Bændablaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 20218 Tilbúinnn áburður hefur leikið stórt hlut verk við að auka upp­ skeru bænda, einkum í kornrækt í gegn um árin, og ekki er að sjá neinar breytingar á þeirri stöðu samkvæmt spá Matvæla­ og land­ búnaðar stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Hins vegar hefur framleiðsla og eftirspurn verið nokkuð rokkandi samkvæmt tölum sem byggðar eru á gögn­ um Alþjóðabankans en athygl­ isvert hversu áburðarnotkun á hvern ræktaðan hektara er afar mismun andi eftir löndum. Samkvæmt spá FAO er búist við að notkun á tilbúnum áburði í heiminum haldi áfram að aukast, en hún var 292.429.000 tonn árið 2016 og var áætluð 315.973.000 tonn á árinu 2021 og 318.652.000 tonn á árinu 2022. Þarna er um tilbúinn áburð að ræða (N+P2O5+K2O) sem framleiddur er úr ammoníaki (N), fosfatsýru (P2O5) og matarsóda eða pottösku K2O. Helstu framleiðsluþjóðir á til- búnum áburði eru Kína, Indland og Bandaríkin. Búist er við að áburðarverð á heimsvísu verði nánast óbreytt á árinu 2021 miðað við meðalverð á síðasta ári. Það getur þó oltið nokkuð á framvindu COVID-19. Samkvæmt gögnum sem byggð eru á tölum Alþjóðabankans var meðalnotkun af tilbúnum áburði að meðaltali á hektara ræktaðs lands í heiminum 107,6 kg árið 2002. Árið 2007 var þessi tala komin í 126,2 kg á hektara. Eftir smá niðursveiflu á árunum 2008 og 2009 rauk notkunin upp í tæp 136 kg á hektara á árinu 2011 og var komin í rúmlega 140 kg á hektara árið 2016. Í flestum ríkjum sem úttekt bankans nær yfir hefur áburðarnotkunin verið að aukast. Frá 4 grömmum og upp í tæp 35 tonn á hektara Gríðarlegt misvægi er í notkun einstakra þjóð á tilbúnum áburði, eða frá 4 gömmum á hektara í Nígeríu á árinu 2016 og upp í 30,2 tonn á hektara í Singapúr. Á árinu 2019 var Mið-Afríkulýðveldið í neðsta sæti með 3 grömm á hektara en Singapúr var komið upp í 34,7 tonn árið 2019. Þar er notkunin jafn- framt margfalt meiri en hjá Katar, sem er með næstmesta notkun, eða 6,7 tonn á hektara 2016 og tæp 7,5 kg árið 2019. Notkunin í Singapúr hefur verið gríðarlega sveiflukennd frá 2005 og erfitt að átta sig á hvað veldur eða hversu áreiðanlegar þessar tölur eru. Þannig var notkunin þar rúm 13,7 tonn á hektara árið 2005, rúm 3 tonn árið 2010, rúm 4 tonn árið 2011, rúm 14,2 tonn árið 2012 og rúm 14,4 tonn árið 2013. Þá hrapaði notkunin niður í rúmlega 1 tonn á hektara árið 2014, en rauk svo upp í rúm 33 tonn árið 2015 og fór svo í rúm 30 tonn árið 2016 og 34,7 tonn árið 2019. Á fimm árum hafði áburðarnotkunin þar í landi að meðaltali aukist um 101,2%. Kúveit var í þriðja sæti árið 2019 með tæp 3,9 tonn á hektara, Malasía í fjórða sæti með tæp 1,8 tonn og Nýja-Sjáland var þá í fimmta sæti með rúm 1,7 tonn á hektara. Frændur okkar Írar virðast líka hafa notað hressilega mikið af áburði samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Þar voru þeir í sjöunda sæti með rúmlega 1,2 tonn á hektara að með- altali á árinu 2016 og voru komnir upp í sjötta sæti árið 2019 með rétt tæplega 1,4 tonn á hektara. Margir hefðu eflaust talið að Kínverjar skoruðu hátt á listanum, en Kína var þó aðeins í þrettánda sæti árið 2016 með rúmlega 503 kg á hektara, en datt niður um eitt sæti árið 2019, en samt með meira áburðarmagn, eða 519 kg á hektara. Norðmenn nota mestan áburð af Norðurlandaþjóðunum Noregur er í fertugasta sæti árið 2016 með tæp 204 kg á hektara, en var dottið niður í 44. sæti árið 2019 með sama magn, eða 204 kg á hekt- ara. Það þýðir aukningu á fimm ára tímabili um 1%. Margar Evrópuþjóðir eru þar fyrir ofan. Fast á eftir Noregi komu Sádi-Arabía með tæp 200 kg á hekt- ara árið 2019. Portúgal var þá með 199 kg og Þýskaland með 198 kg á hektara, sem eru svipaðar tölur og 2016. Ísland var í fertugasta og sjö- unda sæti árið 2016 með 181,5 kg á hektara, en var dottið niður í 52. sæti árið 2019 með 180 kg á hekt- ara. Áburðarnotkun hafði að jafnaði heldur verið að aukast á Íslandi frá 2005 en hefur samt verið breytileg milli ára. Þannig var hún ansi mikil árið 2014, eða 201,7 kg á hektara. Á fimm ára tímabili frá 2014 til 2019 dróst áburðarnotkunin þó saman á Íslandi, eða að meðaltali um 2,2%. Þá var Danmörk í 70. sæti árið 2016 með 131,1 kg á hektara, en var í 73. sæti 2019 með 134,2 kg á hekt- ara. Þar var 2,2% aukning á fimm árum. Svíþjóð er í 87. sæti árið 2016 með 96,3 kg en var komið niður í 90. sæti 2019, þrátt fyrir að hafa aukið við sig í 98,1 kg á hektara. Finnland er með minnstu áburðar- notkun Norðurlandaþjóðanna og var í 94. sæti árið 2016 með 80,5 kg að meðaltali á hektara, en var komið í 102. sæti með 71,8 kg á hektara árið 2019. Líkt og á Íslandi dróst áburðarnotkunin saman í Finnlandi á fimm ára tímabili, eða um 3,5%. Bandaríkin með mun minni áburðarnotkun en Norðurlandaþjóðirnar Athygli vekur að Bandaríkin eru talsvert langt á eftir okkur Íslend- ingum, eða í 64. sæti árið 2016 með 138,6 kg á hektara og höfðu fallið niður í 67. sæti árið 2019 þrátt fyrir aukna notkun, eða 142,8 kg á hektara. Rússar ekki stórtækir í áburðarnotkun Stærsta land heims skorar ekki ýkja hátt í áburðarnotkun á heimsvísu og má því væntanlega telja nokkuð vistvænt hvað það varðar. Þannig var Rússland í 126. sæti með 18,5 kg á hektara á árinu 2016 og var komið niður í 131. sæti árið 2019 með nánast sama áburðarmagn, eða tæp 18,8 kg á hektara. Mikil áburðarnotkun skapar ójafnvægi í náttúrunni Hefur mikil áburðargjöf leitt til spurninga um ofnýtingu og niður- brots lands og mengunar áburð- arefna út í grunnvatn, ár, stöðu- vötn og innhöf. Þörungablómi á grunnsævi og í stöðuvötnum er t.d. vaxandi vandamál. Þá er ljóst að með mjög mikilli áburðar- notkun hættir landbúnaður að vera sjálfbær. Annar vandi við aukna áburðar- framleiðslu er notkun jarð efna- eldsneytis við framleiðsl una með tilheyrandi losun gróður húsa- lofttegunda. Nú er hins vegar farið að leggja meiri áherslu á notkun endurnýjanlegra orkugjafa við áburðarframleiðsluna. Stóraukin vetnisframleiðsla gæti mögulega lækkað áburðarverð Vandinn við áburðarframleiðsluna hefur verið að framboð efna sem til þarf hefur vart haldist í hendur við eftirspurnina. Á þessu er að verða töluverð breyting, m.a. með gríðar- legum áformum um aukna vetn- isframleiðslu víða um heim sem er forsendan fyrir aukinni amm- oníaksframleiðslu. Ástæðan fyrir auknum áherslum á vetnisfram- leiðslu er þó ekki síst hugmyndir um að stórauka notkun vetnis sem orkugjafa í þungaflutningum. Það ætti að geta leitt til lækkunar á áburðarverði þegar fram í sækir sem leiðir þá líklega til aukinnar notkunar. Reyndar lækkaði verð á til- búnum áburði (NPK) á síðasta ári samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Ástæðan var að verulegum hluta rakin til COVID-19 faraldursins og lækkunar á eldsneytisverði sem fór reyndar að hækka umtalsvert í árslok. Þá var faraldurinn líka talinn leiða til minni eftirspurnar eftir áburði og samdráttar í fram- leiðslu matvæla sem geti farið að ógna fæðuöryggi þjóða heims. Um leið er talað um matvælasóun þar sem um þriðjungur matvælafram- leiðslu heimsins ýmist eyðileggst eða er hent. /HKr. FRÉTTIR Áburðarnotkun þjóða heims er mjög mismunandi samkvæmt gögnum Alþjóðabankans: Rokkar frá 3 grömmum og upp í tæp 35 tonn á hektara – Noregur í 44. sæti árið 2019 með 204 kg á hektara, Ísland í 52. sæti með 180 kg, en Danmörk, Svíþjóð og Finnland með minna Þetta kort sýnir áburðarnotkun eftir löndum á árinu 2016. Síðan hefur áburðarnotkun aukist í fjölmörgum löndum, en dregist saman á Íslandi og í Finnlandi. Sumar þjóðir eru stórtækari en aðrar í notkun tilbúins áburðar, en notkun á slíkum áburði hefur aukist stórlega á undanförnum árum. Mynd /SAMAA Áburðarsalar sem flytja inn tilbú­ inn áburð til túnræktar hafa nú allir birt vörulista sína og verð­ skrár. Eins og við mátti búast hækkar áburður svolítið frá því í fyrra hjá flestum, sem skýrist af gengisþróun íslensku krónunnar. Jóhannes Baldvin Jónsson hjá Líflandi segir að útsöluverð á áburði þeirra sé með svipuðum hætti og á síðasta ári. „Líf áburðurinn hjá Líflandi er gæða fjölkorna áburður framleiddur af Glasson Fertilizers í Bretlandi, samkvæmt evrópskum stöðlum. Áburðurinn er blandaður í einni af blöndunarstöðvum Glasson Fertilizers í Montrose í Skotlandi. Mikil áhersla er lögð á gæðaþáttinn og frágang sekkja til að tryggja að varan sé í lagi fram að dreifingu,“ segir Jóhannes Baldvin. „Á vörulista Líflands er nú 21 vörutegund, meðal annars nokkrar tegundir með húðuðu H-N úrefni sem er hagkvæmur valkostur hvað köfnunarefni snertir. Einnig eru í boði tegundir meðhöndlaðar með NutriCharge sem eykur aðgengileika fosfórs og minnkar fastbindingu hans. Ein- og tvígildum vörutegund- um hefur verið fjölgað frá því í fyrra, auk þess sem þétt hefur verið í rað- irnar í öllu úrvalinu til að mæta efna- þörfum sem flestra. Líf áburðurinn er gerður fyrir íslenskar aðstæður og við hvetjum bændur til þess að fá tilboð frá okkar sölumönnum,“ segir Jóhannes Baldvin. Hækkandi heimsmarkaðsverð Einar Guðmundsson segir að Búvís bjóði upp á breiða vörulínu, sem nánast aldrei er eins á milli ára. „Verðið er mjög svipað í erlendri mynt og á síðasta ári, en svo- lítið mismunandi milli tegunda. Hækkunin er um sjö til 12,5 prósent á milli ára og skapast það aðallega af veikingu íslensku krónunnar síðasta árið. Þróun áburðarverðs á heimsmarkaði er almennt sú að áburðarverð fer hækkandi þegar líður nær vori og er lægst á hausti,“ segir Einar. Lúðvík Bergmann hjá Skeljungi segir verðlista Spretts áburðar endurspegla verðhækkanir erlendis og gengisþróun. „Við hvetjum bændur til þess að ganga sem fyrst frá pöntunum því markaðurinn er mjög kvikur um þessar mundir. Við erum stolt af litlu kolefnisspori Spretts áburð- ar, sem við teljum að sé líklega „grænasti áburður“ sem völ er á hér á landi. Við erum með tvær nýjar Sweet- Grass tegundir, hlaðnar næringar- efnum, innihalda NPK, brennistein, kalk, magnesíum, selen og natrí- um,“ segir Lúðvík. Elías Hartmann hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að verðskrá fyrir Yara áburð taki mið af verð- hækkunum á hráefnum til áburðar- framleiðslu í haust og gengisþróunar krónu. „Yara gaf út verðskrá í september og síðan óbreytta verðskrá í des- ember þegar lokið var samningum um viðbótarmagn fyrir vorið. Verð á hráefnum til áburðarframleiðslu og á tilbúnum áburði hefur hækkað á undanförnum vikum og margt sem bendir til þess að svo verði áfram fram til vors. Allur Yara áburður er einkorna þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni. Í vor bjóðast fimm tegundir sem innihalda selen en mikilvægt er að viðhalda góðri sel- enstöðu gróffóðurs. Við leggjum áherslu á að bjóða bændum Dolemit Mg-kalk í lausu en niðurstöður hey- sýna hjá bændum sem aukið hafa kölkun hafa skilað sér í betra stein- efnainnihaldi gróffóðurs og betri fosfórstöðu,“ segir Elías. /smh Áburðarsalar segja verðhækkanir í samræmi við gengisþróun Eins og við mátti búast hækkar áburður svolítið frá því í fyrra hjá flestum áburðarsölum, sem skýrist af gengisþróun íslensku krónunnar. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.