Bændablaðið - 11.02.2021, Side 23

Bændablaðið - 11.02.2021, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 23 Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámur er góð geymsla Stólpi Gámar bjóða gáma- lausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS, vörulyftur frá Maber og skemmur frá Hallgruppen. Rakaskiljur og blásara frá Heylo, rykvarnarkerfi frá ZIPWALL, og parket-og vinilklippur frá BULLET TOOLS.  þurrgáma  hitastýrða gáma  geymslugáma  einangraða gáma  fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Margar gerðir gróðurhúsa - fást í ál lit, svörtu og grænu. 4 mm hert gler eða 10 mm ylplast GRÓÐURHÚS TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Bænda bbl.is Facebook LÍF&STARF Loftslagsvænn landbúnaður: Fimmtán sauðfjárbú bætast í hópinn Fyrir skemmstu var nýr hópur sauðfjárbænda tekinn inn sem þátttakendur í verkefninu Lofts­ lagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórn valda, Ráðgjafarmiðstöðvar land­ búnaðarins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er að hefja sitt annað ár, en fyrstu þátttökubændurnir byrjuðu árið 2020. Verkefnið gengur út á að bænd- urnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin um að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda og auka kolefn- isbindingu. Það er hluti af aðgerð- aráætlun stjórnvalda í loftslagsmál- um. Bæirnir sem bætast við núna eru 15 talsins – og að sögn Berglindar Óskar Alfreðsdóttur verkefnis- stjóra er verkefnið mjög öflugt stjórntæki í loftslagsmálum land- búnaðarins. „Þar sem það byggir á grasrótarnálgun þar sem hver bóndi gerir sína eigin aðgerða áætlun. Aðgerðaáætlun búsins er verk- færakista og lykill þeirra að lofts- lagsvænum land búnaði. Verkefnið miðar allt að því að efla og smám saman stækka verkfærakistuna, meðal annars með fræðslu sér- fræðinga í lofts lags- og umhverfis- málum og jafningjafræðslu.“ Ýmsir möguleikar í boði Þeir möguleikar sem eru skoð- aðir til að draga úr losun eru bætt nýting tilbúinna áburðarefna og frekari nýting lífrænna áburðar- efna, möguleikar á ræktun nitur- bindandi jurta, minni olíunotkun, verndun jarðvegs við jarðvinnslu, endurheimt votlendis og draga úr innyflagerjun búfjár. Til aukinnar kolefnisbindingar eru skoðaðir möguleikar til upp- græðslu, endurheimt skóglendis (birkiskóga og víðikjarrs), skjól- belta ræktun og ræktun haga skóga og ræktun timburskóga. Auk þess eru þátttakendur hvattir til þess að hugsa út fyrir rammann og koma með nýjar hugmyndir að lofts- lagsvænum aðgerðum. „Loftslagsvænn landbúnað- ur hentar öllum búgreinum og búgerðum, það er stórum eða litl- um búum og ólíkum staðháttum þar sem það tekur mið af þörf- um og getu hvers þátttökubús. Verkefnið er samstarfsverkefni allra þeirra sem búa á viðkomandi búi, enda verða aðgerðirnar hluti af daglegum störfum. Það er gaman að sjá að strax eftir fyrsta ár verkefnisins erum við farin að sjá góðan árangur af verkefninu. Ekki einungis í þeim fjölda aðgerða sem þátttakendur hafa sett sér, en á fyrsta ári ver- kefnisins voru sett 165 markmið, sem munu með beinum hætti skila sér í loftslagsvænni búum. Ekki má gleyma að þátt takendur í ver- kefninu smita aðra í sínum samfé- lögum af áhuga á loftslagsmálum og miðla þekkingunni m.a. inn í sveitarstjórnirnar. Mikill áhugi er á verkefninu og færri komust að en vildu,“ segir Berglind Ósk. Að sögn Berglindar Óskar stend ur til að taka inn nýjan hóp sauðfjárbænda í gæðastýringu inn í janúar á næsta ári. Vonandi verður öðrum búgreinum boðin þátttaka sem fyrst, því verkefnið tekur á flestum möguleikum land- búnaðarins í loftslagsmálum,“ segir hún. Verkefnið er hugsað til fimm ára og eru bændurnir styrktir fjárhagslega til að standa straum af kostnaði. Einnig er gaman að segja frá því að þegar líður á verkefnið taka við aðgerða- og árangurstengdar greiðslur en Loftslagsvænn landbúnaður verð- ur fyrsta verkefnið á Íslandi þar sem árangurstengdar greiðslur verða hluti af verkefninu. /smh Dreifing bæjanna sem taka þátt í verkefninu; gulu bæirnir eru þeir sem nú bætast við. Berglind Ósk Alfreðsdóttir verk efnis­ stjóri. Nám í jarðvirkjun hefst í Tækniskólanum Nám í jarðvirkjun mun hefjast hjá Tækniskólanum næsta haust og verður það ætlað nýnemum á framhaldsskólastigi, sem og þeim sem þegar starfa í greininni. Námið mun undirbúa einstaklinga undir fjölbreytt störf sem felast í jarðvegsvinnu, s.s. efnisflutninga, frágangsvinnu og grunnvinnu við byggingarlóðir. Nýliða vantar í jarðvirkjun Skortur hefur verið á nýliðun starfsfólks í jarðvirkjun hérlendis og með auknum kröfum um öryggi og gæði, styttri framkvæmdatíma, minna rask, þéttingu byggðar og tækniþróun eykst þörfin sífellt fyrir vel menntað starfsfólk á því sviði. „Ég fagna því að nemendur geti brátt sótt sér aukna þekkingu á þessu mikilvæga starfssviði. Við viljum skapa tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til þess að efla færni sína og sérhæfingu, og mæta þörfum samfélagsins hverju sinni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Tækniskólans. /MHH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.