Bændablaðið - 11.02.2021, Page 22

Bændablaðið - 11.02.2021, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202122 Fyrirtækið Navistar í Banda­ ríkjunum tekur þátt í inn­ leiðingu nýrra orkugjafa í samgöngur um smíði á vetnisknúnum rafmagns trukki sem nýtir vetnisefnarafal frá General Motors. Ráðgert er að hann verði farinn að aka um þjóðvegi í Bandaríkjunum eftir þrjú ár, eða 2024, að því er fram kemur í tímaritinu Forbes. GM mun sjá um að framleiða Hydrotec vetnisefnarafals-„orku- kubb“ til Navistar sem fyrirtækið Lisle í Illinois, mun setja upp og prófa í flota bíla af Internatinal RH gerð. Með áætluninni er ráðgert að koma vetnisbílum í framleiðslu í atvinnuskyni fyrir árið 2024. Tilraunaútgáfur af bílnum munu verða í akstri fyrir vöruflutninga- bílaþjónustuna JB Hunt og verða vetnis eldsneytisstöðvar settar upp af OneH2 fyrirtækinu. Það er rekstraraðili fyrir vetniseldsneyti í atvinnuskyni og sér m.a. um að útvega vetni fyrir verksmiðjur og lyftara. Markmiðið er að Navistar vöru- bílarnir verði með meira en 500 mílna drægni á hverja eldsneytishleðslu, eða yfir 800 kílómetra, og að hægt sé að fylla á tanka með vetni á um það bil 15 mínútum. Var þetta haft eftir Persio Lisboa, stjórnarformanni og forstjóri Navistar. Hann hefur þó ekkert viljað láta uppi um hugsanlegt verð á þessum International RH trukki. Eru ekki að horfa á eina allsherjarlausn í samgöngumálum „Við höfum í huga að næsta kynslóð flutningabíla verði mikilvægur hluti af vistkerfislausn og farartæki sem ekki losa CO2 og þar dugi ekki að horfa á eina lausn varðandi orku.“ „Til að flýta fyrir upptöku nýrrar tækni Navistar telur hann samvinnu vera lykilatriði. „GM er traustur samstarfsaðili á sviði iðnaðar. Eftir umfangsmiklar rannsóknir valdi Navistar GM til samstarfs um efnarafala vegna forystu fyrirtækisins á því sviði á heimsvísu. “ Tilkynningin um þessi áform Navistar komu í kjölfar yfir- lýsinga nýju Biden-stjórnar innar í Bandaríkjunum um forgangs- röðun varðandi það hvernig Banda ríkin muni draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hyggst stjórnin því hvetja til framleiðslu rafknúinna ökutækja. Framtíðin liggur bæði í notkun á rafhlöðum og efnarafölum Þó að notkun rafhlaðna sé aðlaðandi valkostur fyrir rafknúna fólksbíla og létta og meðalþunga flutningabíla, þá eru þyngri bílar og trukkar með aftanívanga erfiðari áskorun að leysa með notkun á rafhlöðum. Rafhlöður eru hlutfallslega of þungar miðað við orkurýmd til að knýja þunga bíla um langar vegalengdir. Fyrir vikið myndast tækifæri fyrir alþjóðlegt samstarf um þróun á vetnisknúnum trukkum. Þannig vinnur Nikola, með Bosch og GM. Samstarf hefur einnig verið að mótast milli Toyota og Kenworth, Hyundai Motor og Cummins og Daimler og Volvo Trucks. Fyrir ökumenn flutningabíla er vetnið áhugaverður kostur fyrir þær sakir að það tekur svipaðan tíma að dæla vetni á bíl og það tekur að fylla á tankinn með dísilolíu. Hleðslutími á rafhlöðum er hins vegar mun lengri. „Við teljum að bæði rafhlöður og efnarafalatækni verði mikilvægar lausnir á þessum markaði,“ sagði verkfræðingurinn Gary Horvat, sem er aðstoðarforstjóri Navistar. Hann telur að í léttari bíla fyrir 400 til 500 km vegalengdir verði notaðar rafhlöður en efnarafalar fyrir þyngri bíla sem keyra þurfi að komast um 500 til 800 km á tanknum eða meira. /HKr. UTAN ÚR HEIMI GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum Bandaríska fyrirtækið Navistar hyggst koma með á götuna International RH vetnisknúinn trukk árið 2024. Hann verður búinn efnarafal frá GM sem breytir vetni í raforku fyrir rafmótora sem knýja bílinn áfram. Hann á að komast yfir 800 kílómetra á tankfyllingunni. Mynd / Navistar Hydrotec vetnisefnarafals-„orku kubbur“ frá General Motors, mun sjá um að umbreyta vetni í rafmagn til að knýja nýjan International RH trukk frá Navistar. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Bændablaðið Auglýsingasíminn er 56-30-300 Næsta blað kemur út 25. febrúar NYTJAR HAFSINS Þorskhrogn. Allir aðilar sem koma að meðferð og dreifingu matvæla eru ábyrgir fyrir réttri meðferð sem tryggir öryggi og gæði matvæla. Matvælastofnun: Minnir á góða meðferð hrogna Matvælastofnun minnir á mikilvægi góðrar meðhöndlunar fisks og fiskafurða. Við meðhöndlun hrogna er mikilvægast að rétt sé staðið að meðferð og frágangi við slægingu um borð í skipum eða slægingarstöð. Allir aðilar sem koma að meðferð og dreifingu matvæla eru ábyrgir fyrir réttri meðferð sem tryggir öryggi og gæði matvæla. Halda skal mismunandi teg- undum aðskildum ef selja á hrogn undir fisktegundaheiti. Ef hrogn eru seld sem þorskhrogn, Gadus morhua, eiga það að vera hrogn úr þorski. Ef tegundum er blandað saman skal merkja þau sem blönduð hrogn og tilgreina tegundir. Annað er blekkjandi fyrir kaupendur. Skv. 11 grein laga nr. 93/1995 um matvæli er óheimilt að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif. Einnig er bent á að reglugerð EB nr. 1379/2013 um markaðssetningu fisks og fiskafurða (CMO regulation) er í gildi í Evrópu og verða fyrirtæki sem setja vörur á markað í Evrópu að merkja í samræmi við kröfur hennar. Gera skal að afla eins fljóttog kostur er • Blóðga skal fisk þegar hann er dreginn um borð og láta blæða í ísbaði (rennandi vatni/sjó) • Slæging skal fara fram að lokinni blóðgun • Þá hluta aflans, sem ætlaðir eru til manneldis, skal þvo vandlega og aðskilja frá óætum hlutum • Kæla skal afurðirnar; fisk, hrogn og lifur, sem næst hitastigi bráðnandi íss með ísun, eða frysta • Verja skal allar afurðir fyrir veðri og vindum • Eigi að nýta hrogn og lifur til manneldis skal flokka afurðir eftir fisktegund • Til að tryggja sem best gæði hrogna og lifrar skal: • Vanda slægingu, svo hrogn og lifur séu eins heil og kostur er • Varast að rjúfa himnuna sem myndar hrognasekkinn og ver hrognin • Varast að láta meltingarensím s.s. gall leika um afurðirnar • Nota minni ílát svo komist verði hjá því að hrognasekkurinn gefi sig undan þrýstingi • Nota krapa til kælingar. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.