Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2021, Síða 11

Víkurfréttir - 05.05.2021, Síða 11
 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR INGVARSDÓTTIR Matta á Bjargi Lóulandi 9, Garði lést á heimili sínu mánudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Útskálakirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/matthilduringvarsdottir Magnús Þór Magnússon Einar Jón Pálsson Hildur Hauksdóttir Elmar Þór Magnússon Helga Andersen Harpa Lind Magnúsdóttir Sigmar Viðar Magnússon Ingibjörg María Ólafsdóttir Sveinn H. Zophoníasson barnabörn og barnabarnabörn. Nemendur í Stapaskóla söfnuðu 840 þúsund krónum til styrktar veikum bekkjarbróður Fimmtudaginn 6. maí hefst árleg barna- og ungmennahátíð í Reykja- nesbæ. Hátíðin hefur til þessa gengið undir nafninu Listahátíð barna og Barnahátíð en nú hefur markhóp- urinn verið útvíkkaður í ungmenni einnig. Þannig varð til nafnið BAUN sem er í raun skammstöfun fyrir barn annars vegar og ungmenni hins vegar. Þá hefur baun einnig tákn- ræna merkingu þar sem baunir eru auðvitað fræ sem með góðri næringu og atlæti blómstra og breiða úr sér. Þannig er barna- og ungmennahátíð frjósamur jarðvegur fyrir börnin okkar og gefur þeim tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra. BAUNabréfið Nú í vikunni verður öllum leikskóla- börnum og öllum grunnskólabörnum upp í 7.bekk afhent sérstakt BAUNa- bréf. Tilgangur bréfsins er að hvetja börn og fjölskyldur til að fara á kreik og taka þátt í ýmsum skemmti- legum verkefnum og svara spurn- ingum eða safna stimplum í bréfið sitt. Þegar ákveðinn fjöldi verkefna hefur verið leystur er hægt að skila inn lausnasíðu úr BAUNabréfinu og þá eiga börnin möguleika á að vera dregin úr potti og vinna til veglegra verðlauna. BAUNabréfið er viðbragð við gildandi samkomutakmörkunum en ekki var hægt að blása til sérstaks fjölskyldudags af þeim sökum. Með BAUNabréfinu getur fjölskyldan skemmt sér saman á eigin vegum en jafnframt verið þátttakandi í skemmtilegum leik. Fjölbreytt dagskrá Margt skemmtilegt er á dagskrá BA- UNar. Má þar nefna Listahátíð barna í Duus Safnahúsum þar sem gefur að líta listsköpun barna frá leikskóla og upp í framhaldsskóla. Hæfileika- hátíð grunnskólanna fer fram í Stapa þar sem úrvalsatriði frá árshátíðum grunnskólanna eru sýnd og í ár verður þeim streymt samtímis í alla skóla bæjarins. Sérstakt Skessuskokk fer fram á fimm stöðum í bænum þar sem hlaupið er á milli Skessuspora, ný þrautabraut í Njarðvíkurskógum verður vígð og boðið upp á tímatöku í brautinni og sömuleiðis verður glæný fjallahjólabraut á Ásbrú vígð þar sem Hjólaleikfélagið mun kynna og að- stoða unga hjólreiðamenn í brautinni. Þá munu Fjóla tröllstelpa og Grýla baka í beinni og VísindaVilli leiðbeina með tilraunir líka í beinni. Dýrasýning með hljóði og mynd verður í Bóka- safninu og þar verður einnig hægt að lesa fyrir hund, boðið verður upp á fornleifauppgröft í Duus Safnahúsum og nýja rennibrautin í Sundmiðstöð- inni verður formlega vígð. Fjölbreytt dagskrá verður fyrir ungmenni í Fjörheimum m.a. kökuskreytinga- keppni, hjólabrettakennsla og málað á hjólabretti og margt fleira. Þá verða ungmenni með innslög í Suðurnes- Nemendur í 7. bekk í Stapaskóla stóðu fyrir fjáröflun fyrir bekkjar­ bróður sinn sem greindist með bráðahvítblæði í byrjun mars. Nú er stefnan tekin til Svíþjóðar hjá honum á næstu dögum þar sem hann fer í beinmergsskipti. Bekkj­ arsystkini hans vildu ólm hjálpa honum og ákváðu þau að vera með fjáröflun fyrir hann. Gengið var í hús í Innri­Njarðvík og safnað áheitum fyrir fótboltamarþon. Nem­ endurnir spiluðu fótbolta saman frá því þau mættu í skólann síðasta fimmtudag og þangað til skóla­ dagurinn var búinn. Það voru því þreyttir og mjög ánægðir nemendur sem fóru heim úr skólanum enda gild ástæða fyrir gleðinni. Áheita­ söfnunin gekk vonum framar og var heildarupphæðin fyrir áheitin um 840.000 krónur. Ef fleiri vilja leggja hönd á plóg þá er það enn vel þegið en leggja má inn á styrktar­ reikning hans: Reikningsnúmerið er 0542­14­404971 og kennitalan 190808­4080. jamagasíni Víkur frétta á Hringbraut og vf.is þar sem spennandi verður að fylgjast með. Öll dagskrá verður birt á vef Reykjanesbæjar og á facebooksíð- unni Baun, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ. Allir með! Við hvetjum fjölskyldur til að taka virkan þátt í BAUNinni 2021, halda af stað í ævintýraleiðangur með BAUNabréfið að vopni og eiga saman frábærar fjölskyldustundir. Til mikils er að vinna að fylla út BAUNabréfið en heppnir þátttakendur fá í verð- laun trampolín og hlaupahjól auk bíómiða með poppi og drykk. Nánari upplýsingar um hvern dag- skrárlið verður að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar og á facebooksíðu BAUNar eins og áður segir. Gleðilega BAUN og góða skemmtun! BAUN - Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ 6.-16.maí Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, Betsý Ásta Stefánsdóttir og Jón Logi Víðisson tóku viðtöl og komu svo í myndver Víkurfrétta og tóku upp kynningar fyrir efni sitt. Til hægri er hópurinn sem kom að framleiðslu sjónvarpsefnisins sem sýnt verður í Suðurnesjamagasíni dagana 6. og 13. maí. Tölvunámskeið fyrir eldri borgara Notum tæknina til að vera í sambandi við fólkið okkar, lesum blöðin og leitum upplýsinga. Námskeiðið er grunnnámskeið og hver og einn getur komið með óskir um hvernig hann vill nýta tæknina. Þú mætir með þitt eigið tæki, hvort sem það er spjaldtölva, sími eða fartölva. Kennari: Anna Albertsdóttir Staðsetning: Nesvöllum, 2.hæð Tími: Þriðjudögum frá kl.10:00-12:00 Skráning: Í síma 420-3400 Spjaldtölva | sími | fartölva Nesvellir víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.