Bændablaðið - 11.02.2021, Page 42

Bændablaðið - 11.02.2021, Page 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. febrúar 202142 SAMFÉLAGSRÝNI BÆKUR& MENNING Guðni Þorgrímur Þorvalds son, prófessor við Landbúnaðar­ háskóla Íslands, hefur tekið saman rit um bæinn Raufarfell undir Eyjafjöllum. Sagt er frá húsakosti, fólkinu sem þarna bjó, búfé, ræktun, ör nefn­ um, smalamennskum, tækni­ nýjungum og fleiru. Í inngangi ritsins segir Guðni að á Raufarfelli hafi lengi verið fjórbýli en hús hvers bæjar voru ekki aðskilin frá hinum heldur mynduðu húsin eina heild. „Það var burst við burst í langri húsa­ röð og svo var önnur styttri röð aftan við hina röðina. Svo voru fjárhús og hesthús utan rað­ anna.“ Guðni segir að fyrir tæpum 30 árum hafi hann farið að velta því fyrir sér að það þyrfti að teikna mynd af húsaröðinni eins og hún var áður en nútím­ inn gekk í garð. Það voru til ljósmyndir af flestum húsunum en engin ein mynd þar sem öll húsin voru með. Guðni fékk Thomas Stankiewicz arkitekt til að gera slíka teikningu fyrir sig. Myndin sýnir húsakostinn eins og hann leit út um 1940. Hörður Ágústsson mynd­ listar maður sá þessa mynd og langaði til að birta hana í bók sinni um íslenska húsagerðar­ sögu. Hann hvatti einnig til þess að húsunum væri lýst, sagt frá því til hvers einstök hús voru notuð, hvenær þau voru byggð, úr hvaða efni og svo framvegis. Guðni tók að sér að gera þetta en þegar því var lokið fannst honum að hann þyrfti að skrifa meira. Segja frá því hvernig gömlu húsin viku fyrir nýjum byggingum, segja frá fólkinu sem þarna bjó, búfé, ræktun, tækninýjungum, örnefnum, sögu staðarins og fleiru. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu af ritinu á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands: rit_ lbhi_nr_129_raufar fell_2020_ net_2.pdf „Þó svo að ritið fjalli að mestu um Raufarfell þá er þessi bær hluti af sveit með mörgum bæjum sem mynda samfélag. Sveitin er svo lítill hluti Íslands og tengist öðrum hlutum lands­ ins á ýmsan hátt. Sögu þessa bæjar verður því að skoða í ljósi þjóðarsögunnar og er því oft fjallað um hlutina í víðara sam­ hengi en bara því sem snertir þennan bæ,“ segir Guðni. /VH Raufarfell undir Eyjafjöllum: Saga bæjar í ljósi þjóðarsögunnar Kýr mjólkaðar á stöðli. Um mörk og merkingar búfjár Um aldir hafa búfjáreigendur haft þann hátt á að eyrnamarka eða merkja sér sinn búpening á ein- hvern veg svo hver og einn geti sannað sinn eignarrétt. Við fjárrag vor og haust er þetta nauðsynlegt svo hver og einn geti dregið sér sínar kindur. Eins var þetta með hross meðan þau voru rekin á afrétt og er enn þá gert á vissum stöðum, síðan var þeim smalað og rekin til sundurdráttar í réttum. Nú hefur orðið veruleg breyting á þar sem skylt er að merkja allt búfé í eyra með plötumerki (plastmerki sauðfé nautgripir) eða örmerki í makka á hrossi. Eru þessi merki í sauðfé og nautgripi með einstaklingsnúmeri og bæjarnúmeri sem í flestum tilfellum er þægilegt að sjá á, ýmist tilsýndar eða við skoðun á eyra. Er þetta mjög til þæginda þegar unnið er við sauðfé og eins við nautgripi. Lömb er skylt að merkja innan 30 daga frá fæðingu og kálfa 20 daga. Ásetningslömb er í nær flestum tilfellum ekki hægt að plötumerkja (fullorðinsmerki) í eyra fyrr en í lok sláturtíðar eða um 1. nóvember og síðar. Eru þá þessar kindur orðnar um 6 mánaða eða eldri. Margir fjáreigendur vilja til öryggis hafa lambamerkið í og setja ásetningsmerkið í hitt eyrað. Er þetta gert því ef ásetningsmerkið glatast er frekar hægt að finna út hver kindin er svo öruggt sé. Ég hygg að í nær öllum tilfellum sjái fjáreigendur um þessi verk sjálfir án aðstoðar dýralækna eða annarra sem hafa leyfi til að fara með lyf. Um hross virðast gilda allt aðrar reglur. Ásetningsfolöld er skylt að örmerkja í makka innan 10 mánaða aldurs og er það vel. Að öðru leyti samkvæmt laganna reglum virðast eyru á folöldum nær ósnertanleg, hvað mörkun með eyrnamarki eða plastmerki varðar. Ef folald er eyrnamarkað skal það deyft á meðan og þá af dýralækni sem skráir lyfjanotkun, þar með þarf að örmerkja gripinn. Um merkingu hrossa er hvergi minnst á plastmerki líkt og í nautgripum og sauðfé. Hér finnst mér sérkennilegur mismunur, kindin má vera 6 mánaða og eldri, lömb og kálfa hefi ég nefnt áður, þessar skepnur virðast ekki þurfa deyfingu, hvað veldur? Hér þarf skýringa við. Hvers vegna má ekki ein­ staklings merkja folald í eyra og kenna það við móður sína, þar til því er slátrað, líkt og lambi og kálfi sínar mæður? Ef folald er sett á til lífs er hægt að fjarlægja númer og tekur þá örmerki við. Hér á bæ er unnið við hryssur í samstarfi við Ísteka ehf. Væri það mjög til þæginda við rag í hrossunum ef merki væru í folöldunum. Það gerði ég s.l. sumar og fékk bágt fyrir af dýraeftirlitsmanni. Folöld sem fara í slátrun eru þá merkt líkt og lömb. Þá er þess að geta ef fol­ ald villist undan ómerkt og móðirin orðin því afhuga, þá getur orðið örðugt að sanna eignarrétt sinn á því ef á það reynir. Því má spyrja, hvers vegna má ein búfjártegund (folöld) ganga ómerkt í allt að 10 mánuði, en aðrar í einn mánuð eða minna? Ljóst er að mörkun og eða merking á folöldum er mun dýrari en á öðrum skepnum ef á að fara að reglum þar um. Dýralæknir nefndi í fljótheitum að kostnaður á folald yrði ca milli kr. 2.500 til 3.000. Því er augljóst að sú spurning vakni hvernig hægt sé að merkja folöld á hliðstæðan hátt og lömb og kálfa og með sambærilegum kostnaði? Ekki veit ég hvort nokkur kann skil á því hvort folaldið finnur meira til en kálfurinn eða lambið þegar merki eru sett í eyra. Í nýútkomnum markaskrám fyrir Húnavatnssýslur (2020) eru fjallskilasamþykktir fyrir sýsl­ urnar. Í þeim samþykktum er búfjáreigendum gert skylt að hafa glöggt mark á öllu sínu búfé (36 og 37 gr.) og eru hross þar ekki undanskilin. Í samtali við markaverði hefur engin athugasemd komið til þeirra um að fjallskilasamþykktirnar standist ekki. Hér að framan hefi ég sett fram nokkrar spurningar sem gott væri að fá svör við og um leið skýringar, því mér finnst ekki sanngjörn mismunun á merkingum og mörkunum á þeim búfénaði er ég hefi nefnt hér að framan. Halldór Guðmundsson Í Bændablaðinu sem kom út fimmtudaginn 28. janúar sl. segir frá andstöðu Bláskógabyggðar við frumvarp um hálendisþjóð- garð. Ýmsar fullyrðingar eru settar þar fram sem verður að segja sem er að eru annaðhvort byggðar á misskilningi eða eru settar fram gegn betri vitund um staðreyndir. Byggt er á því sjón- armiði að þetta frumvarp feli í sér yfirtöku á eignarrétti og ráð- stöfun hans. Lítum aðeins betur á þetta. Hvað felst í eignarrétti? Eignarréttur getur verið mismun­ andi, annars vegar beinn eignarréttur sem felur í sér algjör yfirráð tiltek­ ins landsvæðis eða hins vegar þegar eignarréttur er takmarkaður og hefur verið m.a. nefnd sem ítök í landi sem öðrum tilheyrir. Það kemur fram í rétti með einhver tiltekin afnot lands í huga eins og rétt til veiða, beitar, berjatínslu, skógarnytja, vatnstöku eða einhver önnur takmörkuð not sem fela í sér einhver tiltekin ítök. Margsinnis hefur verið rætt um þennan mismun og er rétt að benda á rit dr. Gauks Jörundarsonar um þetta efni. Gaukur var lengi vel okkar helsti sérfræðingur og fræði­ maður á sviði eignarréttar. Má benda á doktorsrit hans um eignarrétt og síðar kennslurit um sama efni. Sveitarstjórnir hafa fyrst og fremst haft forgöngu um ákveðin afnot lands t.d. sumarbeit hrossa og sauðfjár á afréttum. Þessi mál með eignar­ réttinn hafa að mestu verið útkljáð með úrskurðum Óbyggðanefndar og niðurstöðum Hæstaréttar þar sem deilum um eignarrétt hefir verið skotið til dómstóla. Eru því yfirstjórn hálendisins fyrst og fremst bundin við þennan takmarkaða eignarrétt hálendisins en felst ekki með óskor­ uðum eignarrétti. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðgarðinum verði skipt í 6 hluta og eiga sveitarfélög innan hvers hluta að hafa yfirstjórn á því svæði. Á það hefur verið bent að sveit­ arstjórnir verði að deila skipulags­ valdi sínu og þar með yfirráðum með öðrum sveitarstjórnum. Við þetta ber að athuga að þarna er í raun verið að bæta lýðræðisleg vinnubrögð enda er rétt að líta á hálendið meira sem eina heild fremur en að því sé skipt eftir einhverjum línum sem tilheyrir fremur eldri sjónarmiðum. Í dag ber okkur að taka tillit til annarra aðilja hvort sem eru einstaklingar, sveitarfélög eða allt samfélagið. Því miður er misbrestur á þessu, má til dæmis benda á að í nokkrum sveitarfélögum eru eigendur frí­ stundahúsa algjörlega utan við ákvarðanatöku innan viðkomandi sveitarfélags enda þótt megintekj­ ur þessara sömu sveitarfélaga séu fasteignagjöld af þessum sömu húsum. Þjóðgarðshugmyndin kemur frá Bandaríkjunum Fyrstu þjóðgarðar heims voru stofnaðir fyrir nálægt hálfri annarri öld. Yellowstone þjóðgarðurinn var stofnaður 1872 og í tímaritinu Fálkinn segir frá honum árið 1929 og lesa má hér: https://timarit.is/ files/13606128 Það verður að segja sem er að með stofnun þjóðgarða vest­ anhafs var tekið mjög skynsam­ legt skref til að varðveita náttúru viðkomandi landsvæðis. Nú veit eg ekki hvort sveitarstjórnarfólk­ ið í Bláskógabyggð hafi komið í bandarískan þjóðgarð og kynnt sér þessi mál. Mér þykir gagnrýni sveitarstjórnarinnar á frumvarp­ inu um Bláskógabyggð vera sem viðhorf eldri tíma. Þjóðgarðsfrumvarpið 1928 Senn er öld liðin frá því að við Íslendingar fengum okkar fyrsta þjóðgarð. Nú má skoða á heima­ síðu Alþingis þingskjöl og ræður frá þinginu 1928. Frumvarpið um þjóð­ garð á Þingvelli má lesa á þessari slóð: https://www.althingi.is/altext/ pdf/40/s/0023.pdf Þess má geta að framsögumaður þessa þingmáls var Jónas frá Hriflu. Áhugavert er að allur þingheim­ ur var fylgjandi þessari hugmynd en komu með nokkrar tillögur um breytingar sem flestar voru sam­ þykktar. Fróðlegt er að bera saman þessi tvö frumvörp um friðun Þingvalla frá 1928 og frumvarpinu um hálendisþjóðgarðinn. Meira af gagnrýni Lítum á þessa setningu sem gripin er úr Vísi 4. apríl 1928: Eg er því algerlega mótfallinn, að þetta fyrirhugaða þjóðgarðsbákn komist á, því að mín skoðun er sú, að það komi að engu haldi og að þjóðin hafi ekki efni á að koma garðinum upp og halda honum við. Heimild: https://timarit.is/ files/14435343 Hljómar þetta ekki nokkuð kunn uglega í dag? Þessi sömu viðhorf vaða uppi í dag og eru nákvæmlega þau sömu og tíðk­ ast nú nærri einni öld síðar. Já, sagan endurtekur sig, er haft eftir Tryggva Þórhallssyni. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði Austur á Höfn í Hornafirði hefur sveitarstjórnin tekið vel í þetta málefni en með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs urðu til nokkrir tugir starfa þar í héraðinu. Fjöldinn allur af ungu fólki hefur snúið aftur heim á æskuslóðir sínar eftir að afla sér menntunar og starfa núna við ýmis störf við þjóðgarðinn. Því er mikil von að innviðir heimabyggða verði traust­ ari og í framtíðinni megi vænta að sífellt fleiri störf verði til. Það er beinlínis rangt að halda því fram að allt frumkvæði komi af höfuð­ borgarsvæðinu. Í raun hefur það enga aðkomu að stjórnun þjóð­ garðsins nema að litlu leyti. Ég leyfi mér að hvetja þær sveitarstjórnir sem fram að þessu hafa sett sig á móti frumvarpinu um hálendisþjóðgarðinn að skoða betur þetta mál. Rökin gegn þjóð­ garðinum geta vart verið talin í takt við tímann. Guðjón Jensson, leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ Til varnar frumvarpi um hálendisþjóðgarð Um aldir hafa búfjáreigendur haft þann hátt á að eyrnamarka eða merkja sér sinn búpening á einhvern veg svo hver og einn geti sannað sinn eignarétt. Mynd / Jón Eiríksson. Bænda bbl.is Facebook

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.