Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Síða 4

Víkurfréttir - 05.05.2021, Síða 4
Byggingarfélagið Sparri fagnar aldarfjórðungsafmæli um þessar mundir og bauð af því til­ efni til afmælisveitinga og sýningar á splunkunýrri raðhúsalengju við Hafdal í Innri Njarðvík síðasta laugardag. Fjöldi fólks mætti og óskaði bræðrunum Arnari Jónssyn og Halldóri V. Jónssyni, eigendur Sparri til hamingju með afmælið. Þeir bræður eru orðnir afkastamestu byggingarverktakarnir á Suðurnesjum en þeir hafa komið víða við. Starfsmenn eru 20­25 manns og á afmælisdaginn voru sýndar nýjar rað­ húsaíbúðir við Hafdal. Sparramenn eru alltaf byrjaðir á nýju verkefni áður en síðsta klárast og reksturinn hefur gengið vel hjá bræðrunum sem þykja góðir atvinnurekendur. Þegar verkefnalistinn er skoðaður hjá Sparra má sjá að hann er mjög langur og verkefnin hafa verið mörg. „Íbúðir seljast ansi hratt þessa dagana. Lágir vextir hafa haft mikið að segja í því en við vitum ekki hvað það varir lengi,“ sagði Arnar í stuttu spjalli við Víkurfréttir sem litu við og smelltu nokkrum myndum af gestum og eigendum. Sparri fagnar aldarfjórðungi Hér má sjá ný raðhús og fjölbýlishús í Innri-Njarðvík sem Sparri var að ljúka byggingu á. 4 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.