Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 16

Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202116 Íslendingar hafa lengst af verið hræddir við ála og jafn­ vel talið þá eitraða, þrátt fyrir að álar hafi þótt herramanns­ matur annars staðar í heim­ inum. Álagöngur í ár og vötn í Evrópu hafa dregist gríðar­ lega saman og jafnvel talið að hann sé í útrýmingarhættu þar. Til ættkvíslarinnar Anguill­ idae teljast 16 til 20 tegundir ála sem eru nokkuð ólíkar að útliti og finnast víða um heim að Suður­Atlantshafi og aust­ anverðu Kyrrahafi undanskildu. Tvær tegundir ála eru þekktar í Atlantshafi, önnur er evrópski állinn (Anguilla anguilla) en hinn ameríski állinn (Anguilla rostrata). Evrópski og ameríski állinn eru ólíkir að því leyti að sá evrópski hefur að meðaltali 114 hryggjarliði en sá ameríski sjö færri, eða 107. Hluti ála á Íslandi hafa færri hryggjarliði en evrópski állinn en fleiri en sá ameríski og eru sérstakir að því leyti og nýjar erfðarann­ sóknir sýna að hér sé um að ræða blendinga á milli þessara tveggja tegunda. Bolurinn er sívalur, langur og mjór. Hausinn er fremur langur en kjafturinn lítill með smáum en hvössum tönnum. Neðri skolturinn stendur framar en sá efri og ná munnvikin rétt aftur fyrir augun. Bakugginn sem er á álnum ofanverðum, og hefst talsvert aftan við eyruggana, er samvaxinn gotraufarugganum sem er á neðra borði hans þannig að állinn hefur ekki eiginlegan sporð. Tálknopin eru lítil og tálknlokin hulin roði. Állinn fær ekki hreistur fyrr en á þriðja eða fjórða ári og er það smátt. Hann hefur aftur á móti þykkt roð sem er hulið slími og varnar því að állinn þorni upp þegar hann ferðast um á þurru landi til að komast á milli vatna eða fram­ hjá fossum. Dæmi eru um að álar skríði upp nokkurra metra hátt berg til að sníða hjá fossum. Þjóðsagan segir að áll finnist í vatninu fyrir ofan Systrafossa við Kirkjubæjarklaustur. Sé sagan sönn verður állinn að klifra mjög háan og þverhnýtt­ an klett til að komast þangað. Orðatiltækið háll eins og áll er dregið af því að slímið gerir hann hálan og því erfitt að hafa hendur á honum. Lengsti áll sem mældur hefur verið hér á landi er 130 sentí­ metrar og vó 6,5 kíló. Fullvaxnir álar á Íslandi verða þó sjaldan lengri en metri á lengd og fjög­ ur kíló að þyngd. Hængar eru minni en hrygnur og sjaldnast lengri en 50 sentímetrar hér á landi. Heimkynni evrópska áls­ ins er á Íslandi, Færeyjum og Bretlandi. Frá Norður­Noregi að Miðjarðarhafi og austur að Svartahafi. Hann finnst í ám og vötnum í Mið­Asíu og þeim löndum Afríku sem liggja að Miðjarðarhafi, auk þess sem hann er þekktur á Azoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum og við norðvesturströnd Afríku suður til Senegal. Ameríski állinn finnst í austanverðri Norður­ Ameríku og á Grænlandi. Hér á landi finnast álar í fersku vatni víða um land og á sumum svæðum einnig í sjó við ströndina. Hann er algengastur á láglendi í flóum, tjörnum og sjávarlónum á Suðausturlandi og á vestanverðu Norðurlandi en minna er um hann á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi. Ála er þó að finna um allt land. /VH STEKKUR Nígería er nánast eini markaður Íslendinga fyrir þurrkaðar fisk­ afurðir. Þess vegna var það mikið áfall fyrir þessa vinnslu grein hérlendis þegar verð hrundi skyndilega árið 2015 og útflutn­ ingur stöðvað ist tíma bundið. Í kjölfar hremm inganna fækkaði þurrk verk smiðj um á Ís l andi úr rúmlega tuttugu í þrettán. Núna virðist greinin hafa náð vopn um sínum á ný. Ástæðan fyrir þessum mark­ aðs vandræðum var sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmörkuðu gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Þetta var gert vegna gífurlegs samdráttar sem orðið hafði á gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs en olía er langmikilvægasta útflutningsgrein landins. Nígerískir innflytjendur sem ekki gátu lengur fengið gjaldeyri eftir venjulegum leiðum urðu að snúa sér að svarta markaðnum þar sem verðið á dollarnum var tvisvar til þrisvar sinnum hærra en opinbert skráð gengi. Þetta þrýsti á lækkun á innflutningsverði. Magn minnkaði lítið en verð hrapaði Þegar skoðaðar eru tölur Hagstofu Íslands um útflutning á þurrkuðum afurðum frá Íslandi vekur athygli að útflutt magn fyrir og eftir verð­ hrunið í Nígeríu minnkaði furðu­ lítið á þessum árum (sjá skýringar­ mynd). Árið 2015 nam útflutningur­ inn 24.000 tonnum og verðmætin (FOB) námu 13,7 milljörðum króna. Árið 2016 minnkaði útflutt magn í 21.000 tonn en verðið hrapaði um helming, eða niður í 6,5 milljarða. Árið 2017 voru tölurnar 19.000 tonn og 6,1 milljarður. Árið 2018 voru flutt út 21.000 tonn fyrir 7,6 millj­ arða. Árið 2019 var tonnafjöldinn svipaður en verðmæti komið í 9,2 milljarða króna. Lækkun á gengi íslensku krónunnar kann að hafa þar einhver áhrif. Markaðurinn að lagast „Markaðurinn hefur smám saman verið að lagast eftir hrunið mikla,“ segir Víkingur Þórir Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks hf. á Reykjanesi, í samtali við Bændablaðið, en fyrirtækið er í hópi stærstu framleiðendanna. ,,Ein af afleiðingum verðhruns­ ins var sú að hætt var að framleiða dýrari afurðir eins og ufsakótelettur, fisk og afskurð, sem markaðurinn réði ekki við að borga fyrir. Hráefnið er því fyrst og fremst hausar og bein sem ekki er hægt að vinna á annan hátt með arðsamara móti.“ Víkingur Þórir segir að heims­ faraldurinn hafi ekki haft nein veru­ leg áhrif á útflutninginn til Nígeríu. Reyndar hafi orðið einhverjar tafir í skipaflutningum, svo sem eins og fyrir síðustu jól, en að öðru leyti hafi hlutirnir gengið bærilega fyrir sig. Þurrkverksmiðjum fækkar Þegar markaðurinn í Nígeríu hrundi voru yfir 20 fyrirtæki á Íslandi í fiskþurrkun með um 350 manns í vinnu auk afleiddra starfa. Greinin skilaði töluvert á annan tug millj­ arða í útflutningstekjur á ári. Það hrikti eðlilega í stoðunum í grein­ inni og svo fór að sex til sjö fisk­ þurrkanir lögðu upp laupana og nokkrar sameinuðust þannig að nú eru þrettán eftir. Nígería nánast eini markaðurinn Nígería hefur verið og er enn nánast eina markaðssvæðið fyrir þurrkaðar afurðir frá Íslandi. „Við höfum selt til Bretlands og Bandaríkjanna en bara í mjög litl­ um mæli. Sem dæmi má nefna að af 150 gámum fara einn eða tveir eitthvað annað en til Nígeríu,“ segir Víkingur. Nígería er mið­ stöð þessara viðskipta og þaðan dreifist eitthvað af vörunni til annarra Afríkulanda. Eftir hrunið var reynt að leita annarra markaða fyrir þessa vöru, svo sem í Asíu, en það skilaði litlu, að sögn Víkings. Norðmenn helstu keppinautarnir Íslendingar eru ekki einir á mark­ aðnum í Nígeríu með þurrkaðar afurðir. Norðmenn eru helstu keppinautarnir. Sá er munur á verkunaraðferðum þjóðanna að Íslendingar þurrka mest innan­ dyra en Norðmenn mest utan­ húss. Veðurfar hentar betur til úti­ þurrkunar í Noregi en á Íslandi. Norðmenn hengja upp fisk í skreið í verulegum mæli og selja betri vöruna til Ítalíu og hina lakari til Nígeríu. Íslendingar eru að mestu hættir skreiðarverkun. Í Noregi eru starfræktar þrjár verksmiðjur til inniþurrkunar og eru tvær þeirra í eigu Íslendinga. Þá reka Íslendingar eina þurrkverksmiðju í Bretlandi. Í Færeyjum er þurrkverksmiðja í eigu heimamanna. Verslunarvara í árhundruð Skreið og aðrar þurrkaðar fisk­ afurðir hafa verið verslunarvara í árhundruð í Evrópu og víðar, eins og fram kemur í Þurrkhandbókinni sem Matís hefur gefið út. Fyrr á öldum var skreið mikilvæg versl­ unarvara í innlendum og erlendum vöruskiptum Íslendinga. Þegar leið á 20. öldina og aflasamdráttur var orðinn staðreynd dró talsvert úr framleiðslu og útflutningi á skreið auk þess sem ýmsar blikur voru á lofti á stærsta markaðnum, Nígeríu, á þessum árum. Þar bar hæst sjálf­ stæðisstríð Bíafra sem leiddi til hafnbanns á Port Harcourt, sem var aðalinnflutningshöfnin fyrir skreið. Samdráttur í skreið – aukning í hausum Með minni afla og hækkandi verði á ferskum, frystum og sölt uðum afurðum dró verulega úr hefðbund­ inni skreiðarverkun hérlendis og hún lagðist að mestu af. Aftur á móti jókst nýting hausa til þurrk­ unar umtalsvert og nú fara nánast allir bolfiskhausar sem á land koma í þurrkun innandyra og framleiðsla þurrkaðra hryggja hefur sömuleiðis aukist. Þá var einnig farið að þver­ skera ufsa og þurrka sem kótilettur. Mikilvægur markaður Nígería er í hópi mikilvægustu markaðslanda Íslendinga og eini markaðurinn fyrir þær þurrkuðu fiskafurðir sem við framleiðum, eins og áður kom fram. Tilraunir til að leita nýrra markaða hafa lítinn árangur borið. Þegar nígerísk stjórnvöld settu gjaldeyrishöft og innflutningsbann á innflutta matvöru, þar á meðal þurrkaðar NYTJAR HAFSINS Álalogia Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Nígeríumarkaður að taka við sér Útflutningur á þurrkuðum fiskafurðum: Þurrkaðir þorskhausar á markaði í Nígeríu. Mynd / Sigurjón Arason Á skreiðarmarkaði í Nígeríu. Mynd / Sigurjón Arason

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.