Skessuhorn - 10.02.2021, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 10. fEbRúAR 2021 29
Nýfæddir Vestlendingar
25. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.934 gr.
Lengd: 51 cm. Foreldrar: Sara Soffía
Birgisdóttir og Andri Gunnarsson,
Hafnarfirði. Ljósmóðir: Guðrún
Fema Ágústsdóttir.
Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms
fimmtudaginn 28. janúar var tekið
til umsagnar frumvarp um breyt-
ingar á lögum um veiðar í fiskveiði-
landhelgi Íslands og lögum um
stjórn fiskveiða – um veiðistjórn
grásleppu, sandkola og hryggleys-
ingja. Í frumvarpinu er gert ráð fyr-
ir kvóta á hvern grásleppubát í stað
þess að hver bátur hafi heimild til
að stunda veiðar í ákveðinn fjölda
daga. Hverjum báti yrði sett afla-
hlutdeild miðað við veiðireynslu af
þremur bestu veiðitímabilum af sex,
frá árinu 2014-2019 og því leyfi sem
er skráð á þann bát. Hámarksafla-
hlutdeild myndi vera 2% af heild-
arafla og ráðherra hefur heimild til
að undanskilja grásleppu frá ákvæði
um veiðiskyldu með reglugerð ef
markaðsaðstæður réttlæti ekki að
haldið sé til veiða. Þá verði ráð-
herra heimilt að ákveða staðbund-
in veiðisvæði við grásleppuveiðar ef
aðstæður verði þannig að æskilegt
sé að svæðaskipta veiðunum.
Miklir hagsmunir í
Hólminum
bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
segist styðja efnislega fyrirliggjandi
frumvarp sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra í umsögn sem
hún sendi inn. „bæjarstjórn tekur
undir að með frumvarpinu sé ver-
ið að stuðla að verndun og hag-
kvæmri nýtingu nytjastofna Íslands
1. febrúar. Stúlka. Þyngd: 4.332 gr.
Lengd: 51 cm. Foreldrar: Helga
Hjördís Björgvinsdóttir og Stein-
ar Már Ragnarsson, Stykkishólmi.
Ljósmóðir: Gíslína Erna Valent-
ínusdóttir.
1. febrúar. Drengur. Þyngd: 4.074
gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Guð-
finna Gróa Pétursdóttir og Ívar
Logi Birgisson, Mosfellsbæ. Ljós-
móðir: Unnur Berglind Friðriks-
dóttir.
4. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.538
gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sunna
Hrund Sverrisdóttir og Kári Steins-
son, Reykjavík. Ljósmóðir: Aníta
Rut Guðjónsdóttir.
5. febrúar. Stúlka. Þyngd: 4.008
gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Krist-
ín Lilja Jónsdóttir og Hafliði Breki
Waldorff, Reykjavík. Ljósmóðir: Val-
gerður Björg Ólafsdóttir.
Grundarfjörður – miðviku-
dagur 10. febrúar
Hunda- og kattahreinsun verð-
ur í Áhaldahúsi Grundarfjarð-
ar miðvikudaginn 10. febrúar,
milli klukkan 13.00 og 16.00. Öll-
um hundaeigendum er skylt að
mæta með sína hunda. Minnt er
á grímuskyldu! Aðeins einn inn í
einu!
Stykkishólmur – mánudagur
15. febrúar.
Karlalið Skallagríms tekur á móti
Breiðabliki í íþróttahúsinu í Borg-
arnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Á döfinni
Styðja efnislega breytingar á
lögum um grásleppuveiðar
og tryggja þannig trausta atvinnu
og byggð í landinu,“ segir í funda-
gerð bæjarstjórnar Stykkishólms-
bæjar. Stykkishólmshöfn hefur um
árabil verið einn helst löndunar-
staður grásleppu á landinu. Árið
2019 var um 30% af heildarafla
grásleppu veiddur við innanverðan
breiðafjörð. „Hlutfall af grásleppu
í lönduðum heildarafla í Stykkis-
hólmshöfn nam 35% árið 2019,“
segir í fundargerðinni. Í Stykkis-
hólmi eru tvær hrognkelsavinnslur
og má áætla að um 100 störf teng-
ist þeirri atvinnugrein í bæjarfélag-
inu í kringum hverja vertíð. Það er
því ljóst að að íbúar og hagaðilar í
Stykkishólmi hafa mikla hagsmuni
af framtíð hrognkelsaveiða.
Núverandi fyrirkomulag
ófyrirsjáanlegt
bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tel-
ur núverandi fyrirkomulag veiði-
stjórnunar, þar sem ákveðin daga-
fjöldi er til veiða og/eða að veiðar
séu stöðvaðar þegar afli er kom-
inn yfir ráðlagðan hámkarsafla
samkvæmt ráðgjöf Hafrannsókn-
arstofnunar, geti ekki tryggt sam-
félagslega, líffræðilega eða efna-
hagslega sjálfbærni til framtíðar. Þá
segir bæjarstjórn að slík stjórnun
sé hamlandi fyrir nýsköpun og ný-
liðun í greininni og bendir á að vel
á annað hundrað bátar hafa hætt
veiðum á grásleppu á síðustu árum.
„Með óbreyttu kerfi og áframhald-
andi þróun, sem ekkert bendir til
að muni breytast, munu einung-
is nokkrir tugir bátar stunda veiðar
eftir 10-15 ár. Þessi þróun er ekki
síst vegna þess hversu núverandi
sóknartakmörkun er ómarkviss,
skortir fyrirsjáanleika og hefur nei-
kvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjó-
manna og vinnslu þegar til lengri
tíma er litið,“ segir í fungargerð-
inni.
„Á þeim grunni styður bæjar-
stjórn Stykkishólmsbæjar hins veg-
ar hlutdeildarsetningu nytjastofna,
hvað grásleppu varðar, eins og stefnt
er að í frumvarpinu og telur að slík
stjórnun muni ná framangreindum
markmiðum betur og tryggi ábyrg-
ari, hagkvæmari og fyrirsjáanlegri
veiðar og meiri sveigjanleika fyrir
það sem stunda veiðarnar,“ segir
bæjarstjórn Stykkishólms. bæjar-
stjórn segist viss um að hlutdeild-
arsetning geti tryggt ábyrgari fisk-
veiðistjórn, hættuminni sjósókn,
betri nýtingu veiðarfæra og að
veiðar falli betur að umhverfis- og
náttúruverndarsjónarmiðum.
arg/ Ljósm. úr safni