og í eigu Svenskmärkn- ing AB, sem sér um merkið, sinn- ir eftirliti, gefur út leyfi til að nota merkið og sinnir markaðssetningu á merkingu. Merkið staðfestir að öll dýr eru fædd, alin og slátruð í Svíþjóð, ræktun fer fram í Svíþjóð, vinnsla og pökkun í Svíþjóð og kjöt, egg, fiskur, skelfiskur og mjólk 100 prósent sænskt. Sérstakar reglur gilda um samsettar/unnar vörur en að minnsta kosti 75 prósent af inni- haldi þeirra verður að vera sænskt, til dæmis pylsur, brauð og ávaxta- jógúrt. Finnska merkið Hyvää Suomesta gildir fyrir pökkuð matvæli frá Finn- landi. Það staðfestir að varan er framleidd og pökkuð í Finnlandi, inniheldur að minnsta kosti 75 pró- sent innihaldsefni frá Finnlandi og að kjöt, fiskur, egg og mjólk eru 100 prósent finnsk. Merkið er valfrjálst og í eigu Ruokatieto Yhdistys ry, sem eru samtök þeirra fyrirtækja sem nota merkið.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.