Bændablaðið - 11.02.2021, Page 39

Bændablaðið - 11.02.2021, Page 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 39 Með hverjum degi styttist biðin eftir COVID-sprautunni um einn dag. Biðin er mörgum erfið, sér- staklega þeim sem telja sig vera í svokölluðum áhættuhópi. Því meira sem maður les og kynn- ir sér um þessa „pest“ virðast allir vera meira og minna í áhættuhópi og enginn getur talið sig óhultan fyrir að veiran fari ekki illa í viðkomandi. Hraustasta fólkið hefur jafnvel farið verr út úr veikindum af COVID-19 en þeir sem veikari eru fyrir. Það er því ekkert annað í stöðunni en að hlýða fyrirmælum yfirvalda og halda sig sem mest til hlés, forðast margmenni, huga að sóttvörnum svo sem með reglulegum handþvotti og grímunotkun. Þó slakað hafi verið á í fjöldatakmörkunum er þetta ekki búið Síðastliðinn mánudag var slakað á í fjöldatakmörkunum, barir og veitingahús opnuð, en við verðum að hjálpast að og sleppa ekki gjör- samlega af okkur beislinu með óhóflegum skemmtunum og fjölda- samkomum fyrr en búið er að bólu- setja fleiri, með hverjum degi styttist biðin, en það þarf að þrauka og halda þetta út. Með of miklu fjölmenni og gleð- skap er hættan sú að við verðum fljót að fara aftur í sama farið með sambærilegum takmörkunum og síðustu tvo mánuði. Mætti líkja því við ef hraðatakmarkanir í umferðinni væru slegnar af og ótakmarkaður hámarkshraði leyfður, en það mundi enda bara á slysum. Sjálfsagi og skynsemi spila stórt hlutverk næstu tvo til þrjá mánuði Ef svo vel vill til að við dettum í lukkupott og samningur um meira bóluefni náist á næstu dögum eða vikum er alveg ljóst að það tekur töluverðan tíma að bólusetja alla í tvígang. Þess vegna þurfa allir að vera áfram á vaktinni, vinna saman, forðast margmenni og nota grímurn- ar áfram því veiran er þarna úti enn og bíður þess að ráðast á okkur. Við getum ekki leyft okkur taumlaust skemmtanahald og brot á sóttvarna- reglum, það þarf a.m.k. að halda út í tvo til fjóra mánuði í viðbót. Það getur enginn leyft sér að telja sig meiri en aðra og hugsa, ég má en ekki þú. Fólk ófeimið að deila reynslusögum af sínum veikindum af COVID-19 Ef maður rennir yfir vefmiðla og leitar að reynslusögum frá fólki sem hefur gengið í gegnum COVID-19 veikina þá eru sögurnar svo misjafnar að það er hreint með ólíkindum. Flestir þekkja einhvern sem hefur fengið veikina og þar á meðal er ég. Af þessum vinum, kunningjum og ættmennum sem hafa lýst veikindun- um fyrir mér eru sögurnar hreint ótrúlegar: „Man ekkert eftir mér í 10 daga, var með óráði,“ sagði einn sem ég tel mjög hraustan. Annar sagði: „Er í basli með að finna bragð af mat og drykk, það sem mér þótti gott á bragðið fyrir veiki er sumt versta óbragð sem til er.“ Enn einn sagði: „Fann aldrei fyrir neinum veik- indum, en er alltaf þreyttur, þarf helst að leggja mig tvisvar á dag, á í basli með hvað mig syfjar mikið við að keyra bíl.“ Enn einn sagði: „Er svo máttlítill í höndun- um að einfaldir hlutir eins og að opna mjólkurfernu eru erfiðir. Kaffikannan mín er þung, notaði bolla á tímabili, en mátturinn er að koma og nú er ég kominn með kaffi- könnuna aftur.“ Það er greinilegt að veikin leggst misvel og misilla á fólk og því er öruggast að hlýða sóttvarnareglum og halda sig til hlés í a.m.k. 2–4 mánuði í viðbót. Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður? ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 DÆSA BYLGJAST M MATJURT S HLYKKUR GRAS- BOLLI B LITÞROTA BSTEYPI-REYÐUR L Á H V A L U R FLANA RBELJAKILÆVÍSAN I S I PAKKHÚS L A G E R ÉS Ð A HAMINGJAILLINDI A U Ð N A A HNÍGA GISTI- STAÐUR D E T T A JAPLA S KRÚSI- DÚLLUR HÉRAÐ Á INDLANDI ÞÖGGUN K A S M Í R FÍKINN PRÓFTITILL VAND- VIRKNI M A TUNGU- MÁLPAPPÍRA F TÓNN KALK- STEINN FÓRNAR- GJÖF N F F U R KAÐALLTROSNA T Ó SKÓA J Á R N A DANSO A L S Í R STRENGUR T A U G UMFRAM ÚT- DRÁTTUR A U KRÍKI Í AFRÍKU R Ú S T A TVEIR EINS E EIGRAÓRÓI R J Á T L AEYÐI-LEGGJA K R EINS MÆLI- EINING ÁSÝND K Í L Ó NÁLÚSAR KRAP A G N A RÍÞRÓTTA-FÉLAG O MÁNUÐURSPIL J Ú N Í SÍÐRIGAMALL V E R R I LIÐUR Í S K A T A GEIGURAFTURHLIÐ F Æ L N I KALLORÐBLAÐ H ÓFISKUR T A F L VIRKI B O R G TÓNLISTNÓTA P Ö N KLEIKUROP U R N I N T I T ÁGÓÐI Á A K R N Ð DISKA- GRIND U R R E RÝJA K R K Ú I AM STAFUR H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 145 MÆLI- EINING HÆTTA TÓNLIST ÍHUGULL PÁR VEFUR HÖFT FRÍR HÆRRI LAMASESSI HLJÓÐ- FÆRI ÚRRÆÐA GLEÐI UM- KRINGDI FARVEGIR LEGU RÆKTAR- LAND SÝN SKRÁ TAPPAR TVEIR EINS SKÁSTOÐ ÚTHLUTASAM-KVÆMI ODDI KÝS SKYLDIR HAGVIRKNI SÓÐAST ÖRVASAHEILSU-BÓT HIRÐU- LEYSINGI BIÐ KK NAFN ÁSKORUN TVEIR EINS ÁREITA BIT MJAKAST FÆRUM SKRÆKIR TAFAR- LAUST SEINKAR PRÍVAT ÍÞRÓTTA- FÉLAG FÆGJA KENNI- MARK AFGJALD HRIKT ÓVÆRÐ BETRI TALA BLÖSKRA ELDSTÓ LETINGI HEITI STAÐAL- GILDI TVÍHLJÓÐI SKRIMTA ATGERVI TUNGUMÁL HAMINGJA TÓFA LOFAÐUR H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 146 Biðin eftir sprautunni með sjálfsaga Íslendinga Verum á verði áfram, rétt eins og í réttunum síðasta haust. Ef hámarkshraði væri sleginn af og allir færu á þennan hraða væri voðinn vís.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.