Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 21

Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 21 talin vera 148 mg á kíló og 172 mg við ræktun á hverju kílói af svína- kjöti og kjúklingakjöti. Á sama tíma áætluðu vísindamennirnir að um þriðjungur aukningar á kjöti á þessu tímabili yrði vegna breyttra neysluvenja í ríkjum þar sem milli- stéttarfólki færi fjölgandi. Því muni sýklalyfjanotkun aukast sjö- falt meira en fjölgun íbúa segir til um í eftirtöldum ríkjum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og í Suður-Afríku. Þar muni heildar- notkun sýklalyfja aukast um 99% frá því sem hún var árið 2015. Vísindamenn hafa lengi varað við stöðunni Bændablaðið hefur á liðnum miss- erum og árum reynt að upplýsa fólk um hættuna sem stafar af sýklalyf- jaónæmi. Það hefur verið gert m.a. með aðstoð sérfræðinga á borð við Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlækni sýkla- og veirudeildar Landspítalans, dr. Lance Price, pró- fessor og sérfræðing í útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería og lýð- heilsu, Vilhjálm Ara Arason lækni, Vilhjálm Svansson dýralækni og fleiri. Karl G. Kristinsson sagði m.a. árið 2019 að sporna yrði við auknum innflutningi á hráum matvælum til að koma í veg fyrir að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist til landsins. Athygli vakti þá að Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda (FA), vísaði þessu alfarið á bug í fréttatíma Sjónvarpsins og benti á skýrslu sem félagið hafði látið óháða sérfræðinga gera. Hún hafi leitt í ljós að hætta vegna inn- flutnings á ferskri matvöru væri lítill sem engin. Skýrslan var svar dýralæknanna Ólafs Oddgeirssonar og Ólafs Valssonar við sjö spurn- ingum sem FA lagði fyrir þá auk þess sem ráðgjafarfyrirtækið Food Control Consulting kom að gerð skýrslunnar. Enginn sérfræðingur um sýklalyfjaónæmi var hins vegar tilgreindur við gerð þessarar skýr- slu. „Hinn þögli faraldur sýklalyfjaónæmis“ Í ljósi orða Ólafs Stephensen og skýrslunnar sem Félag atvinnu- rekenda lét gera, er fróðlegt að glugga í umfangsmikla umfjöllun í viðskipta ritinu Financial Times nú nýverið um sýklalyfjaónæmið. Í greinaflokki um þessi mál. Þar er m.a. grein undir fyrirsögninni: „Hinn þögli faraldur sýklalyfjaó- næmis.“ Þar er vísað til stöðunnar í Afríku. „Þessi heimsálfa hefur um langa hríð barist við marga faraldra eins og HIV, berkla og malaríu fyrir utan COVID-19. Nú hefur nýr og ekki eins sýnilegur faraldur tekið sér bólfestu í álfunni, en hann felst í ónæmi gegn sýklalyfjum,“ segir m.a. í FT. Sterkustu lyf sem til eru duga ekki lengur gegn ofursýklunum Þar er einnig sagt frá 39 ára karl- manni með fjöllyfjaónæma berkla og nýrnabilun. Hann hafði hætt í HIV meðferð nokkrum mán uðum áður. Berklar hans voru meðhöndl- aðir með sjö mismunandi lyfjum og fóru að bregðast við, en eftir átta daga hækkaði hitastig hans á ný, blóðþrýstingur lækkaði og það greindist mikið af lyfjaónæmum Klebsiella lungnabólgubakteríum í blóði hans. Eini kosturinn til að meðhöndla þennan sjúkling var að gefa honum colistin, sem er sterkasta lyfið sem þekkt er og oft kallað lokaúrræðalyf (antibiotic of last resort). Þrátt fyrir þessa lyf- jagjöf hélt manninum áfram að versna og féll að lokum í valinn fyrir yfirþyrmandi sýkingu. Hröð aukning í útbreiðslu á lyfjaónæmum bakteríum sem valda algengum sýkingum í blóði og þvagfærum, meltingarvegi og öndunarfærum er farin að valda áhyggjum lækna um hvernig eigi að stunda lækningar í framtíðinni. Þó „aðeins“ sé um að ræða hversdagslegar sýkingar, sem tengjast skurðaðgerðum eða með- höndlun sjúklinga sem fara í krabbameinslyfja meðferð, þá þarf að notast við sýklalyf sem duga til að koma í veg fyrir sýkingar. Svo ekki sé talað um alvarlegri inngrip eins og ígræðslu. Veldur þegar hundruð þúsunda dauðsfalla á ári Sérfræðingar benda á að allt of oft séu fyrstu sýklalyf eins og penicilin ekki lengur árangurs- rík í meðhöndlun sjúklinga á sjúkrahúsum. Þetta sé líka orðið vandamál úti í sam félaginu. Það ýtir undir lækna að ávísa á breið- virkari sýklalyf, en með aukinni notkun slíkra lyfja eykst um leið hættan á að sýklar myndi ónæmi gegn þeim. Afleiðingin er víta- hringur sem þegar er farinn að kosta hundruð þúsunda mannslíf á ári víða um heim. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambands ins (European Com- mission) greindi m.a. frá því 2017 að þá væru um 33.000 manns að láta lífið í löndum ESB af völd- um sýklalyfjaónæmra baktería. Það kostaði sambandið um 1,5 milljarða evra á ári. Vegna þessa setti ESB í gang heilsuáætlun í júní 2017 undir heitinu „EU One Health Action Plan against AMR“. Dr. Lance Price prófessor greindi svo frá því á ráðstefnu á Hótel Sögu 2019 að um 100 þúsund manns létu lífið árlega í Bandaríkjunum út af sýklalyfjaó- næmi. Frá því þetta var sagt hefur vandinn bara verið að aukast. Í löndum eins og Suður-Afríku og öðrum lágtekjulöndum hefur fólk oft ekki efni á sýklalyfjum, hvað þá sterkum lyfjum eins og colistin. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur notkun á 22 sýklalyfjum en læknar í lágtekjuríkjum hafa yfirleitt ekki möguleika á að nota nema örfá þeirra vegna fjárskorts. Þegar fjölónæmar bakteríur skjóta svo upp kollinum er ekkert hægt að gera til að hjálpa viðkomandi sjúklingum. Bent er á í umfjöllun Financial Times að fimm ár séu nú liðin frá útgáfu alþjóðlegrar aðgerða- áætlunar WHO til að draga úr sýklalyfjaónæmi. Framfarir hafi verið misjafnar. Vandinn hefur verið viðurkenndur, en það krefj- ist samþættra viðbragða er varðar heilsu manna, dýra og umhverf- is. Það nýjasta er að komið var á fót alþjóðlegum leiðtogahópi, sem byggir á fjölbreyttri reynslu í stjórnkerfinu. Það dugi þó skammt þar sem ófullnægjandi fjármagni hafi verið veitt til að þróa ný sýkla- lyf til að bregðast við vandanum. Þá eru flestar aðgerðaáætlanir eins og í Afríku að mestu eða öllu leyti ófjármagnaðar. Engin áhersla meðal stjórnvalda á þróun sýklalyfja segir IFMA Bent hefur verið á m.a. í skýrslu alþjóðasamtaka matvæla fram- leiðenda, IFMA (International Foodservice Manufacturers Association), að illa hafi verið staðið að þróun nýrra fúkkalyfja sem ráði við ofurbakteríur. Þrjú fyrirtæki sem reynt hafi að þróa þrjár nýjar gerðir sýklalyfja á undanförnum áratug hafi orðið gjaldþrota. Arðsemi af þróun nýrra sýklalyfja hefur samkvæmt skýr- slu IMFA verið lítil sem engin og jafnvel neikvæð. Þá hafi stjórnvöld víða um heim sent út skýr merki um það að fjárfestingar í rann- sóknum og þróun nýrra sýklalyfja sé ekki í forgangi. Það sé gert þrátt fyrir að hættan á frekari útbreiðslu sýklalyfjaónæmis meðal almenn- ings fari vaxandi. Á sama tíma hafi verið sýnt fram á hvað hægt er að gera með samtakamætti fyrirtækja og ríkja í baráttu við faraldur eins COVID-19. Aðeins einn nýr lyfjaflokkur á þessu sviði hafi komið á markað á síðustu áratugum. Samt eru um 40 sýklalyf í klínískum prófunum, en af þeim er ekki búist við að nema 5 komist eitthvað lengra í þróun. Þá eru 21 hefðbundin bakteríudrepandi lyf í þróun og 12 sveppavarnarlyf. Kallað eftir skýrri stefnu mörkun strax á þessu ári IFMA kallar eftir leiðarvísi og skýrri stefnumörkun frá stjórn- völdum um þróun og innleiðingu nýrra efnahagslegra innviða varð- andi þróun nýrra sýklalyfja í síðasta lagi fyrir árslok 2021. Þá fari fram árlega uppfærsla á leiðarvísinum með það að markmiði að þetta fari að skila árangri 2023 og draga að fjárfesta til að hefja rannsóknir í síðasta lagi 2025. Um leið þurfi að rífa niður viðskiptahindranir til að auðvelda þjóðum aðgengi að nýjum sýklalyfjum. Notkun sýklalyfja í landbúnaði er sögð mest í Bandaríkjunum Í grein Financial Times er sagt að notkun sýklalyfja eins og tetra- cyclines í landbúnaði sé mest áber- andi í Bandaríkjunum. Ofnotkun slíkra lyfja valdi því síðan að ofur- sýklar verði til sem valdi skaða hjá mannfólkinu. Þetta hafi komið af stað bylgju mótmæla þar sem pressa hefur verið sett á skyndibitakeðjur eins og Walmart, Wendy´s og McDonald´s. Vitað er að nautakjöt sem skyndibita- keðjurnar nota kemur að stærstum hluta af nautgripum sem ræktaðir eru í fóðrunarstöðvum (Feedlots), þar sem dýrin gætu hreinlega ekki lifað af nema með ótæpilegri gjöf á sýklalyfjum. Umhverfisþáttastjórnandinn Christy Spees segir að bæði neyt- endur og hluthafar í fyrrnefndum fyrirtækjum séu að verða sífellt með- vitaðri um þennan áhættuþátt. Hann segir þó jafnframt mjög undrandi á hversu margir láti sér þetta í léttu rúmi liggja og séu ekki meðvitaðir um hættuna af ofnotkun sýklalyfja í landbúnaði. Aðgerðum lofað til að draga úr notkun á sýklalyfjakjöti Mótmæli neytenda og aðgerðar sinna höfðu þau áhrif að skyndi bitakeðjan McDonald‘s, sem er einn stærsti kaupandi heims á nautakjöti, setti sér þær reglur árið 2018 að takmarka innkaup á nautakjöti þar sem sýkla- lyf voru notuð í óhóflegu magni við ræktunina. Nýju reglurnar fólu það m.a. í sér að mæla sýklalyfja- notkunina hjá 10 stærstu framleið- endum nautakjöts. Þessu átti að framfylgja með innleiðingu reglna á árinu 2020 um hversu mikið lyf- jamagn mætti vera í kjötinu. Þær reglur hafa hins vegar ekki enn litið dagsins ljós svo að í raun virðist lítið að marka yfirlýsingar fyrirtækisins. Þá eru kjúklingaframleiðendur í Bandaríkjunum einnig sagðir hafa dregið stórlega úr notkun fúkkalyfja í sinni framleiðslu á undanförnum tíu árum, að sögn Spees. Wendy´s og Taco Bell virðast vera að fylgja fordæmi McDonald‘s, en opinberar tölur sýna þó annað. Lítið að marka yfirlýsingar og notkun sýklalyfja eykst Dæmi um innihaldsleysi yfirlýsinga skyndibitakeðjanna sést best á því að þó dregið hafi úr sölu á sýklalyfjum eftir 2015, þá fór salan á slíkum lyfjum að aukast aftur árið 2018. Á milli áranna 2018 og 2019 jókst salan síðan um 3% til viðbótar samkvæmt tölum lyfjastofnunar Bandaríkjanna. Af heildarnotkun sýklalyfja í Bandaríkjunum voru 40% þeirra notuð í nautgripaeldi og 40% í svínaræktinni. Fjöldi ráðstefna sem fyrir hugaðar er á næstu mánuðum um þessi mál verður þó vonandi til þess að hrinda af stað frekari þróun nýrra sýklalyfja. SÝNDU KRAFT Í VERKI Á LIFIDERNUNA.IS STUÐNINGSFÉLAG FYRIR UNGT FÓLK SEM GREINST HEFUR MEÐ KRABBAMEIN OG AÐSTANDENDUR Bændabl ðið 3x15 150mm x 150mm Ofnotkun sýklalyfja hefur fætt af sér ofurbakteríur sem engin lyf ráða við í dag.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.