Bændablaðið - 11.02.2021, Qupperneq 6

Bændablaðið - 11.02.2021, Qupperneq 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 20216 Stjórn Bændasamtakanna hefur boðað til Búnaðarþings dagana 22. og 23 mars næstkomandi. Unnið er að undirbúningi þingsins af hálfu starfsmanna og þar er unnið með tvær sviðsmyndir, annars vegar rafrænt þing vegna sóttvarna og hins vegar mögulegt þing á Sögu. Við höfum miklar væntingar um að geta haldið þingið sem staðarfund en hugsanlega yrðum við að hafa takmörkun á fjölda gesta umfram þingfulltrúa. Ég vona að þróun smita í samfélaginu verði á þeim grunni að þetta gangi eftir en við munum láta þingfulltrúa vita um framgang mála þegar nær dregur. Eitt mikilvægasta mál þingsins verður breyting á félagskerfi bænda og er unnið að því að funda með stjórnum aðildarfélaganna á næstu dögum og í framhaldi af því verða haldn- ir fundir á rafrænu formi til hins almenna félagsmanns. Einnig verður umhverfisstefna Bændasamtakanna til umræðu og næstu skref á grundvelli kolefnisjöfnunar til framtíðar. Rammasamningur undirritaður Þann 4. febrúar síðastliðinn var loksins skrifað undir rammasamning í landbúnaði, sú vinna hefur staðið yfir frá því í júní síð- astliðnum. En það sem við erum ánægðust með er að í samningnum er staðfest af hálfu ríkisins að tollar eru hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins. Einnig er stefnt að kolefnis- jöfnun landbúnaðarins í heild fyrir árið 2040. Þar eru bændur í lykilstöðu þegar talað er um kolefnisspor Íslands, því eins og er að gerast í löndum í kringum okkur þá er samtal milli ríkis og bænda lykilatriði við stefnu þjóða í kolefnisbindingu. Sóknarfæri eru mikil á þessum vettvangi með eflingu skógræktar og endurheimt vist- kerfa og ekki síður í landgræðslu. Ég tel nauðsynlegt að við sem bændur förum að huga að því hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina og hugum að hver verða helstu áhersluatriði við endurskoðun árið 2023. Þar tel ég mikilvægt að allir samningarnir sem eru undir verði endurskoðaðir samhliða þannig að áherslurnar verði samræmdar í öllum samningunum. Íslenskur landbúnaður hafður að leiðarljósi Eitt af atriðum í rammasamningi lýtur að fjár- munum til sameiginlegs matvælamerkis fyrir íslensk matvæli. Undirbúningur er hafinn við hugmyndafræðina á bak við merkið og leikreglur. Nauðsynlegt er að við vöndum vel til verka í upphafi svo við sem heild getum staðið á bak við merkið með íslenskan land- búnað að leiðarljósi. Neytendur kalla mikið eftir því að vita hvaðan maturinn kemur og þurfum við að horfa til þess að þeir séu upplýstir, hvort sem þeir versla úti í búð eða neyta matar í mötuneyti eða á veitingastöðum. Allt þetta þarf að kallast á við kolefnisspor, uppruna og heilnæmi matvæla. Að mínu mati eru þetta okkar mestu tækifæri til að bregðast við miklu framboði af innfluttum afurðum þar sem neyt- andinn er ekki alveg viss við innkaup hvort um íslenska eða erlenda afurð er að ræða. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Glíman við kórónavírusinn hefur nú staðið í rúmlega eitt ár og kostað gríðar- legar fórnir í mannslífum og fjárhag þjóða. Ef menn horfa bjartsýnisaug- um á framþróun barátt u nnar á Íslandi höfum við sem þjóð alla möguleika til að snúa dæminu hratt í okkar hag og í annarra þágu. Það var fyrst í lok desember 2019 sem heilbrigðisyfirvöld í Wuhan í Kína viðurkenndu að tugir höfðu smitast í borginni Wuhan í Hubei-héraði af völd- um kórónavíruss sem ylli alvarlegri lungnabólgu í fólki. Í kjölfarið setti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin í gang viðbragðsáætlun til að takast á við sjúk- dóminn. Það var þó ekki fyrr en 5. janúar 2020 sem WHO gaf út viðvaranir að um faraldur væri að ræða. Það var svo 11. janúar 2020 sem kínverskur ríkisfjöl- miðill staðfesti fyrsta fórnarlamb þessa víruss, sem var sagður vera 61 árs gamall maður sem heimsótt hafði markað með lifandi dýr í Wuhan. Nokkrum dögum seinna, eða 21. janúar, var tilkynnt um smit í Washington-ríki í Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu og í Taílandi. Þann 30. janúar 2020 lýsti WHO svo yfir neyðarástandi á heimsvísu, en fyrsta stað- festa smittilfellið á Íslandi var tilkynnt 28. febrúar 2020. Þessi smit leiddu síðan til þess heimsfaraldurs sem við þekkjum sem COVID-19. Þann 28. janúar síðastliðinn voru stað- fest smit á heimsvísu orðin 105,5 milljón- ir og 2,3 milljónir dauðsfalla í heiminum voru þá rakin til COVID-19. Þar af höfðu 29 látist á Íslandi, en hér voru þá stað- fest 6.016 smit. Ljóst má vera af þessum tölum að lykilatriðið til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum veirunnar er að útiloka smit. Á Íslandi hefur tekist nokkuð vel að hafa hemil á útbreiðslu, þegar strangar reglur hafa verið í gangi. Greinilegt er að strangt eftirlit á Keflavíkurflugvelli með tvöfaldri skimun hefur leitt til þess að Ísland er nú eina landið í Evrópu sem er með grænan lit á válista þjóðanna. Ef það tekst að halda smitum þannig niðri hér á landi, þar til meirihluti þjóðarinnar hefur verið bólu- settur má búast við að upp úr því getum við vænst viðsnúnings í atvinnulífinu. Því hlýtur að skipta höfuðmáli að við fáum nægt bóluefni sem fyrst, það er spurning bæði um mannslíf og þjóðarhag. Þarna ber stjórnvöldum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að þetta gangi sem hraðast fyrir sig. Um leið og Íslendingar hafa náð að stöðva framgöngu sjúkdómsins og hefja endurreisn efnahagslífsins getum við líka farið að einbeita okkur að því að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama takmarki. Því er okkur afar mikilvægt að ná þeim þrótti sem til þarf sem fyrst. Þar er ágætt að hafa í huga reglur um súrefnisgrímur sem gilda um borð í farþegaflugvélum. Ef við höfum ekki súrefni sjálf þá hjálpum við heldur engum öðrum sem á þurfa að halda. Þetta skiptir nefnilega afar miklu máli og það á alltaf að vera í forgangi. Sem matvælaframleiðsluþjóð berum við mikla ábyrgð. Það sýndi sig vel í síð- ustu heimsstyrjöld. Þá höfðum við engan hernaðarmátt, en við gátum samt lagt okkar af mörkum. Við gátum stundað fiskveiðar og landbúnað og nýtt þá framleiðslu til að hjálpa öðrum þjóðum eins og Bretum um matvæli. Í dag erum við enn betur í stakk búin bæði í landbúnaði og fiskveiðum og vinnslu til að sinna þessu mikilvæga hlut- verki okkar. Ef við glötum þessu, hjálp- um við hvorki okkur sjálfum né nokkrum öðrum. Um leið og við höfum sigrast á veirunni ætti okkur því að vera allir vegir færir. /HKr. Búnaðarþing, rammasamningur og matvælamerki Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Allir vegir færir Grenivík í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði. Vinstra megin á myndinni eru undirhlíðar fjallsins Kaldbaks sem er 1.173 metrar að hæð, en myndin er tekin frá Þengilshöfða sem er 260 metrar. Höfðinn er nefndur eftir Þengli mjögsiglandi sem nam land frá Fnjóská til Grenivíkur og bjó í Höfða en Þormóður Þorleifsson nam Grenivík og Hvallátur og strönd alla út til Þorgeirsfjarðar. Þorp tók að myndast á Grenivík upp úr aldamótum 1900. Árið 1964 var tekið til við að byggja höfn norðan við þorpið á Grenivík og olli hún straumhvörfum í útgerð í plássinu. Frá Búnaðarþingi á Hótel Sögu 2020. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.