Víkurfréttir - 05.05.2021, Síða 23
Agnar Olsen Íslandsmeistari í 8-Ball
Fyrir mörgum árum, þegar rekin var knattborðsstofa í Grófinni
í Keflavík og víðar, voru margir snjall ir spilarar á Suðurnesjum
– en þó að stofa hafi ekki verið rekin hér í háa herrans tíð
leynast enn góðir leikmenn á Suðurnesjum. Um miðjan apríl
varð Vogamaðurinn Jón Ingi Ægisson Íslandsmeistari í snóker
40 ára og eldri og um þarsíðustu helgi landaði Njarðvíkingur-
inn Agnar Olsen Íslandsmeistaratitl i í 8-Ball .
Agnar er enginn aukvisi í poolinu en
hann varð einnig Íslandsmeistari í
9-Ball árið 2018 og árið 2019 vann
hann tvöfalt, varð Íslandsmeistari í
8-Ball og 9-Ball. Agnar tók ekki þátt
í mótum árið 2020 vegna veikinda.
Agnar stundar pool á fullu og er
virkur í starfsemi íþróttarinnar en
hann situr í stjórn Billiardsambands
Íslands. Víkurfréttir óskuðu Agnari
til hamingju með titilinn og spjöll-
uðum við hann um pool og fleira.
„Þetta var ansi skemmtilegt mót,
útsláttarmót. Oft hefur verið spilað
í riðlum en núna var bara beinn
útsláttur. Ef maður tapaði þá fór
maður bara heim. Í fyrstu umferð
fór sá sem var fyrstur til að vinna sjö
ramma áfram, þannig að allir fengu
þó eitthvað út úr mótinu.
Þátttakan í mótinu var ágæt,
tuttugu manns, en þetta var fyrsta
Íslandsmótið af þremur í pool. Núna
var keppt í 8-Ball en það eru í raun
þrjú Íslandsmót eftir hjá Billiardsam-
bandinu; Íslandsmótið í 9-Ball og
Íslandsmótið 10-Ball, en þau verða
núna seinnipartinn í maí, og svo er
Íslandsmótið í snóker í gangi núna.
Það er það mót sem er alltaf litið á
sem stóra mótið.“
– Keppir þú í bæði pool og snóker?
„Já, ég geri það núna, aðallega til að
fá meiri keppnisreynslu – en ég hef
lagt meiri áherslu á poolið. Á næsta
ári ætla ég að vera í báðum greinum,
það er svo gaman að þessu og þótt
maður sé ekki að verða neinn heims-
meistari úr því sem komið er þá er
bara svo gaman að vera með. Þetta
er meira upp á gamanið.“
Saknaði keppninnar
– Agnar er fæddur og uppalinn
Njarðvíkingur og lék með Njarð
víkingum í úrvalsdeildinni í körfu
á árunum 1988 til 1993 – en hvar
kynntist hann poolinu?
„Ég var aðeins í þessu í gamla daga,
þegar það var stofa hérna í Grófinni,
en svo byrjaði ég á þessu þegar ég
flutti hingað aftur fyrir um tólf
árum. Ég er endurskoðandi og bjó
á Eskifirði í nokkur ár þar sem ég
vann og lék mér aðeins í körfubolta
með Hetti. Síðan bjó ég í Kópavogi
til ársins 2008 þegar ég flutti aftur
hingað. Þá setti ég upp pool-borð
heima hjá mér og fór svo af krafti
í þetta fyrir svona þremur árum,
byrjaði að taka þátt í mótum seinni
partinn 2017. Ég hef alltaf haft rosa-
lega gaman að þessu. Það er svo
gaman að keppa, ég er keppnismaður
í eðli mínu og hafði hætt í körfunni
mörgum árum áður – ég bara saknaði
þess að keppa. Það er öðruvísi and-
rúmsloft og spennustig þegar maður
er í móti, það er bara „do or die“.
Það er svo fyndið þegar maður
fer af stað með það fyrir augum „að
bara vera með“ en það endist bara
í svona fimm mínútur, svo kviknar
á keppnisskapinu í manni. Þetta
er eins og þegar maður fer í körfu-
bolta með gömlu félögunum, á bara
að vera létt og skemmtilegt en um
leið og menn eru búnir að reima á sig
skóna byrjar metingurinn og harkan.
Þess vegna er svo mikið um meiðsli í
þessum eldri bolta, hugurinn er langt
á undan líkamanum,“ segir Agnar.
Vantar meiri nýliðun
Agnar segir að Billiardsambandið hafi
verið að vinna í að gera greinarnar
aðgengilegri fyrir fólk til að fylgjast
með. Nú er farið að streyma beint frá
keppni og BSÍ hefur tekið í notkun
tölvukerfi þar sem úrslit leikja eru
birt jafnóðum. „Nú er mjög auðvelt
að fylgjast með mótum á netinu, sjá
hvernig leikir ganga. Við höfum verið
að gera þetta áhorfendavænna en svo
höfum við sett okkur annað markmið.
Það þarf að verða meiri nýliðun í
sportinu, við þurfum að ná til krakk-
anna og við höfum verið að horfa á
að ganga í Íþróttasamband Íslands en
Billiard sambandið hefur ekki verið
innan þess.“
Vinsældir að aukast
Það er nokkuð ljóst að vinsældir
snóker og pool eru á uppleið í ís-
lensku íþróttalífi. Núna er Íslands-
mótið í snóker í gangi en það hófst
um síðustu helgi og því lýkur um
næstu helgi. Agnar segir að vegna
Covid hafi Íslandsmótið verið opið
í ár. „Vanalega eru það sextán efstu
á stigalista Billiardsambandsins sem
hafa þátttökurétt í meistaraflokki
á Íslandsmótinu og svo er keppt í
fyrsta flokki. Í ár höfum við ekki
getað haldið nema tvö stigamót,
þess vegna var sú leið farin að sleppa
fyrsta flokknum og hafa opið mót í
staðinn. Þeir átta efstu frá síðasta
ári komast beint inn í sextán manna
úrslit en það voru 34 sem kepptu um
síðustu helgi um hin átta sætin.“
Sextán og átta manna úrslit voru
leikin á sunnudaginn og mótinu
verður áfram haldið um næstu helgi.
Þess má geta að Agnar féll úr leik í
sextán manna úrslitum en Suður-
nesjamaðurinn Jón Ingi Ægisson,
Íslandsmeistari í snóker 40 ára og
eldri, kom beint inn í átta manna
úrslitin þar sem hann vann Ásgeir
Guðbjartsson 5:4. Undanúrslit Ís-
landsmótsins verða leikin á laug-
ardag og úrslitaleikurinn fer fram á
sunnudag.
Íslandsmeistarinn mundar kjuðann
á Íslandsmótinu í 8-Ball.
Ljósmynd: Gala Trigg
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
MEiðSli SvEiNdíSar Ekki EiNS
alvarlEg Og ÓttaSt var
Síðasta föstudag var framherjinn
Sveindís Jane Jónsdóttir borin
meidd af velli eftir um fjörutíu
mínútna leik í viðureign Kristi
anstad og Växjö DFF í sænsku
úrvalsdeildinni.
Þegar Sveindís meiddist festist
annar fóturinn á henni í gervi-
grasinu og snerist illa upp á hnéið
á henni. Mjög var óttast að um
krossbandameiðsli væri að ræða
en eftir að hafa undirgengist
rannsóknir og farið í segulómun
á mánudag kom í ljós að meiðslin
eru ekki eins alvarlega og útlit var
fyrir.
Sveindís Jane, sem er samnings-
bundin Wolfsburg í Þýskalandi og
á lánssamningi hjá Kristianstad,
hefur farið ljómandi vel af stað í
sænsku úrvalsdeildinni. Sveindís
skoraði strax í sínum fyrsta leik
með félaginu, sá leikur var gegn
Alingsås FC og fór 1:1. Í annarri
umferð sigraði Kristianstad lið
Djurgården 2:1 en þá átti Sveindís
stoðsendinguna í fyrra markinu
og skoraði sjálf sigurmarkið.
Ljóst er að skarð er hoggið í hóp
Kristianstad sem nú situr í öðru til
þriðja sæti sænsku úrvalsdeildar-
innar en Kristianstad vann leikinn
gegn Växjö DFF.
Í frétt á vefsíðu Kristianstad er
haft eftir Marie Ramlund, lækni
félagsins, að meiðsli Sveindísar
séu sem betur fer ekki eins al-
varleg og óttast var. Líklegt er þó
að Sveindís Jane Jónsdóttir geti
verið frá keppni í um sex vikur.
6.000,- kr.
Námskeiðið kostar aðeins
og eru boltar og áhöld i
ifalin.
Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbi
fæst gjaldið e
ndurgrei.
Þann 3. maí heast nýliðakynningar hjá Gollúbbi Suðurnesja. Sigurpáll Geir
Sveinsson PGA golennari og íþróttastjóri Gollúbbs Suðurnesja, ásamt
leiðbeinanda, mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir
grunnatriði golfsveiflunnar ásamt púttum og vippum. Námskeiðin miða að þeim
sem langar að prófa golf eða eru að skríða sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við
nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forg jöf.
Námskeið 3. 10. og 11. maí kl. 19–20
Námskeið 4. 10. og 11. maí kl. 20–21
Námskeið 5. 17. og 18. maí kl. 19–20
Námskeið 6. 17. og 18. maí kl. 20–21
Nýliðaky
ing hjá Golfklúbbi Suðurnesja
Viltu ky a þér golf
og fá að prófa?
SKRÁNING ER HAFIN Á GS.FELOG.IS
TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ
Sigurmarki Sveindísar í leik Kristianstad gegn
Djurgården fagnað. Mynd af vef Kristianstad (kdff.nu)
GOLFSKÓDAGAR
SÉRFRÆÐINGUR VERÐUR Á STAÐNUM
FIMMTUDAGINN 6. MAÍ
Í SKÓBÚÐINNI HAFNARGÖTU 29
% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM GOLFSKÓM20
6.-7. MAÍ
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM í 40 ár // 23