Skessuhorn - 10.02.2021, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 202124
Vísnahorn
Það er ógaman að eiga
við vatnsföll sem ryðja
sig svo jakaburðurinn
gengur langt á land upp.
fyrir margt löngu hljóp
maður yfir blöndu á jakastíflu. Sá hafði við-
urnefnið pissíbux og þótti vaskleikamaður en
fljóthuga og mismælagjarn og sagði svo frá að
hann hefði hlaupið á randajökum yfir. Varð úr
þessu mikil uppspretta af randajakavísum og
kemur sú fyrsta eftir Guðmund sem kallaður
var Vídalín:
Er sá dugs í æði gikks,
- ekki grand nam saka, -
Pissíbux var fljótur, fix,
flaut á randajaka.
Eitthvað voru þessar vísur misjafnar að
gæðum eins og gengur enda margir kallað-
ir en fáir útvaldir sem oftar skeður. flestar
munu þær hafa gengið út á að lofa Guð fyrir
að hjálpa manninum lifandi til lands og ein-
hver ágæt húsfreyja í sýslunni orti:
Mæta Drottins mildin há
manninn lét ei saka.
Fluttist Blöndu yfir á
einum randajaka.
Önnur höfundarlaus hljómaði svo:
Fljótið Blanda fram í sjó
fleygði bandi klaka,
einn mannfjandi yfir þó
á komst randajaka.
Það var hinsvegar Guðmundur Ingiberg
Guðmundsson, hálfbróðir Kristins bjarna-
sonar frá Ásbrekku, sem orti þessa útgáfu:
Illan vanda virðar fá,
vill oft Blanda þjaka,
stilla landa maður má
milli á randajaka.
Eins og áðan var getið hafði sá góði maður
viðurnefnið Pissíbux en ekki er þó ljóst hvort
hann fékk það eftir þennan atburð af þeim or-
sökum sem tilgreindar eru í næstu vísu. Verð-
ur víst ekki úr því skorið héðan af enda trúlega
að nálgast tvöhundruð ár frá þessum atburði:
Mæddi Blanda málmastaf
millum andartaka
hann mígandi hræðslu af
hljóp á randajaka.
Svo við snúum okkur nú að öðru þá gæti
þessi vísa bjarna frá Gröf hafa orðið til á þess-
um árstíma:
Lengjast dagar, lækkar fönn
ljómar sól á glugga
guð er farinn að glotta við tönn
gegnum vetrarskugga.
Þó veturinn á þessu svæði hafi í heildina
farið vel með okkur verður ekki það sama sagt
um alla landshluta. Að vísu eru flestir hætt-
ir að beita fé eða allavega treysta á beit með
þeim hætti sem var lengi en einhvern veginn
minnir mig að Ólafur í forsæludal eigi þessa:
Mín er bænin mikið heit.
Mokaðu snjó úr hlíðarkinn
svo að hjörð mín hafi beit
og hamastu nú Drottinn minn.
Vetrarbeitin var í raun lífsnauðsyn á sín-
um tíma og margir sem fylgdu fénu á beit
og stóðu yfir. Á reyndar ekki von á að marg-
ir stundi þá iðju lengur. Þorsteinn Jakobsson
frá Hreðavatni eða „Steini Hreða“ orti þessa
í hjástöðunni:
Þá ég lá við gljáargjá
gráa sá ég hjá mér á
snjáinn frá sér flá með tá
fá og smá í stráin ná.
Guðrún benediktsdóttir í Heiðarseli mun
hinsvegar vera höfundur að þessari:
En hvað tíðin er nú hörð,
ekki er þetta gaman,
mér finnst helst sem himinn og jörð
hangi á snjónum saman.
Eins og gengur verða menn misánægðir
með hlutskipti sitt í lífinu og Hjalti Jónsson í
Víðiholti mun eiga þessa hugleiðingu:
Misjafnt auði út er býtt
ýmsa nauðir fanga.
Yfir hauður, hart og grýtt
hlýt ég snauður ganga.
Húnvetningurinn Vilhjálmur benedikts-
son í brandaskarði orðaði aftur á móti hlut-
ina svona:
Úti þó að eyði friði
ærið kaldur frostavetur
inni á þínu sálarsviði
sólríkt vorið búið getur.
Raunverulega á mannskepnan ekki nema
um tvennt að velja. Að deyja eða halda áfram
að lifa. Eggert Norðdal á Hólmi orti 94 ára
gamall:
Öll mín liðin ævistig
eru í veður fokin,
sá er hingað sendi mig
sér um endalokin.
Og ekki man ég betur en þessi vísa sé eftir
sama mann:
Oft ég hefi illa sofið,
örlög hafa gert mig snauðan,
mig hryllir við að heyra lofið
sem heimur ber svo á mig dauðan.
Einhverjum gæðamanni lýsti Sigfús Axfjörð
svo og verður tæplega kallað oflof. Hvort sem
maðurinn hefur nú átt það skilið eða ekki:
Eftir nokkur áratog
áttu að heljarvegum.
Sóma rúinn, æru og
öllu mögulegu.
En það þýðir nú ekkert að vera að vesenast
út af svoleiðis. Nær að hafa sama hugsunar-
hátt og Jón Árnason á Víðimýri:
Óðum líður stund af stund
og styttir ævidaginn.
Gott er að hafa glaða lund
þó gangi ei allt í haginn.
Eða Eiríkur björnsson frá Þverárdal:
Ei ég þreyti langa leit
lífs ánægju að finna.
Hún mér veitist heima í sveit
og heitir aðeins vinna.
Það er nú svo með skrokkinn á okkur að
hann endist misvel eins og gengur en vænt-
anlega við mismikla ánægju ,,skrokkhaldara“.
Eitthvað hefur Þorsteinn Guðmundsson á
Skálpastöðum verið farinn að finna fyrir ell-
inni þegar hann kvað:
Drottinn skapti mig til manns
úr mold og leir og ryki.
Var það ekki á ábyrgð hans
að ekki smíðin sviki?
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Gott er að hafa glaða lund - þó gangi ei allt í haginn
Sýning á myndskreytingum hlað-
varpsþáttanna Myrka Ísland verð-
ur opnuð í Safnahúsi borgarfjarðar
næsta mánudag, 15. febrúar. Það er
Sigrún Elíasdóttir sem stendur fyr-
ir sýninguni en hún er þáttastjórn-
andi Myrka Íslands ásamt Önnu
Dröfn Sigurjónsdóttur. Verkin eru
unnin af tveimur ungum listamönn-
um úr borgarfirði; Lúkasi Guðna-
syni og Sigurjóni Líndal benedikts-
syni, í daglegu tali kallaður Jónsi. Í
Myrka Íslandi er farið yfir sögulega
atburði af hörmundum, hamförum,
ofbeldi, óréttlæti og dularfullum
atburðum. Sigrún er sagnfræðing-
ur og rithöfundur og sér hún um að
skrifa handrit fyrir þættina en Anna
Dröfn gegnir hlutverki prjónandi
áheyranda sem fær ekki að vita fyr-
irfram umfjöllunarefni þáttanna.
Vantaði myndir fyrir
kynningarefni
„Þar sem þetta eru sögulegir at-
burðir sem við fjöllum um er lít-
ið til af myndefni. En það er mik-
ilvægt að hafa myndir fyrir kynn-
ingarefni á samfélagsmiðlum. Ég
fékk þá þessa flottu ungu listamenn
til að teikna myndir fyrir mig,“ út-
skýrir Sigrún í samtali við Skessu-
horn. Hana langaði að gera meira
með þessar myndir og sótti um
styrk hjá Samtökum sveitarfélaga
á Vesturlandi til að setja upp sýn-
ingu og sögustund. „Sýningin verð-
ur sett upp á fimm stöðum á Vest-
urlandi og upphaflega var ætlunin
að vera með sögustund í tengslum
við sýninguna við opnun á hverj-
um stað fyrir sig. En þar sem ég
get ekki boðið í slíkt partý núna
gerðum við myndband í samvinnu
við Kvikmyndafélag borgarfjarðar.
Myndbandið verður aðgengilegt á
bæði facebook og Youtube,“ seg-
ir Sigrún.
Sýningin verður fyrst sett upp í
Safnahúsi borgarfjarðar og fyrir-
hugað að hún verði næst sett upp
á bókasafni Akraness, Snorrastofu í
Reykholti, í Vínlandssetrinu í búð-
ardal og að lokum í frystiklefanum
í Rifi. Röðin gæti þó breyst vegna
opnunartíma þessara staða. „Strák-
arnir verða líka með fleiri myndir
en þær sem tengjast Myrka Íslandi,
allavega í Safnahúsi borgarfjarðar,
því rýmið þar er svo stórt,“ segir
Sigrún.
Listamennirnir
Eins og fyrr segir eru listamennirn-
ir báðir ungir borgfirðingar, fædd-
ir árið 2004. Lúkas hefur búið alla
sína ævi í borgarnesi og lauk námi
við Grunnskólann í borgarnesi
vorið 2020 og stundar nú nám við
Menntaskóla borgarfjarðar. Hann
stefnir á að fara í listnám en hann
hefur verið að teikna alla tíð. Um
tólf ára aldur fór hann að teikna
mun meira og þykir honum best að
nota blý í teikningar sínar og teikn-
ar hann helst manneskjur. Jónsi lauk
námi við Grunnskóla borgarfjarðar
á Varmalandi vorið 2020 og stund-
ar nú nám á listnámsbraut í Verk-
menntaskólanum á Akureyri. Jónsi
hefur einnig verið að teikna alla tíð
og um tólf ára aldur fór hann að æfa
sig markvisst. Hann hefur verið að
teikna með tússlitum, akrýl máln-
ingu, trélitum, olíulitum, pennum,
bleki og kolum en kýs helst tússliti
eða akrýl málningu.
arg/ Ljósm. úr safni
Sýning á vegum Myrka Íslands opnuð í Safnahúsinu
Verður farandsýning sem fer á Akranes, í Borgarfjörð, Dali og Snæfellsbæ
Sýning af listaverkum tengdum hlað-
varpsþáttunum Myrka Ísland verður
opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar á
mánudaginn.
Sigrún Elíasdóttir.
Mynd eftir Lúkas Guðnason.