Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 32

Bændablaðið - 11.02.2021, Síða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202132 Hálendisþjóðgarður – augnablik Í hvert sinn sem ég fer inn á fés- bókina og les mér til um nýja hálendisþjóðgarðinn þá finnst mér eins og ekki sé verið að hugsa um náttúruna. Af hverju fær maður þannig tilfinningu? Jú, frá upphafi, þegar frumvarpið kom fram, þá var alltaf talað um að nú þyrfti að grípa í taumana og fara að vernda náttúruna. Haft er eftir einum aðila að ef þú værir ekki fylgjandi hálendis- þjóðgarði þá værir þú ekki fylgjandi náttúruvernd. Þá kemur spurningin, hvað er náttúruvernd? Þarna hef ég bara ekki fengið nein almennileg svör. Þessu orði er kastað fram aftur og aftur og allir eiga að hlýða, af hverju er verið að misnota annars mjög gott orð? Misnotkun á orðinu náttúruvernd Náttúruvernd á að vera orð sem notað er þegar virkilega þarf að vernda eitthvað t.d. gegn ágangi. Það eru mörg svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem náttúruvernd er alls ekki höfð að leiðarljósi, t.d. með gönguleið um Snapadal. Eða að banna akstur um svarta örfoka sanda í Vonarskarðinu. Þar er verið að nota hugtakið náttúruvernd í einhverju markmiði sem enginn skilur. Þegar verið er að loka leiðum eins og Vonarskarðinu er það kallað að nota svarta náttúruvernd. Það er skilgreint þannig að orðið náttúru- vernd sé notað til að það þurfi ekki að útskýra hvers vegna verið sé að loka. Þarna skreytir fólk sig með orði sem það skilur sennilega ekki sjálft en það er orðið náttúruvernd. Annað orðasamband er mikið notað, en það er; „að vernda fyrir komandi kynslóð“. Þetta er frábært og erfitt að rengja. Flestallir eiga börn, sumir barna- börn og einhverjir eiga barnabarna- börn. Þarna er komið illa við kaunin hjá manni en spurningin er, hver er þessi komandi kynslóð? Hvenær kemur hún? Ef við ætlum að gera eins og Norðmenn, sem lokuðu öllu með boðum og bönnum og hafa þannig tapað þeirri kunnáttu að ferðast um náttúruna og takast á við náttúruöflin. Til gamans þá þurftu Íslendingar að smíða bíla fyrir norska herinn því þeir höfðu ekki þá kunnáttu sem við eigum og hvers vegna? Jú, við höfum í gegnum árin haft ákveðið ferða- frelsi sem hefur gert það að verkum að kunnátta og tækni til að ferðast um hálendið að sumri sem vetri er til hér á landi en ekki í Noregi. Stofna hálendisþjóðgarð til að „massa“ inn túristum Það nýjasta sem kemur nú fram á sjónarsviðið er túristatalið, nú munu engir túristar koma nema við búum til hálendisþjóðgarð. Þarna er rús- ínan í pylsuendanum komin, við verðum að stofna þjóðgarð til að bjarga fjárhag landsins, þetta er eina leiðin út úr efnahagkrísu COVID, stofnum stærsta þjóðgarð í Evrópu og þannig getum við „massað“ túristum inn í landið. Tekjurnar yrðu gífurlegar og öllu bjargað. – Augnablik, augnablik, erum þið ekki að gleyma einhverju? – Hvar er náttúruverndin? Eða er komandi kynslóðin búin að koma? – Allt sem búið er að berja á manni við náttúruvernd í gegnum árin, öræfakyrrðin, hvað verður um hana? Ég bara spyr, er þetta fólk svona rosalega fljótt að gleyma? Er þá þjóðgarður einungis ætlaður öðrum þjóðum, ferðamönnum sem hægt er að græða á? Má þá náttúran gleymast og á komandi kynslóð að fá þetta bara á geisladiski? Einhvern veginn finnst mér allt þetta tal um hálendisþjóðgarð lykta af einhverju allt öðru en þeirri hugsun að bjarga einu eða neinu, af hverju ekki? Jú, það þarf ekkert að bjarga neinu, það er allt í góðu standi á hálendinu, þarna ferðast fólk um, nýtur náttúrunnar, hálendi- skyrrðar og alls þess besta sem nátt- úran býður upp á. Þetta erum við búin að gera í 100 ár án þess að þurfa að stofnvæða hálendið. Fullt af smákóngum í formi ríkisstarfsmanna Hingað til hefur ríkt mikið traust á milli útivistarfólks og sveitarstjórna sem koma að stjórnun hálendisins. Einu vandamálin á hálendinu er innan Vatnajökulsþjóðgarðs, önnur svæði eru í góðum málum og mikil samvinna í gangi. Að eiga við Vatnajökulsþjóðgarð er ekki á færi venjulegs fólks, til dæmis óskaði Ferðaklúbburinn 4x4 eftir að fá að stika Breiðbakssvæðið. Lögð var inn ósk um að fá að fara þar inn að stika en tveimur mánuðum síðar gáfumst við upp, hringdum í UST og stikuðum Fjallabakssvæðið sem klúbburinn hefur verið að vinna á síðastliðin ár. Af hverju? Hvers vegna er þetta svona? Það er spurn- ing, en því miður er svarið einfalt, það er búið að búa til lítið ríki inni í ríkinu með fullt af smákóngum í formi ríkisstarfsmanna. Eftir alla þessar pælingar og lestur frumvarpsins og greinar- gerðarinnar sem liggur núna fyrir þinginu þá skil ég ekki til hvers náttúruverndarlög eru? Ef þau eru réttlægri innan þjóðgarðs þá skil ég ekki hvers vegna við þurfum nýtt ISAVÍA. Er þetta það sem okkur vantar í dag, enn eina ríkisstofnun eða annað ríki í ríkinu með forstjóra eða konungi yfir 30% af landinu? Því segi ég: NEI TAKK, ÉG VILL EKKI HÁLENDISÞJÓÐGARÐ. Sveinbjörn Halldórsson Formaður Ferðaklúbbsins 4x4 Sveinbjörn Halldórsson. SAMFÉLAGSRÝNI Líf eða dauði íslensks landbúnaðar Frá því um landnám hefur land búnaður verið stundaður á Íslandi. Hann hefur í árhundruð haldið lífinu í landsmönnum og án hans hefði tæplega orðið var- anleg byggð í landinu. Hollusta íslenskra landbúnaðarvara er óumdeild þar sem hrein íslensk náttúra og tært íslenskt vatn spila stórt hlutverk. Lítil notkun eiturefna og sýkla- lyfja í íslenskum landbúnaði setur landið líka skör ofar en flestar aðrar þjóðir í heiminum, en einna helst er Noregur á svipuðum stað í samanburði sýklalyfjanotkun- ar. Það skýtur því skökku við að búið sé að opna fyrir svo mikinn innflutning landabúnaðarafurða frá öðrum löndum sem raun ber vitni. Er nú svo komið að íslenskir bændur fá of lítið fyrir afurðir sínar vegna offramboðs á innfluttu kjöti og mjólkurafurðum. Sökum þessa er rekstrargrundvöllur ýmist nú þegar brostinn eða rétt ókominn á þann stað. Stóraukinn innflutning- ur á grundvelli tollasamnings hefur verið látinn halda sér þrátt fyrir beiðni Bændasamtakanna um að hægja á meðan engir túristar væru hér til að renna niður kjöt- og mjólk- urvörufjöllunum sem innflytjendur verða sér úti um á meginlandinu. Sú ákvörðun ráðherra að breyta fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta og síðan strax í kjölfarið hafna því að hægja á innflutningnum, hefur leitt af sér beinar lækkanir á afurða- verði til íslenskra bænda og enn sér ekki fyrir endann á því. Þrátt fyrir það hefur verð til almennings ekki lækkað. En eins og kunnugt er þá er sjaldan ein báran stök í tíu vindstigum. Í ljós hefur komið mikið misræmi milli talna tollayf- irvalda í Evrópusambandinu um útflutning kjöts og mjólkurvara til Íslands og talna Hagstofu Íslands um innflutning þessa sama kjöts og mjólkurvara. Það var þekkt hér áður fyrr og viðgengst ef til vill enn þá að það verður óvænt „lækkun í hafi“ á aflaverðmæti til útreikn- ings launa sjómanna, en að kjöt og mjólkurvörur skreppi svona saman á leið til landsins stenst auðvitað ekki. Íslenskir innflytjendur virðast skrá eitthvað annað á rafrænu tollskýrslurnar en söluaðilar sömu vara skrá á útflutningspappíra erlendis. Hverju skyldi þetta sæta og hvar er eftirlitið í öllum þeim mikla eftirlitsiðnaði sem rekinn er hér á landi? Hvernig stendur til að mynda á því að tollayfirvöld útbjuggu sín eigin tollnúmer til að aðstoða innflytjendur við að sleppa við rétt og eðlileg tollgjöld af inn- fluttum „pizzaosti“ sem sannanlega er að langmestu leyti framleiddur úr mjólk? Hér er verið að vísa til auglýsingar fjármálaráðuneytisins frá í maí 2020 (nr. 35/2020). Hvernig stendur á því að tolla- yfirvöld beinlínis ganga gegn sam- eiginlegum tollareglum EES með því að tollflokka þennan ost eftir aukainnihaldsefnum sem eru aðeins lítið brot af innihaldinu og kalla hann jurtaost? Hvernig stendur á því að tollayf- irvöld virðast af gögnum málsins að dæma gera allt til að réttlæta gjörn- inginn og halda honum til streitu? Hvernig stendur líka á því að nefnd sem hæstvirtur fjármálaráðherra skipaði til að skoða þessi mál eyddi löngu máli í skýrslu sinni í að rétt- læta misræmið í innflutningstölun- um, en minni tíma í að kafa í málin og skoða hvað í raun hefði gerst? Nú hef ég fregnir af því að þing- menn Miðflokksins hafi þann 5. nóv- ember síðastliðinn fengið samþykkta beiðni á Alþingi um skýrslu frá Ríkisendurskoðun um úttekt á starf- semi Skattsins við framkvæmd tolla- laga og að það hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Það er vel, en alvarleiki málsins kallar á að ekki verði drollað við verkið hjá embætti ríkisendurskoðanda. Þá er skoðun málsins einnig í gangi hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins að frumkvæði nefndarinnar. Ef treysta má vef Alþingis, þá kemur þar fram að síðast hafi verið fundað um málið hjá nefndinni þann 4. nóv- ember á síðasta ári og því virðist að hraði málsins sé ekki mikill. Ekki vil ég efast um heilindi nefndarmanna eða áhuga á að leysa úr þessu máli, en ég vil benda hátt- virtum þingmönnum nefndarinnar á mikilvægi þess að skoðun máls- ins verði flýtt eins og kostur er því bændur verða að fara að fá einhver svör um rekstrargrundvöll búa sinna til framtíðar. Ef ástandið í innflutningsmál- um verður óbreytt þurfa bændur í meiri mæli en þegar er orðið að fara að skera niður bústofn sinn og huga að öðrum verkefnum og þá um leið hvort þeir neyðist til að flytja á mölina í atvinnuleit. Það er pólitísk ákvörðun hvort landbún- aður sé rekinn í landinu því rekstr- arhæfni verður ekki til staðar ef innflutningur er of mikill og ekki síður ef uppvíst er að gengið sé á svig við tollareglur til að komast hjá innflutningstollum. Það er um leið pólitísk ákvörðun hvort dreifð byggð verður áfram í landinu sem styður við smærri byggðalög um allt land og gerir ferðaþjónustu mögu- lega. Það er á sama tíma pólitísk ákvörðun hvort hagsmunir fáeinna risavaxinna fyrirtækja í innflutningi og sölu matvæla séu rétthærri en hagsmunir þúsunda bænda, fjöl- skyldna þeirra og byggðalaga um allt land. Það er réttur landsmanna allra að hafa aðgang að heilnæm- um íslenskum matvælum sem fram- leidd eru í sátt við menn og náttúru. Kæri þingmaður á Alþingi Íslendinga. Oft er þörf, en nú er nauðsyn á því að þú standir í lapp- irnar og vinnir að hag íslensks landbúnaðar, íslenskrar atvinnu og menningar, íslensks dreifbýl- is og landsbyggðar, Íslandi öllu. Högni Elfar Gylfason sauð fjár bóndi og áhuga mað ur um þjóðmálin. Korná, 561 Varmahlíð Högni Elfar Gylfason Bænda 25. febrúar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.