Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202114
Síðastliðinn föstudag var fyrsta
skóflustungan tekin að nýjum leik-
skóla í Skógarhverfi á Akranesi.
Þar er um að ræða sex deilda leik-
skóla með möguleika á stækkun í
átta deildir. Aðalhönnuðir eru batt-
eríið arkitektar, Landslag og Verk-
ís. Þegar skólinn verður tekinn í
notkun mun starfsemi leikskól-
ans Garðasels flytja í húsnæðið og
fyrrum leikskólahús færast undir
Grundaskóla, þar sem nemendum
hefur fjölgað mikið á síðustu árum
og mun því stærra húsnæði nýtast
skólanum vel. Áætlaður heildar-
kostnaður við byggingu leikskól-
ans er um 1.100 milljónir króna og
eru verklok áætluð á vetrarmánuð-
um 2022.
Nýi leikskólinn verður að hluta
til á tveimur hæðum. Tvær deildir
og vinnurými kennara verða á ann-
arri hæð og útileikrými á hluta af
þakinu. Skábraut verður af deildum
á annarri hæð út á lóðina þar sem
tillaga er um rennibraut að hluta
og undir skábrautinni eru m.a.
geymslur. Miðrými / salur í skól-
anum mun gefa honum glæsilega
mynd þar sem lofthæð er mikil og
tækifærin mörg. Lyfta er við inn-
gang skólans. Rými barna og starfs-
fólks hafa verið rýnd vel og mikið
lagt upp úr því að gera vel þar.
Í máli Sævars freys Þráinssonar
bæjarstjóra, þegar skóflustungan
var tekin, kom fram að áætlað sé að
vinna við jarðvegsskipti hefjist 22.
febrúar næstkomandi. Vinnu við
útboðsgögn byggingarinnar er að
ljúka og verður útboðið að öllu lík-
indum auglýst mjög fljótlega. Þeg-
ar niðurstöður útboðs liggja fyrir
gera áætlanir ráð fyrir því að fram-
kvæmdir hefjist á fullu mjög fljót-
lega.
Hluti af stærri heild
Að sögn Ragnars Sæmundssonar,
formanns skipulags- og umhverf-
isráðs Akraneskaupstaðar, liggur
mikil vinna að baki undirbúningi
framkvæmdar sem þessarar. „Rýna
þarf vel ýmsa þætti svo vel takist til.
Þættir eins og til dæmis hljóðvist,
loftgæði, lýsing og aðgengismál.
Svo eru það önnur atriði eins og val
á byggingarefnum sem skipta miklu
mál til lengri tíma þegar kemur að
viðhaldi og rekstri,“ segir Ragnar í
samtali við Skessuhorn. Hann segir
að hönnun leikskólans geri ráð fyr-
ir því að hægt verði að tengja hann
við grunnskóla og íþróttahús sem
gert er ráð fyrir að rísi á svæðinu
á næstu árum. Það liggi hins vegar
ekki fyrir hvenær farið verði í bygg-
ingu þeirra mannvirkja, það ráðist
af þróun íbúafjölda á Akranesi.
Ragnar segir að hönnuðir og
starfsmenn leikskólans hafi unnið
mjög náið saman og það hafi verið
fróðlegt að taka þátt í þeirri vinnu.
Mjög mikilvægt sé að rödd þeirra
sem komi til með að starfa í hús-
næðinu dags daglega heyrist og
starfsfólk taki virkan þátt í ferlinu.
„Starfshópur sem skipaður var um
byggingu skólans fór meðal ann-
ars í heimsóknir í nokkra skóla og
eins var rýnt í teikningar með það
að markmiði að kortlegja flesta þá
leikskóla sem byggðir hafa verið í
landinu síðustu ár. Þarna kom vel í
ljós hvar hafði tekist vel til en ekki
síður hvað bæri að varast. Mikil
áhersla er lögð á að allur aðbún-
aður bæði nemenda og starfsmanna
sé sem bestur því hér er verið að
byggja til framtíðar,“ segir Ragnar.
Hann segist ekki hafa heyrt annað
en almennt ríki mikil ánægja meðal
starfsfólks með hinn nýja skóla og
sjálfur er hann sannfærður um að
það sama eigi við um íbúa bæjar-
félagsins. frgTölvugerð mynd innan úr nýjum leikskóla í Skógarhverfi.
Fyrsta skólfustunga tekin að nýjum leikskóla
í Skógarhverfi á Akranesi
Fyrsta skóflustungan. Sævar Freyr Þráinsson, Valgarður Lyngdal Jónsson, Ingunn Ríkharðsdóttir, Valgerður Janusdóttir,
Ingunn Sveinsdóttir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Bára Daðadóttir og Ragnar Baldvin Sæmundsson sem aðstoðar einn
leikskólanemanda við Garðasel.
Tölvugerð yfirlitsmynd af nýjum leikskóla í Skógarhverfi.
Tölvugerð mynd af nýjum leikskóla í Skógarhverfi, þversnið.