Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.05.2021, Blaðsíða 6
Að fara út í næturmyrkrið í góðu veðri til að mynda hvort heldur norðurljós eða hreinlega bara lands- lagið með tunglið sem eina ljós- gjafann er virkilega gaman. Í einni slíkri ferð var ég staddur á bakka speglsléttrar flæðitjarnar, í dauðalogni og tunglið eins fullt og það getur orðið þannig að aðstæður gátu ekki verið betri. Þar sem ég stend þarna á bakk- anum algjörlega í mínum eigin heimi upptekinn af því að stilla mynda- vélina á milli þess sem ég smelli af, þá læðist að mér sú tilfinning að verið sé að fylgjast með mér. Ég ýti þessari tilfinningu jafnharðan frá mér og hugsa með mér hverslags vit- leysa þetta sé, staddur einn hér úti í rassgati og enginn annar á svæðinu. Þessari ónota tilfinningu skaut upp nokkrum sinnum uns ég ákvað að snúa mér við á meðan myndavélin var að hlaða í eina myndina. Viti menn! Þegar að ég sný mér við horfi ég beint í augun á þessum líka samanrekna og fagurhyrnda hrút sem stóð uppi á barði í seilingar- fjarlæg að baki mér. Ekki veit ég hvorum brá meira ljósmyndaranum eða hrútnum. Eftir að hafa henst afturábak og næstum því hent myndavélinni um koll, jafnað mig á hjarsláttart- ruflunum og ýmiskonar öðrum truflunum á líkamsstarfsemi náðist mynd! Það getur tekið á taugarnar að taka myndir. RITSTJÓRARPISTILL - PÁLL KETILSSON FIMMTUDAGUR KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Jón Steinar Sæmundsson Einn í heiminum - Samt ekki. Raunir ljósmyndarans eru margar. Unga fólkið okkar fékk hrós hjá Ragnheiði Elínu Árna- dóttur í Lokaorð-pistli hennar á baksíðu Víkurfrétta í síðustu viku. Sannarlega orð að sönnu og auðvelt að taka undir þau. Við hjá Víkurfréttum hittum reglulega unga fólkið í störfum okkar en næstu vikurnar verða ungmenni úr Reykjanesbæ í sviðljósinu í sjónvarpsþætti okkar, Suðurnesjamagasíni. Hópur á vegum Fjörheima og 88 hússins hefur að undanförnu unnið fréttainnslög um margvíslegt efni og við munum sýna þau í þáttunum í þessari og næstu viku. Verkefnið er til komið vegna Barna- og ungmennahátíðar Reykjanesbæjar 6. til 24. maí. Krakkarnir fóru víða í leit sinni að áhugaverðu efni og unnu innslögin sín af miklum metnaði og áhuga. Þau komu á ritstjórnarskrifstofu Víkurfrétta í síðustu viku þar sem teknar voru upp sjónvarpskynningar sem verða sýndar í þáttunum. Krakkarnir leystu það af hendi eins og ekkert væri. Það er ástæða til að hvetja fólk til að sjá ungmennin okkar fara á kostum í sjónvarpi. Í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku sýndum við frá bólusetningum á Suðurnesjum. Góður gangur er í þeim og von er á frekari Covid tilslökunum í næstu viku. Það segir okkur að hlutirnir séu að ganga vel í kófinu og þá styttist í „venjulegt“ líf, alla vega hér á landi, á næstunni. Í samtali við nokkra aðila í ferðaþjónustunni má heyra betra hljóð því ferðamenn eru þegar farnir að streyma til landsins, ekki með sama hraða og fyrir kófið en tvö bandarísk flugfélög fljúga nú daglega með hundruð ferðalanga, bólusetta Bandaríkjamenn. Þá er PLAY á leið í loftið og fleiri ferðir hjá Icelandair. Þetta eru góðar fréttir fyrir hótelin, bílaleigurnar og marga aðra, til dæmis fólkið sem missti vinnuna vegna Covid. Störfin munu flest koma til baka hægt og bítandi. Verkfræðistofa Suðurnesja fékk stórt verkefni við flugstöðina eftir að hafa verið lægst í útboði og það eitt mun skapa fjögur, fimm störf í tvö ár fyrir stofuna. VF smellti af brosandi forstjóra Isavia og Verkfræðistofunnar í upphafi vik- unnar. Það var gaman að sjá það. Landið er að rísa. Mörg fyrirtæki hafa þrátt fyrir kófið haldið haus, til dæmis mörg verktakafyrirtæki í iðnaði og byggingum á Suðurnesjum. Nokkur eru með rammasamning við Isavia og eru með nokkuð stöðugt verkefni í og við flugstöðina, bæði við nýsmíði hvers konar og viðhald. Í viðtali við forstjóra Isavia fyrir skömmu kom fram að mikil meirihluti fyrirtækja sem er með rammasamning við Isavia er með aðsetur á Suðurnesjum. En talandi um góð fyrirtæki sem hafa haldið haus er verktaka- fyrirtækið Sparri í Reykjanesbæ. Það er eitt öflugasta verktakafyrirtæki á Suðurnesjum og hefur byggst upp og stækkað jafnt og þétt í aldarfjórðung. Eigendur eru niðri á jörðinni en með seiglu og metnað gert góða hluti en starfsmenn þess eru að jafnaði á milli 20 og 30. Það munar um minna. Við vorum líka viðstaddir fyrstu skóflustungu að nýju íbúðahverfi í Sandgerði í Suður- nesjabæ. Þar voru stór tæki frá Ellert Skúlasyni en það er eitt af elstu fyrirtækjunum á Suðurnesjum og annað dæmi um seiglu eigenda og stjórnenda. Leiðarahöfundur samdi nýlega við fyrirtæki sem starfar í margvíslegri garðvinnu og tengdum verkefnum. Það er ungt fyrirtæki sem hefur plumað sig vel og er komið með nærri tuttugu starfsmenn. Fleiri dæmi mætti nefna um góð fyrirtæki á svæðinu en við munum segja meira frá þeim á næstunni en reynum alla jafna að segja frá þeim reglulega. UNGA FÓLKIÐ OKKAR OG FYRIRTÆKIN Á SUÐURNESJUM nýr tími! 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.