Skessuhorn - 10.02.2021, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 20212
Stórhátíðir fyrir börnin verða eftir
helgi, þegar bolludagur, sprengidag-
ur og öskudagur koma hver á fætur
öðrum. Þá er um að gera að lengja
hátíðina og halda Valentínusardag-
inn hátíðlegan á sunnudaginn. Hvort
sem þú færð þér hefðbundna vatns-
deigsbollu með rjóma, glassúr og
sultu eða ferð á óhefðbundari slóð-
ir og færð þér gerbollu með þrista-
kremi, súkkulaðibúðingi og Tyrkisk
pepper mulningi, þá sendum við þér
óskir um gleðilega hátíð á mánu-
daginn.
Á morgun verður suðaustan 8-13
m/s, él og hiti um og yfir frostmarki
á sunnan- og vestanverðu landinu.
Hægari vindur, þurrt og frost 0-5 stig
norðaustanlands. Á föstudag er út-
lit fyrir suðaustan 8-15 m/s, hvass-
ast syðst. Él sunnanlands og hiti 0-4
stig. Bjart með köflum og vægt frost
um landið norðanvert. Á laugar-
dag er spáð ákveðinni suðaustanátt
með slyddu og síðar rigningu en úr-
komulítið norðantil á landinu. Hlýn-
ar í veðri. Á sunnudag er spáð suð-
austanátt og rigningu, en áfram úr-
komulítið norðanlands. Hiti 3-8 stig.
Á mánudag er útlit fyrir suðaustlæga
átt og dálitla rigningu sunnan- og
suðaustanlands, annars bjart með
köflum. Hlýtt í veðri.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Ertu háð/ur einhverju?“ 44%
svarenda sögðust ekki háðir neinu,
26% eru háðir kaffi, 10% eru háð-
ir fleiru en einu sem nefnt var í svar-
möguleikunum, 9% svarenda eru
háðir tóbaki, 5% eru háðir lyfjum, 3%
eru háðir áfengi og 2% svarenda eru
háðir fíkniefnum.
Í næstu viku er spurt:
Vatnsdeigsbollur eða gerbollur?
Sýning á verkum sem ungu lista-
mennirnir Lúkas Guðnason og Sig-
urjón Líndal Benediktsson hafa gert
fyrir hlaðvarpsþáttinn Myrka Ísland
verður opnuð í Safnahúsi Borgar-
fjarðar á mánudaginn og síðar á fleiri
stöðum á Vesturlandi. Lúkas og Sig-
urjón eru Vestlendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Vöruðu við slit-
lagsskemmdum
NV-LAND: Vegagerðin var-
aði á föstudaginn við slitlags-
skemmd-
um á
Þ jóðvegi
eitt, á milli
b o r g a r -
ness og
V a r m a -
hlíðar í
S k a g a -
firði og á
Vestfjarð-
arvegi 60, frá Dalsmynni að
Reykhólasveit. Var ásþungi á
þessum vegum lækkaður niður í
sjö tonn á föstudaginn. Tjöru-
blæðingar voru m.a. á vestan-
verðum Svínadal í Dölum og í
Reykhólasveit. Daginn eftir, á
laugardag, gaf Vegagerðin það
svo út að búið væri að aflétta
takmörkunum. -mm
Allir samþykktu
ný sóttvarnalög
ALÞINGI: frumvarp Svandís-
ar Svavarsdóttur heilbrigðisráð-
herra til breytinga á sóttvarna-
lögum var samþykkt á Alþingi í
liðinni viku með öllum greidd-
um atkvæðum. Með lagabreyt-
ingunni er kveðið skýrar á um
til hvaða ráðstafana er heimilt
að grípa vegna farsóttarhættu og
útbreiðslu smits, í hvaða tilvik-
um og með tilliti til meðalhófs-
sjónarmiða. Markmið breyt-
inganna er að tryggja að slík-
ar skerðingar á stjórnarskrár-
vörðum réttindum fólks styðj-
ist við viðhlítandi lagaheimild
og séu ekki framkvæmdar nema
í þágu almannahagsmuna eða
til verndar heilsu eða réttindum
annarra. Með lagabreytingunni
er kveðið á um að meðan á sótt-
varnaaðgerðum stendur skuli
ráðherra upplýsa Alþingi um
sóttvarnaaðgerðir með mánað-
arlegri skýrslugjöf hafi aðgerð
varað lengur en í tvo mánuði.
-mm
Mörg smáfyrir-
tæki fengu kóvid-
stuðning
LANDIÐ: Yfirgnæfandi meiri-
hluti fyrirtækja sem nýttu
sér úrræði stjórnvalda vegna
heimsfaraldurs kórónuveiru
árið 2020 voru með tíu launa-
menn eða færri. Þannig voru
þau um 82% þeirra sem nýttu
úrræðin, alls rúmlega 2.500 fyr-
irtæki. Stærstu einstöku styrkir
stjórnvalda runnu engu að síður
til stærstu og fjölmennustu fyr-
irtækjanna. „Markmið stuðn-
ings við fyrirtæki er að verja
störf eins og kostur er auk þess
að skapa öfluga viðspyrnu þeg-
ar faraldrinum sleppir,“ segir í
tilkynningu frá fjármálaráðu-
neytinu. „Alls hefur nú hátt í
70 milljörðum króna verið var-
ið til stuðnings við fyrirtæki og
hefur um fjórðungur fyrirtækja
í öllum stærðarflokkum nýtt
sér einhver úrræðanna. Mikill
fjöldi mjög smárra rekstraraðila
fékk ekki síst stuðning í lokun-
arstyrkjum þegar ýmis persónu-
leg þjónusta var stöðvuð. Þess
má geta að um 86% fyrirtækja í
landinu eru með tíu launamenn
eða færri og þrjú af hverjum
fjórum fyrirtækjum í landinu
eru með færri en fimm starfs-
menn.“ -mm
Ríflega helmingur íbúa, eða 51,9%
í Dalabyggð, er hlynntir því að
sett verði upp vindorkuver í Dala-
byggð. Þetta er niðurstaða könn-
unar sem Maskína lagði fyrir íbúa
Dalabyggðar dagana 3. desember
2020 til 12. janúar 2021. Eins og
Skessuhorn hefur áður greint frá
er nú unnið að breytingum á skipu-
lagi í Dalabyggð vegna fyrirhug-
aðra vindorkuvera í sveitarfélaginu,
á Hróðnýjarstöðum og Sólheimum
í Laxárdal. Könnunin var lögð fyrir
alla íbúa sveitarfélagsins sem höfðu
náð 18 ára aldri og voru með skráð
símanúmer, sem alls voru 289 tals-
ins. 219 íbúar svöruðu könnuninni
sem gerir 75,7% svarhlutfall.
Eins og fram hefur komið er
meirihluti íbúa hlynntur því að sett
verði upp vindorkuver í sveitarfé-
laginu. Þá er athyglisvert að 58,5%
íbúa sveitarfélagsins eru hlynntir
vindorkuverum á Íslandi en sumir
vilja þau ekki í sína heimabyggð,
en 51,9% eru hlynntir vindorku-
verum sem staðsett verða í Dala-
byggð. Einnig vekur það athygli að
nokkur munur er á svörum þeirra
sem búa í búðardal annars vegar og
í dreifbýlinu hins vegar. Af íbúum í
búðardal eru 64,4% íbúa hlynntir
því að sett verði upp vindorkuver
í sveitarfélaginu en aðeins 45,5%
þeirra sem búa í dreifbýlinu. Í búð-
ardal eru 16,4% andvígir vindorku-
veri í sveitarfélaginu en 19,2% í
meðallagi hlynntir. Í dreifbýlinu
eru 35,7% andvígir vindorkuveri í
sveitarfélaginu og 18,9% í meðal-
lagi hlynntir. arg
Nú standa yfir tímabærar vega-
framkvæmdir á Kjalarnesi. Þar hóf
Ístak síðastliðið haust vinnu við
lagningu 2+1 vegar. Þeir sem eiga
leið um Kjalarnesið þekkja þann
sterka vind sem þar getur blásið
en mjög hnútasamt getur verið frá
Varmhólum og vestur úr, sérstak-
lega þegar vindur skiptir úr norðan
í norð-austan átt. Vegfarandi sem
átti leið þarna um fyrir skömmu í
strekkings vindi ók inn í skæða-
drífu af möl og sandi sem lagði yfir
gamla veginn úr farginu sem verið
er að keyra út; yfir veginn og þar af
leiðandi yfir bíla sem áttu leið um
þjóðveginn. Viðkomandi sendi fyr-
irspurn á Vegagerðina 30. janúar
síðastliðinn um hvernig við þessu
verður brugðist. benti hann á að
Vegagerðin er bótaskyld gagnvart
skemmdum á ökutækjum sem eiga
leið þarna um og verða fyrir skaða
vegna grjóts og sands sem fýkur yfir
veginn.
Í skriflegu svari G Péturs Matth-
íassonar upplýsingafulltrúa Vega-
gerðarinnar við fyrirspurn Skessu-
horns kemur fram að þegar fram-
kvæmdin var í undirbúningi hafi
verið skoðuð áhættan af foktjóni
og lausnir skoðaðar. „Ákveðið hef-
ur verið að fara yfir viðbragðsáætl-
anir varðandi merkingar og lokan-
ir á hringveginum þarna á Kjalar-
nesi vegna sandfoks úr fergingum.
Þannig að við munum bregðast við
þessu.“
mm
Sundabrú yrði um 14 milljörðum
ódýrari en Sundagöng. Kostnaður
við Sundabrú er metinn 44 millj-
arðar króna en við Sundagöng
58 milljarðar. Áætlaður heildar-
kostnaður við Sundabraut á milli
Sæbrautar og Kjalarness miðað
við Sundabrú er 69 milljarðar. Ef
ákvörðun verður tekin fljótlega
um að hefja vinnu við verkefnið
má ætla að Sundabraut gæti ver-
ið tilbúin árið 2029. Þetta er með-
al niðurstaðna starfshóps á vegum
Vegagerðarinnar sem var falið að
meta tvo valkosti um legu Sunda-
brautar. fulltrúar Reykjavíkur-
borgar, faxaflóahafna og Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu áttu einnig fulltrúa í starfs-
hópnum. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi sem Sigurður Ingi Jó-
hannsson, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra hélt síðastliðinn
miðvikudag.
Í máli ráðherra kom fram að nið-
urstöðurnar staðfesti sannfæringu
hans um að Sundabraut bæti sam-
göngur, bæði fyrir íbúa höfuðborg-
arsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Þá sagði Sigurður Ingi: „Það er sér-
staklega ánægjulegt að Sundabrú
muni geta eflt almenningssam-
göngur og styðja við fjölbreyttan
ferðamáta. Með því að stytta ferða-
Sundabraut mögulega tilbúin árið 2029
tíma og dreifa umferð bætum við
lífsgæði fólks.“ Þá ræddi ráðherra
um öryggishlutverk Sundabrautar
fyrir höfuðborgarsvæðið. Að mati
ráðherrans væri í raun ekkert nú
því til fyrirstöðu að hefja vinnu við
hönnun og í framhaldinu vinnu við
Sundabraut. Nefndi hann fjögurra
ára hönnunartíma og fjögurra til
fimm ára framkvæmdatíma og að
brúin gæti verið tilbúin árið 2029
til 2030.
Meðal helstu niðurstaðna starfs-
hópsins eru að gerð er tillaga um
Sundabrú sem verður 1.172 metrar
að lengd með 14 höfum. brúin væri
með fjórum akgreinum auk sér-
stakrar göngu- og hjólaleiðar. Hæð
brúarinnar væri mitt á milli þeirra
kosta sem áður hafa verið ræddir,
lágbrúar og hábrúar, en siglingar-
hæð undir slíka brú yrði 30 metrar
í stað 50 metra undir hábrú. Sigl-
ingarrenna undir brúnna yrði 100
metrar á breidd. brúin rís 35 metra
yfir sjávarflötinn. Telur starfshóp-
urinn að slík brú hefði einhver en
ásættanleg áhrif á hafnarstarfsem-
ina innan brúar.
Í starfshópnum sátu Guðmund-
ur Valur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega-
gerðarinnar, en hann var formað-
ur hópsins, bryndís friðriksdótt-
ir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis
Vegagerðarinnar, Gísli Gíslason
fyrrverandi hafnarstjóri tilnefnd-
ur af faxaflóahöfnum, Jón Kjart-
an Ágústsson svæðisskipulagsstjóri
tilnefndur af Samtökum sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu og Þor-
steinn R. Hermannsson samgöngu-
stjóri Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
borgarinnar.
frg
Meirihluti Dalamanna
fylgjandi vindorkuverum
Sandfok af nýlögðum
malarpúða á Kjalarnesi