Bændablaðið - 11.02.2021, Side 14

Bændablaðið - 11.02.2021, Side 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202114 HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS Í Hlöðunni, hlaðvarpi Bænda­ blaðsins, er nú hafinn nýr þáttur um kántrítónlist sem nefnist Sveitahljómur í umsjón Drífu Viðarsdóttur og Erlu Gunnarsdóttur. Í þáttunum ætla þær stöllur að beina spjótum sínum að rótum kántrítónlistar, upphafinu, og rekja slóðina til dagsins í dag. Ýmsir fróðleiksmolar verða tíndir til héðan og þaðan um tónlistina, flytjendur, menninguna í kring­ um kántríið og um lögin sjálf sem leikin verða í þáttunum svo eitthvað sé nefnt. Einnig fá þær til sín góða gesti sem eru unnend­ ur kántrí tónlistar ásamt hljóm­ listamönnum, heyra vangaveltur þeirra um þessa tónlistarstefnu og hvað kántrí er fyrir þeim. Þættirnir verða í senn fróðlegir, skemmtilegir og kryddaðir með gömlum og nýjum kántríballöð­ um. „Við erum fullar tilhlökkun­ ar að hefja kántríið til vegs og virðingar í Hlöðunni, enda hefur okkur fundist vanta að þessari tónlistarstefnu séu gerð góð skil á öldum ljósvakans hérlendis. Í nágrannalöndum okkar eru til að mynda útvarpsstöðvar eingöngu helgaðar kántríi þar sem slík tón­ list er spiluð allan sólarhringinn. Það er svo margt í kántríinu og hefur gjarnan verið haft á orði að það sé tónlist hins vinnandi manns, en textarnir fjalla jafnan um lífið eins og það er og sorgir fólks. Það er því treginn, sögurnar, trúin, ásamt flottum hljómum sem einkenna þessa tónlistarstefnu,“ segir Erla og Drífa bætir við: „Í þessum fyrsta þætti fáum við til okkar ókrýndan kántrí­ kóng Íslands, Axel Ómarsson, sem hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir Iceland Country Music Festival og er kántrítón­ listarmaður af lífi og sál. Á hátíð­ inni koma fram helstu stjörnur íslensku sveitatónlistarsenunnar í bland við virta erlenda listamenn. Axel ólst upp í Bandaríkjunum, í mekka sveitatónlistarinnar, Texas og Oklahoma og fékk þannig sveitatónlistina beint í æð. Þegar hann fluttist aftur heim til Íslands saknaði hann sveitatónlistarinnar og það vaknaði hjá honum þrá að byrja að spila hana aftur, sem hann og gerði fyrir fimm árum. Axel fullyrðir að áhugi á þessu tónlistarformi sé mun meiri hér­ lendis en margan grunar. Hann hefur hafið kántrítónlistina til vegs og virðingar og mætti í stúd­ íó til okkar með gítarinn. Þannig að við fáum að heyra tóndæmi beint úr stúdíóinu en einnig nokkur af þeim lögum sem Axel hefur gefið út ásamt fleiri góðum kántrílögum.“ Kántríheimurinn tekinn með stæl FRÉTTIR Eldgjá á Fjallabaksleið. Salernishús, landvarðahús og útsýnispallur við Ófærufoss. Styrkur veittur 2013. Mynd / Ff Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Úthlutað hefur verið 5,5 milljörðum á tíu árum – Ýmsar áskoranir fram undan fyrir ferðaþjónustuna Í nýútgefinni skýrslu um stöðu og þróun Framkvæmdasjóðs ferða­ mannastaða kemur fram að frá stofnun sjóðsins fyrir tíu árum hefur 5,5 milljörðum verið úthlut­ að til verkefna á hans vegum um land allt. Verkefni til uppbyggingar ferðamannastaða hafa fengið 3,6 milljarða króna, 1,6 milljarðar til verkefna í þágu náttúruverndar og öryggis og rúmum 300 milljónum króna til hönnunar og skipulags. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir auknar fjárveitingar til upp­ byggingar ferðamannastaða síð­ ustu ár sé enn brýn þörf fyrir meiri uppbyggingu víða um land og að auki verður uppbygging og viðhald á fjölsóttum ferðamannastöðum við­ varandi verkefni. Fram kemur að sú breyting hafi orðið, einkum á undanförnum tveim­ ur árum, að sveitarfélög séu farin að sjá tækifæri í að skipuleggja og byggja upp frá grunni nýja ferða­ mannastaði með það fyrir augum að reyna að dreifa álagi. „Með til­ komu áfangastaðaáætlana í hverjum landshluta má búast við töluverðum breytingum hvað þetta varðar en með þeim er hugað í auknum mæli að forgangsröðun uppbyggingar til framtíðar. Ætla má að áfangastaða­ áætlanir muni hafa afgerandi áhrif á verkefnaval og framkvæmdir um land allt á næstu árum,“ segir í kafl­ anum Þróun á starfsemi sjóðsins. Reglubreytingar á útgreiðslu styrkfjárhæðar til bóta Rætt er í skýrslunni um þá bót sem varð á reglum sjóðsins árið 2018 um útgreiðslu styrkfjárhæðar. „Í tíð fyrra fyrirkomulags voru 40% styrksins greidd út við undirritun styrksamningsins. Þá fékk styrk­ þegi hluta styrksins greiddan út, óháð því hvort framkvæmd fór af stað eða ekki. Ef hún fór ekki af stað kom til endurgreiðslu af hálfu styrkþega sem kallaði á aukið eft­ irlit og oft þurfti að ganga á eftir endurgreiðslum. Með núverandi reglum þarf verk að vera hafið og það a.m.k. hálfnað til að hægt sé að greiða út 40% styrksins gegn fram­ lagningu framvinduskýrslu ásamt útlögðum kostnaði skv. reikn­ ingum. Á hinn bóginn verður ekki hjá því litið að útgreiðslureglurnar geta skapað vanda fyrir minni aðila sem hafa lítið eða ekkert fjármagn í upphafi til að fara af stað með framkvæmdir,“ segir í skýrslunni. Áhersla lögð á að byggja upp á „kaldari“ svæðum Styrkir eru nú ekki veittir til ver­ kefna á vegum ríkisins; eingöngu sveitarfélögum og einkaaðilum og er áhersla sjóðsins að byggja upp á svæðum sem eru „kaldari“ og styðja við svæðisbundna þróun. „Sveitarfélög sækja nú um styrki fyrir stærri og dýrari framkvæmdum en áður, sem eru vel útfærðar og þar sem hugað er að hönnun, skipulagningu og innviðum. Slíkar framkvæmdir geti laðað að fjölda ferðamanna og þar með skapað störf og önnur verðmæti fyrir nærsamfé­ lög,“ segir í skýrslunni. Áskoranir framtíðarinnar Í skýrslunni er einnig horft til fram­ tíðar og hvernig hægt sé að bregðast við áskorunum sem fylgja hröðum vexti, en búist er við enn frekari vexti í ferðaþjónstunni á næstu árum eftir að samdráttur vegna heims­ faraldursins er að baki. Mikilvægt sé að sátt sé um uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða, til dæmis í tengslum við áfangastaði þar sem uppi eru ólíkar áherslur á milli land­ eigenda og mögulegs frumkvæðis annarra að undirbúningi fram­ kvæmda. Heildstætt skipulag geti komið í veg fyrir árekstra. Mikilvægt að huga að vöruþróun og nýsköpun Rætt er um mikilvægi þess að ferða­ þjónustan þróist í takt við breyttar kröfur viðskiptavina og tæknifram­ farir. Mikilvægt sé að huga að vöru­ þróun og nýsköpun við uppbyggingu á aðstöðu á ferðamannastöðum, til dæmis hvað varðar upplýsingamið­ lun, fjarskipti, öryggismál, loftslags­ mál, neytendavernd og náttúruvernd. Sérstaklega er nefnt að líklegt sé að ný viðmið skapist varðandi þörf fyrir stafræna og snertilausa þjón­ ustu með heilsuöryggi gesta í huga. Framkvæmdasjóður ferðamanna­ staða geti haft töluverð áhrif hvað þessar áherslur varðar. Framkvæmdasjóður ferðamanna­ staða var stofnaður með lögum númer 75 árið 2011, en sjóðurinn er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans. /smh Bændasamtök Íslands í samstarfi við Byggðastofnun og RML: Bjóða félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna Bændasamtök Íslands í sam­ starfi við Byggðastofnun og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bjóða nú félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar­ og nýsköpunarverkefna og ráðgjöf vegna umsókna. Um er að ræða reynsluverkefni sem stendur til 1. júní 2021. Félagsmönnum býðst viðtal við ráðgjafa þar sem boðin er aðstoð við að móta og lýsa verkefnishugmynd í stuttu ágripi. Í framhaldinu fær viðkomandi félagsmaður upp lýsingar um með hvaða hætti væri unnt að fá áframhaldandi stuðning við útfærslu og framkvæmd verkefnisins. Miðað er við að hver félagsmaður fái tvær vinnustundir án endurgjalds vegna þessa. Horft verði til verkefna sem verða sem mest í höndum bænda og tengjast rekstri og afurðum viðkomandi með beinum hætti. Ekki verður að þessu sinni horft til verkefna sem ætluð eru til hagnýtingar fyrir búgreinar eða landsvæði í heild, né fræðilegra rannsókna. Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands eru bundnir trúnaði um þau verkefni sem félagsmenn vinna að undir merkjum verkefnisins. Vert er að hvetja áhugasama að hafa samband og panta viðtal við ráðgjafa í síma 563 0300 eða senda tölvupóst á netfangið: kma@bondi. is. /ehg Kántrímógúlarnir Erla og Drífa stýra þættinum Sveitahljómur. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.