Víkurfréttir - 05.05.2021, Qupperneq 21
Forgangsröðum í þágu
barnafjölskyldna
Hornsteinn í stefnu jafnaðarmanna
er að styðja við börn og barnafjöl-
skyldur, að tryggja jöfnuð og skapa
fjölskylduvænt samfélag. Því þegar
allt kemur til alls er það fjölskyldan –
velferð hennar og heilbrigði – sem er
eitt það mikilvægasta í lífi sérhvers
einstaklings.
Þrátt fyrir að fjölskyldugerðin
hafi á undanförnum áratugum tekið
miklum breytingum, hafa grunn-
þarfir fjölskyldna lítið breyst. Allir
einstaklingar þurfa stuðning frá fjöl-
skyldu sinni og það veitir okkur fátt
meiri ánægju en að sjá fjölskyldu-
meðlimi vaxa og þroskast. Hlutverk
ríkisins á að vera að veita öllum for-
eldrum aðstoð við framfærslu yfir
það tímabil þegar útgjöld eru hvað
hæst og að jafna stöðu tekjulægri
fjölskyldna þannig að börn búi ekki
við fátækt eða skerta möguleika til
að stunda nám og tómstundastarf.
Til að sátt og stöðugleiki geti ríkt
þurfa fjölskyldur að búa við öryggi.
Stuðningur við barnafjölskyldur
er eitt mikilvægasta úrræðið sem
ríkið hefur til að bæta lífskjör og
draga úr fátækt barnafjölskyldna og
er um leið stjórntæki við útfærslu
á fjölskyldustefnu hins opinbera á
hverjum tíma.
Samfylkingin er nú sem fyrr í far-
arbroddi fyrir bættum kjörum fjöl-
skyldufólks og telur rétt að gera rót-
tækar kerfisbreytingar á styrkjum til
barnafjölskyldna. Jafnframt vill Sam-
fylkingin hækka framlög til mála-
flokksins. Núverandi barnabótakerfi
er bæði flókið og nær einungis til lág-
tekjufjölskyldna og þrátt fyrir allt þá
býr hluti foreldra með lágar tekjur
eftir sem áður við skertar barna-
bætur. Við slíkt er ekki hægt að una.
Samfylkingin vill að stuðningur við
barnafjölskyldur taki annars vegar
mið það því að jafna framfærslu-
kostnað milli heimila sem hafa börn
á framfæri og annarra og hins vegar
að stuðningsgreiðslurnar jafni stöðu
fjölskyldna sem hafa lágar tekjur.
Með því að forgangsraða opin-
berum styrkjum í þágu barnafjöl-
skyldna og koma upp almennu
styrkjakerfi sem byggir á barna-
greiðslum sem ná til allra foreldra
en ekki einungis þeirra tekjulægstu
munu lífsgæði barnafjölskyldna
aukast. Bætt stuðningskerfi munn
svo aftur skila sér í betra og áhyggju
minna samfélagi öllum til gagns.
Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri
hjá Matvælastofnun, formaður
Ungmennafélags Selfoss og 2. sæti
á lista Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi.
Styrkjum
Suðurkjördæmi
Sem oddviti sveitarfélags síðast-
liðin tvö kjörtímabil, og rekstraraðili
hótels á landsbyggðinni síðustu
tuttugu ár, hef ég reynt á eigin skinni
hvernig lífsbaráttan harðnar þegar
fjær dregur höfuðborgarsvæðinu.
Flutningsgjöld, margfaldur raf-
magnskostnaður, það að þurfa að
útvega starfsfólki sínu húsnæði,
jafnvel byggja yfir það. Krafan um
fæði og uppihald, hvernig þjónusta,
fyrirtæki og stofnanir færast eins og
fyrir náttúrulögmál til höfuðborgar-
innar. Kostnaður við að sækja sjálf-
sagða og lífsnauðsynlega þjónustu
eykst að sama skapi. Við skulum
ekki einu sinni byrja á að ræða
samgöngukerfið. Þið sem keyrið
Suðurkjördæmið á enda komist fljót-
lega að því að eftir því sem austar
dregur mjókkar vegurinn og viðhald
versnar. Bara á liðnu ári fór bíllinn
okkar í þrjár bílrúðuskiptingar
vegna steinkasts frá öðrum bílum.
Tvöföldun á Reykjanesbraut er ekki
ennþá orðinn veruleiki þrátt fyrir að
sú leið sé lífæð allrar ferðaþjónustu í
landinu. Af mörgu er að taka.
Ég er vön því að berjast fyrir mitt
sveitarfélag og sem formaður Sam-
taka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir
sunnlensk sveitarfélög. Stanslaus
hagsmunabarátta fyrir innviðum,
stofnunum, þjónustu og fyrirtækjum
er nauðsynleg til að tryggja það að
Suðurkjördæmi bjóðist jöfn tæki-
færi þegar kemur að þessum mála-
flokkum. Ég mun á næstu vikum
sækja heim fólk og fyrirtæki á
Suðurnesjum og kynna mig og mín
baráttumál. Hlakka til að sjá ykkur
þrátt fyrir Covid. Framundan eru
bjartir tímar.
Ég gef ekki kosningaloforð sem
ekki er hægt að uppfylla en ég gef
ykkur loforð um að berjast fyrir
Suðurkjördæmi allt. Oft er þörf en
nú er nauðsyn. Stöndum vörð um
störf og fyrirtæki. Sækjum fram því
sókn er besta vörnin.
Höfundur:
Eva Björk Harðardóttir sækist
eftir 2.–3. sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðismanna í Suðurkjördæmi.
Gerum þetta saman
Í hartnær tuttugu ár hef
ég tekið þátt í grasrótar-
starfi Sjálfstæðisflokksins,
nú óska ég eftir stuðningi
Sjálfstæðismanna í Suður-
kjördæmi til að stíga nær
beinum áhrifum. Ég tók því
ákvörðun um að gefa kost á
mér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins.
Það er vissulega leiðigjarnt þegar
stjórnmálamenn boða að þeir muni
flytja fjöll, fái þeir til þess stuðning.
Ég ætla að reyna að falla ekki í þá
gryfju. Eftir sem áður vil ég kynna
hver ég er, fyrir hvað ég stend og
fyrir hverju ég vil berjast.
Ég er Eyjamaður, fæddur inn í afar
venjulega íslenska alþýðufjölskyldu.
Foreldrar mínir bæði kennarar, fjöl-
skyldubíllinn Skoda og við börnin
á heimilinu fjögur talsins. Leið mín
lá fyrst á sjóinn með millilendingu í
Stýrimannaskólanum hvar ég lærði
skipstjórn. Ég starfaði sem sjómaður
í um tuttugu ár, lengst af sem stýri-
maður og skipstjóri. Á ákveðnum
krossgötum söðlaði ég um. Fékk
starf í tónlistarskólanum og lærði
í framhaldinu til kennara og síðar
menningarstjórnunar við Bifröst. Í
dag starfa ég sem skólastjóri Tón-
listarskóla Vestmannaeyja og stjórn-
andi Lúðrasveitar Vestmannaeyja.
Ég byrjaði seint markvissa þátttöku
í stjórnmálum og ætlaði mér ekki
neitt annað en starf í grasrótinni. Að
styðja gott fólk til góðra verka. Nú tel
ég mig hins vegar vera tilbúinn til að
axla aukna ábyrgð.
Ég er klassískur hægri maður. Hef
einlæga trú á mátt einstaklingsins og
frelsi hans til orða og athafna. Ég tel
að grunnþáttur þess að vera sannur
talsmaður einstaklingsfrelsis sé
fullkomin og alger virðing fyrir vali
og eðli hvers og eins. Þar með séu
sundurgreinandi breytur,
eins og kyn, aldur, kyn-
hneigð, stétt og staða, ekki
eingöngu léttvægar heldur
óviðkomandi. Það sem máli
skiptir er einstaklingurinn
og hvernig hann stígur fram.
Samtrygging á sviði mennt-
unar og heilbrigðismála er í mínum
huga jákvæð en útilokar hvergi að-
komu einkafyrirtækja. Ég er lands-
byggðarmaður og vil sem slíkur sjá
byggð dafna um allt land. Ég er al-
þjóðasinni en tel það hreinlega frá-
leitt að ljá á því máls að Ísland gangi
í Evrópusambandið.
Mínar helstu áherslur liggja á
sviði menningar og undirstöðuat-
vinnuveganna. Ég tel menningu vera
helstu grunnstoð mannlífs á hverjum
stað. Ég þekki sjávarútveginn vel, tel
að við þurfum að standa um hann
vörð og veit að sú grein hefur haldið
í okkur lífinu í gegnum tíðina. Þá tel
ég mikil sóknarfæri liggja í íslenskum
landbúnaði með sívaxandi fæðuþörf
heimsins og áherslu á vistvæna og
heilsusamlega fæðu.
Ég er nýr á þessum vettvangi og
áskil mér rétt til að þroska skoðanir
mínar og jafnvel að skipta um þær ef
rök falla þannig. Ég vonast til að geta
átt samskipti við sjálfstæðismenn
um allt kjördæmið fram að prófkjöri
og með enn auknum krafti eftir það,
fái ég til þess umboð. Ég vil því hér
með hvetja þig til að hafa samband
við mig og lýsi mig tilbúinn til að
heimsækja hvern einasta vinnu-
stað og hvern einasta íbúa, eins
og aðstæður leyfa. Ræðum málin
og setjum hina sönnu stefnu Sjálf-
stæðisflokksins á dagskrá. Ég vil að
við gerum þetta saman.
Jarl Sigurgeirsson
jarlsig@gmail.com
Verði ég heilbrigðisráðherra
Heilsugæslan er ein af okkar stærstu
áskorunum hér á Suðurnesjum.
Í mínum huga er krafan einföld, við
eigum rétt á fyrsta flokks heilbrigðis-
þjónustu í heimabyggð og sættum
okkur ekki við minna. Það hefur
hins vegar ekki gengið þrautalaust
að efla heilsugæsluna og augljóst að
hér líðum við fyrir nálægðina við
höfuðborgarsvæðið. Það er eðlilegt
að íbúar spyrji af hverju málum er
svona háttað. Öll viljum við hafa
greiðan aðgang að góðri heilsugæslu
og almennri heilbrigðisþjónustu
heima í héraði. Við viljum vera stolt
af okkar heilbrigðisstofnun. Auk
þess að tryggja íbúum öryggi og
góða þjónustu skapar slíkur rekstur
byggðunum sóknarfæri. Öflug heilsu-
gæsla laðar að bæði sérhæft starfs-
fólk og nýja íbúa.
Við getum öll verið stolt af því
góða fólki sem vinnur á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja. Það kappkostar
að veita framúrskarandi þjónustu. Ég
upplifði það þegar tveir af þremur
sonum mínum fæddust á HSS og
þegar ég hef þurft að leita með þá
á slysadeildina eða til barnalæknis.
Ég hef sagt við stjórnendur HSS að
ég sé ekki jafn sáttur við stjórnun,
skipulag og þann skort á metnaði
sem sýndur er á stofnuninni. Aðrar
heilbrigðisstofnanir sem eru í
kringum höfuðborgarsvæðið hafa
sýnt að það er hægt að ná árangri
með þeirri löggjöf, heilbrigðisstefnu
og fjárlög sem eru í gildi og hafa
verið samþykkt nú þegar á Alþingi.
Mestu máli skiptir að heilbrigðis-
ráðherrann, ráðuneytið og yfirstjórn
stofnana spili sem best úr því sem
Alþingi ákveður.
Allt í kringum okkur eru skýr
dæmi um að vel hafi spilast úr. Heil-
brigðisstofnun Vesturlands hefur
t.d. með miklum metnaði náð að
byggja upp öfluga fæðingaþjón-
ustu og sinna fjölda skurðaðgerða.
Heilsugæsluþjónusta höfuðborgar-
svæðisins umbreyttist til betri vegar
þegar einkareknum heilsugæslum
var fjölgað og samkeppni innleidd
á milli heilsugæslustöðva um hver
veitir bestu þjónustuna. Breytt
fjármögnunarkerfi varð til þess að
þessi samkeppni skapaðist, biðlistar
hurfu, betur gekk að manna heilsu-
gæsluna þannig að allir fá úrvals
þjónustu. Nú hefur þetta fjármögn-
unarkerfi verið innleitt um land
allt. Annað þarf því ekki til en að
heimila Sjúkratryggingum Íslands
að semja við heilbrigðisstarfsfólk
um að starfrækja sjálfstætt starf
andi heilsugæslu á Suðurnesjum til
að stórefla þá heilbrigðisþjónustu
sem íbúum Suðurnesja gæti staðið
til boða. Stór kostur er að það krefst
ekki aukins fjármagns og myndi ekki
auka kostnað íbúanna, frekar draga
úr greiðsluþátttöku notenda.
Þessu gæti ég kippt í liðinn með
einum tölvupósti til Sjúkratrygg
inga væri ég heilbrigðisráðherra.
Það yrði raunar mitt fyrsta emb
ættisverk að skrifa slíkan tölvupóst
enda löngu tímabært að Suður
nesin eigi slíkan málsvara.
Vilhjálmur Árnason, varafor-
maður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins og frambjóðandi í 1. sæti.
Hvar ætlar þú að starfa?
Mikið hefur verið rætt um þann
fjölda sem leitar út fyrir höfuðborg-
arsvæðið og velur að búa fjölskyldu
sinni heimili m.a. á Suðurlandi. Það
er frábært og því ber að fagna; bú-
setuskilyrðin eru betri og fasteigna-
verðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau
sem eru að stíga sín fyrstu skref á
fasteignamarkaðinn og þau sem eru
að stækka við sig.
Margt fólk sækir þó ekki atvinnu
í sinni heimabyggð og þau sem búa
á vinnusóknarsvæði höfuðborgar-
svæðisins leggur í miklu mæli leið
sína í höfuðborgina til að sækja störf
sem hæfa sinni menntun. Það er því
ljóst að tækifæri eru til þess að bæta
úr og horfast í augu við að það er
betra að fólk finni sér framtíðarstörf
í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái
það sem raunhæfan möguleika að
búa á landsbyggðinni og afla sér far-
borða þar sem það býr.
Það er nákvæmlega það – bjóða
fólki upp á atvinnu við sitt hæfi,
menntun og reynslu og bjóða upp á
möguleikann á því að starfa nær sínu
heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma
meðal annars störf án staðsetningar
inn sem mikilvægur hlekkur í þá um-
ræðu og að víkka sjóndeildarhring
stjórnvalda á þeim kosti að þekking
dreifist víðar um landið og fólk fái
tækifæri til þess að búa og starfa í
sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf
án staðsetningar og fjarvinnslu-
stöðvar myndu skipta sköpum fyrir
háskólamenntað fólk. Jafnframt
myndi það hafa góð áhrif á byggðar-
þróun ásamt því að hafa jákvæð
áhrif á samgöngur og þróun þeirra til
framtíðar. Þá þarf að setja á fót skat-
tafslátt vegna kostnaðar við ferðir
til vinnu fyrir fólk
utan höfuðborgar-
svæðisins en það
er hluti af aðgerð-
aráætlun stefnumótandi byggðará-
ætlunar fyrir árin 2018 til 2024.
Störf án staðsetningar hafa mörg
jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna,
fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað
sé nefnt. Þetta helst allt í hendur
og undir eru hagsmunir þeirra fjöl-
skyldna sem kjósa að færa heimili
sitt út úr höfuðborginni. Gerum
búsetu á landsbyggðinni raunhæfan
kost fyrir alla og tryggjum að at-
vinnuþróun sé í takt við þann fjölda
sem það kýs. Klárum dæmið!
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lög-
fræðingur og frambjóðandi í 3.
sæti á lista Framsóknar í Suður-
kjördæmi.
Skil á aðSENdu EFNi
Greinar og annað aðsent efni sem óskað er
að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist
ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið
vf@vf.is
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 21