Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 20

Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202120 Það er kannski ekki á bætandi þegar þjóðir heims eru í harðri baráttu við heimsfaraldur af völd um kórónaveiru að minnast á annan og líklega enn hættulegri faraldur. Þessi faraldur er samt í fullum gangi og breiðist hratt en örugglega út þótt hljótt fari og sumir hafa vilj- að gera lítið úr málinu. Þarna er um að ræða bakteríur sem hafa myndað ónæmi við flestum ef ekki öllum sýklalyfjum, eða; Antimicrobial resistance (AMR). Viðskiptablaðið Financial Times vakti m.a. athygli á þessu í ítarlegri umfjöllun fyrir skömmu. Byltingu í læknavísindum stefnt í voða Uppgötvun skoska vísinda mannsins Alexander Fleming á penicilini árið 1928 olli straum hvörfum í lækna- vísindum og með höndlun sýkinga. Hreinna og skil virkara afbrigði af penicilini var svo uppgötvað af rannsóknarteymi Oxford háskóla sem stýrt var af Howard Florey og Ernst Boris Chain árið 1940. Saman fengu þeir ásamt Alexander Flemming Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun penicilins árið 1945. Nú hefur ofnotkun lyfja sem byggja á þessari uppgötvun stefnt öllum ávinningi af afreki þessara manna í voða. Er þetta litið mjög alvar- legum augum af vísindamönnum og þess vegna er m.a. fyrirhugað að halda fjölda funda og ráðstefna um þessi mál víða um heim á komandi mánuðum. Ónæmar bakteríur geta borist milli manna Tilvera sýklalyfjaónæmra baktería er ekki síst ógnvænleg þegar litið er til baráttunnar við COVID-19. Fylgifiskur þessa faraldurs getur verið lungnabólga. Við lungnabólgu vegna bakteríusýkinga hafa sýkla- lyf verið eitt helsta varnarefnið, en þau duga samt lítt eða ekki gegn vírusum. Ef ónæmar bakteríur eru svo til staðar virka sýklalyfin ein- faldlega ekki. Þá vekur það enn meiri ugg að fréttir berast nú af því að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu farnar að smitast á milli manna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur fyrir löngu gefið það út að þjóðir heims verði að bregðast við þessum vanda. Fréttamiðillinn East Anglian Daily Times var t.d. með frétt sum- arið 2018 um að þúsundir í Suffolk í Bretlandi gætu borið nýjan sýkla- lyfjaónæman kynsjúkdóm, eða „superbug“. Hafa sérfræðingar lýst þessu sem líklegu „neyðarástandi í lýðheilsu“. Er þar vísað í upplýs- ingar frá stofnun sem heitir British Association of Sexual Health and HIV, skammstafað BASHH. Þar eru nefndar mycoplasma genitali- um bakteríur sem hætta er á að verði sýklalyfjaónæmar, en smitast á milli fólks við kynmök. Þær eru líka þekktar sem MG og geta gert konur ófrjóar. Hins vegar eru próf til að greina sjúkdóminn óáreiðanleg þar sem hann sýnir oft engin ein- kenni. Hann er því oft misgreindur sem mismunandi sjúkdómar eins og klamydía. Meðferð við klamydíu er hins vegar árangurslaus gagnvart MG. Ekki hræðsluáróður, heldur raunveruleiki Önnur frétt sem byggð er á gögnum BASHH í Bretlandi sagði að yfir 10.000 manns í Birmingham geti verið smitaðir af sýklalyfjaónæmum mycoplasma gentalium bakteríum. Þá var líka frétt um að 15.000 manns í Kent kynnu að vera smitaðir af sömu ofurbakteríunni. Margar fleiri bakteríutegundir hafa síðan verið nefndar til sögunnar. Í frétt á sjónvarpsstöðinni NBC í nóvem ber 2019 er sagt að um 3 milljónir manna smitist árlega í Bandaríkjunum af sýklalyfja- ónæmum ofurbakteríum. Þar af láti meira en 35.000 manns lífið. Þar er líka sagt að tölur um sýkingar og dánartíðni kunni að vera stórlega vanmetnar. Talað er við dr. Victoria Fraser, yfirmann læknadeildar University School of Medicine í St. Louis í Washington. Hún sagði: „Þetta er ekki einhver dulræn heimsendaspá eða hræðsluáróður. – Þetts er raunveruleiki.“ New England Journal of Medi- cine greindi frá hratt aukinni tíðni lyfjaónæmra baktería í árslok 2019. Þá bárust fréttir frá Hong Kong í október síðastliðnum að þar væru læknar að berjast við banvæna fjölónæma bakteríu (Candida auris). Voru tilfellin þá orðið 136 frá áramótum samanborið við 20 tilfelli á öllu árinu 2019. Dánarlíkur sjúklinga sem smituðust voru sagðar á milli 20 og 60%. Í ritinu BBC’s Knowledge í júní 2017 var í grein viðskiptatengsla- fyrirtækisins Readnolve sagt að sýklalyfjaónæmi sé talið ein af sex helstu ástæðunum sem gætu leitt til útrýmingar mannkyns á jörðinni. Þá var talið að um 700.000 manns létu lífið á ári vegna sýklalyfjaónæmis og væntanlega hefur þeim fjölgað hratt síðan. Þar var líka spáð að sú tala yrði komin í 10 milljónir á ári árið 2050. Á árinu 2018 var greint frá því í riti Franchise India að staða sýklalyfja ónæmis væri orðin grafalvarleg á Indlandi. Þá var dánartíðni fólks sem smitaðist af sýklum sögð vera, samkvæmt gögn- um Alþjóðabankans, komin í 416.75 einstaklinga af hverjum 100.000 íbúum. Það var tvöfalt hærri tíðni en í Bandaríkjunum og 15 sinnum hærri en í Bretlandi. Vandinn er ofnotkun sýklalyfja Myndun og útbreiðsla sýkla sem þola öll venjuleg sýklalyf er til komin að mestu leyti vegna of notkunar sýklalyfja, bæði hjá mönnum og í dýraeldi. Sýklalyf hafa t.d. verið notuð ótæpilega í verksmiðjubúskap víða um heim, þar sem sýklalyf eru m.a. sett í fóður og vatn sem eins konar forvörn til að koma í veg fyrir að dýrin veikist áður en þeim er slátrað. Þetta hefur líka leitt til hraðari vaxtar dýra þar sem engar sýkingar eru að trufla líkamsstarf- semi dýranna. Þetta mikla lyfja- magn safnast síðan upp og veldur því að smám saman ná sýklar að mynda ónæmi gegn lyfjunum. Þá er gjarnan brugðist við með því að auka lyfjagjöfina sem áfram veldur keðjuverkun og myndun ofursýkla sem engin lyf ráða við. Lyfin skolast síðan út í frárennsli og grunnvatn og skapa kjörstöðu fyrir frekar þróun ofurbaktería. Sýklalyf notuð í forvarnarskyni og sem vaxtarhvati í landbúnaði Notkun sýklalyfja í forvarnarskyni og sem vaxtarhvata í landbúnaði á sérstaklega við í stórvirkum verk- smiðjubúskap í nautarækt, svínarækt og alifuglarækt. Slíkri notkun sýkla- lyfja hefur ekki verið beitt í landbún- aði á Íslandi og sést það vel í saman- burðartölum um sýklalyfjanotkun á milli landa. Í þeim samanburði hefur minnst notkunin á heimsvísu verið á Íslandi og í Noregi. Hér hefur sá háttur verið á að bændur mega ekki nota sýklalyf nema gegn ávísun frá dýralæknum. Evrópusambandið hefur bannað notkun annarra sýklalyfja í land- búnaði frá 2022 nema þeirra sem dýralæknar hafa ávísað. Efasemdir hafa verið uppi um að þetta muni halda og er þar bent á svartan markað með sýklalyf sem þegar sé mjög umfangsmikill. Það á líka við um markað fyrir gróðureyðingarefni og skordýraeitur. Bandaríkin og bandarískar skyndibitakeðjur hafa líka viðrað reglur sem eiga að draga úr kaupum á kjöti þar sem sýklalyf eru notuð við framleiðslu. Opinberar tölur sýna hins vegar aukna notkun sýkla lyfja. Kínverjar settu líka fram reglur árið 2017 um bann við notkun á sýkla- lyfinu colistin við fóðrun dýra. Þetta lyf er þrautavaralyf í baráttu við sýkingar og lokaúrræði þegar öll önnur sýklalyf bregðast. Þessar reglur Kínverja voru settar í kjölfar þess að breytt gen fannst árið 2015 sem gerði bakteríur ónæmar fyrir lyfinu colistin. Það að Kínverjar hafi verið að gefa colistin í fóður dýra er síðan stóralvarlegt mál í sjálfu sér og leiðir líkum að svipaðri notkun í öðrum löndum. Búist við 67% aukinni notkun sýklalyfja frá 2010 til 2030 Talið er að um 45% af allri sýkla- lyfjanotkun í heiminum sé við dýraeldi. Samkvæmt rannsókn 8 vísindamanna sem gerð var árið 2015 undir yfirskriftinni „Global trends in antimicrobial use in food animals“ var búist við að notkun sýklalyfja í landbúnaði í heiminum myndi aukast um 67% fram til 2030. Hún myndi aukast úr um 63.151 tonni í 105.596 tonn. 45 milligrömm af sýklalyfjum að meðaltali á hvert framleitt kíló af kjöti Í skýrslunni var áætlað að meðal- notkun á sýklalyfjum við framleiðslu á kjöti í heiminum árið 2015 hafi verið að meðaltali um 45 milli- grömm (mg) á hvert kíló. Þar var notkunin í nautakjötsframleiðslu FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Undir lok síðasta árs lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, yfir áhyggjum af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Þar voru taldar upp eftirfarandi staðreyndir um málið: • WHO hefur lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi (Antimicrobial resistance – AMR) sé ein af 10 helstu alheimsógnum sem steðja að mannkyninu. • Misnotkun og ofnotkun á sýklalyfjum eru helstu drifkraftarnir í þróun lyfjaónæmra baktería. • Skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og ófullnægjandi smit- varnir og eftirlit stuðlar að útbreiðslu örvera, sem sumar geta verið ónæmar fyrir sýklalyfjameðferð. • Kostnaður af sýklalyfjaónæmi fyrir hagkerfið er verulegur. Auk dauða og fötlunar, hafa langvarandi veikindi í för með sér lengri legutíma á sjúkrahúsum, þörf fyrir dýrari lyf og valda fjárhagslegum vanda fyrir þá sem smitast. • Án áhrifaríkra sýklalyfja verður árangur nútímalækninga í meðhöndlun sýkinga, þar á meðal í stórum skurðaðgerð og krabbameinslyfjameð- ferðum, í stóraukinni hættu. Varnaðarorð WHO Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa árum saman varað við því sem menn kalla nú hinn þögla faraldur sýklalyfjaónæmis: „Ekki einhver dulræn heimsendaspá eða hræðsluáróður – Þetta er raunveruleiki“ – sagði yfirmaður læknadeildar University School of Medicine í samtali um lyfjaónæmar bakteríur við bandaríska sjónvarpsstöð Mannkynið stendur nú frammi fyrir þeim veruleika að í ört vaxandi tilfellum er ekki hægt að bregðast við sýkingum í fólki með notkun sýklalyfja.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.