Bændablaðið - 11.02.2021, Qupperneq 41

Bændablaðið - 11.02.2021, Qupperneq 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 2021 41 Heklaðir pottaleppar með stuðlum og tvíbrugðnum stuðlakrókum úr Drops Paris. Með því að skipta yfir í fíngerðara Drops bómullargarn er hægt að nýta uppskriftina til að gera hreinsiskífur. DROPS Design: Mynstur w-822 Garnflokkur C eða A + A Garn: Drops Paris, fæst í Handverkskúnst - Salvíugrænn nr 62: 100 g í einn pottalepp - Mosagrænn nr 25: 100 g í einn pottalepp Heklunál: 3,5 mm Heklfesta: 18 stuðlar x 10½ umferðir = 10x10 cm. Stykkið er heklað í hring frá miðju og út. Byrjið á að hekla loftlykkjuhringinn eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Heklið eftir mynsturteikningu A.1 í byrjun umferðar 1 sinni, síðan er mynsturteikning A.2 endurtekin 6 sinnum, eða út umferðina. Þegar mynsturteikningarnar hafa verið heklaðar til enda er haldið áfram að hekla í hring og aukið út eins og áður í hverri umferð, það er 2 stuðlar heklaðir í stuðul á undan hverjum tvíbrugðnum stuðlakróki. Heklið þannig þar til stykkið mælist ca. 21 cm í þvermáli. Síðasta umferðin: Heklið 13 loftlykkjur, tengið í hring með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun (fyrstu 3 loftlykkjurnar koma í stað fyrsta stuðuls umferðarinnar – hinar 10 loftlykkjurnar eru lykkjan til að geta hengt upp pottaleppinn), heklið einungis stuðla út umferðina og aukið út eins og áður. Endið umferð á keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun. Slítið frá og gangið frá endum. Heklkveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Heklaðir pottaleppar HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 2 8 9 7 1 6 2 4 9 5 7 6 3 9 4 1 2 5 2 6 9 1 7 1 8 3 2 4 1 5 6 7 3 7 4 6 9 4 9 2 8 Þyngst 9 4 5 6 2 1 4 7 3 6 2 9 8 6 2 4 7 1 5 7 8 4 3 6 8 7 4 5 1 2 3 7 9 1 8 6 6 7 3 4 1 8 6 4 3 9 8 6 7 6 9 9 8 6 4 1 5 6 7 9 5 1 2 4 4 9 1 4 8 2 6 2 8 6 4 5 7 1 5 1 7 3 8 2 7 3 9 7 Á fiska, froska, kanínur, kisu, hund og hænur FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Rúnar Berg Vattar Hjartarson býr á Akranesi og á fiska, froska, kan- ínur, kisu, hund og hænur. Hann elskar að dansa, syngja og leika. Hann á þrjú systkini, tvö eldri og einn yngri bróður. Nafn: Rúnar Berg Vattar Hjartarson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Akranes. Skóli: Brekkubæjarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? List- og verkgreinar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Froskur. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Matthilda. Fyrsta minning þín? Þegar ég var á bleyjunni að spila á trommur. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi Parkour og á trommur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Handleggsbrjóta mig heima hjá Elísu vinkonu minni. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Leika við vini mína og fara á Vattarnes til ömmu og afa. Næst » Rúnar Berg vill skora á Ástu Marín Einarsdóttur í Reykjavík að svara næst. Mynstur Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.