Mosfellingur - 01.04.2021, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 01.04.2021, Blaðsíða 30
 - Aðsendar greinar30 Kæru Mosfellingar. Íbúalýðræði er eitt af stefnu- málum Vina Mosfellsbæjar því við vitum að íbúarnir eru sérfræðingar í nærumhverfinu. Því er það gleði- efni að verkefnið Okkar Mosó er komið af stað að nýju. Markmiðið með verkefni sem þessu er að fá almenning til þátt- töku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðana- töku. Okkar Mosó er tilvalinn staður fyrir íbúa til að koma með bæði skemmtilegar hugmyndir svo og góðar ábendingar að nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Hugmyndirnar geta verið af ýmsum toga og til þess fallnar að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og íbúa, unga sem aldna. Í ár er áætlað að verja um 35 milljónum króna í verkefnið sem kemur til framkvæmda frá sumri 2021 og fram á árið 2022 eftir um- fangi verksins. Nokkur skilyrði eru fyrir því að hugmynd- in komist áfram í kosningu og þá helst að hún nýtist hverfum eða íbúum bæjarins í heild, sé auðveld í framkvæmd, sé í verka- hring bæjarins, falli að skipulagi og stefnu Mosfellsbæjar og kostnaður sé ekki mjög mikill þannig að nokkrar hugmyndir geti hlotið brautargengi. Í Okkar Mosó 2017 tóku um 14,0% íbúa þátt og komust tíu hugmyndir áfram, svo sem fjölgun bekkja fyrir eldri borgara, ungbarnarólur á róluvelli bæjarins, fugla- fræðslustígur meðfram Leirvoginum og strandblakvöllur á Stekkjarflöt. Í Okkar Mosó 2019 komu fram margar frábærar hugmyndir og nýttu 19,1% bæj- arbúa sér atkvæðisétt sinn sem er mesta þátttaka sem verið hefur í sambærilegum kosningum hér á landi. Verkefni sem þá fengu brautar- gengi voru meðal annars, ærsla- belgur á Stekkjarflöt sem svo sann- arlega hefur slegið í gegn, betri lýsing við göngustíga, leikvellir fyrir yngstu börnin, Miðbæjartorgið fegrað, kósý Kjarni ásamt ýmsu fleiru sem sjá má á heimasíðu verkefnisins. Öllum þeim sem komu fram með tillögur eru færðar bestu þakkir fyrir hugmyndaauðgi. Hugmyndavefurinn er opinn til 6. apríl nk. og verður kosið um bestu hugmyndirn- ar dagana 31. maí til 6. júní nk. Nú þegar hafa margar frábærar tillögur komið fram og vil ég hvetja alla Mosfellinga til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og hafa þannig áhrif á nærumhverfi okkar. Allir íbúar sem hafa lögheimili í Mos- fellsbæ geta kosið og vil ég sérstaklega geta þess að kosningin er opin öllum sem verða 15 ára eða eldri á kosningaárinu, því hvet ég ungt fólk til þátttöku og taka þannig þátt í málefnum bæjarins. Nánari upplýsingar eru á vefsvæðinu mos.is/okkarmoso Tökum þátt, því saman byggjum við upp betri bæ. Margrét Guðjónsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar og aðalmaður í lýðræðis- og mannréttindanefnd. Okkar Mosó 2021 Leiruvogurinn – útivistaperla í Mosfellsbænum Við sem búum í Mosfellsbænum erum stolt af náttúrunni allt í kringum okkur. Hér getur hver og einn stundað útivist við sitt hæfi. Það er sérlega mikilvægt á þessum erfiðu tímum þar sem COVID setur okkur svo þröngar skorður. Fjöllin í kringum okkar laða að alveg eins og skóg- lendin. Fjórar fallegar ár renna í gegnum bæjarlandið eða rétt hjá. Þar eru fossar og frábærar gönguleiðir. En svo er ein perla í landi Mosfellsbæjar sem ég vil nefna sérlega: Strandlengjan við Leiruvoginn. Innst í voginum er friðlandið við Varmárósa. Það er nýbúið að stækka þetta svæði og er það gott. Æskilegt væri að Leiruvogurinn, sem hefur verið lengi á náttúruminjaskrá, væri einnig friðlýstur í heild. Reykjavíkurborg hefur stigið skrefið til fulls og nýlega frið- lýst sína strandlengju frá Blikastaðarkró og vestur úr. Hvers vegna gátu mosfellsku yfirvöldin ekki verið í samfloti í þessu til að skapa eina heild? Leirurnar í voginum eru sér- stakar og mjög dýrmætt lífríki. Þær eru ákaflega frjósamar og þar þrífst urmull af smádýrum sem gefa hundruðum jafnvel þúsund- um fugla fæði allt árið í kring. Í leirurnar leita vetrarfuglar þegar lítt annað er að fá í gogginn. Svæðið er líka afar mikilvægt fyrir umferðarfugla sem stoppa hér á leiðinni til að birgja sig upp áður en þeir halda áfram. Má þar nefna margæs, rauðbrysting og fleiri tegundir. Útivistarfólk í Mosfellsbænum og reyndar líka í Reykjavík vilja væntanlega varðveita þessa strandlengju og vernda hana. Það á við alla þá sem njóta einstakrar náttúru við sjóinn: göngufólk, skokkarar, hestamenn, hjólreiðafólk og golfarar. Að fara meðfram strandlengjunni jafnt að sumri sem vetri er alltaf sérstök upplifun. Úrsúla Jünemann Í febrúar birtust niðurstöður þjónustukönnunar Mosfellsbæjar en þær sýndu ánægju notenda þjónustu sveitarfélagsins,en Mos- fellsbær var yfir landsmeðaltali í 11 flokkum af 13. Er það sérstakt fagnaðarefni að 97% foreldra leikskólabarna eru ánægðir með þjónustu leikskóla bæjarins enda hefur bæjarstjórn lagt mikla áherslu á eflingu skólastigsins. Plássum á ungbarnadeildum og opnun sérstaks ung- barnaleikskóla hefur stytt biðlista töluvert og hafa leikskólagjöld lækkað um 25% á ári frá síðustu sveitastjórnarkosningum. Þessi aukna þjónusta við barnafjöl- skyldur er mikilvæg og kemur til móts við aðgerðir stjórnvalda sem hafa nú lengt fæð- ingarorlof í 12 mánuði. Öflugir leikskólar og metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu hefur gert Mosfellsbæ að eftirsóttum stað fyrir ungt fólk að skjóta niður rótum. Barnvænt sveitarfélag Nýlega skrifaði Mosfellsbær undir sam- starfssamning við UNICEF og félagsmála- ráðuneytið um innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á öllum stigum stjórnsýslu sveitarfélagsins. Mun innleiðing sáttmálans auka gæði þjónustu við börn og barnafjölskyldur og vernda réttindi barna. Síðastliðin ár hefur bæjarbúum fjölgað hratt og mikill áhugi er meðal ungs fólks á að ala upp börn í Mosfellsbæ. Samspil góðrar þjónustu, bæjarbrags og nálægð okkar við náttúru- og útivistarsvæði gerir Mosfellsbæ að góðum stað til þess að búa á. Tilkoma hlutdeild- arlána hefur auðveldað ungu fólki og tekjulágum að fjárfesta í íbúð- um sem nú eru í uppbyggingu í nýjum miðbæ og virðist fjölgun Mosfellinga ekki vera á undan- haldi. Hvernig getum við gert betur? Þrátt fyrir að ánægja sé meðal bæjarbúa er kemur að þjónustu og starfsemi sveitar- félagsins er mikilvægt að gera betur. Þegar kemur að þjónustu við ungt fólk, og þá sérstaklega barnafjölskyldur er mikilvægt að bjóða upp á öflugar almenningssam- göngur. Nú þegar hefur Mosfellsbær byggt upp öflugt hjólastígakerfi sem tengir okkur við Reykjavík. Á næstu árum munu sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu í samstarfi við stjórnvöld hefja uppbyggingu Borgarlínu. Mikilvægt er að tryggja að þau sveitarfélög sem liggja við jaðar höfuðborgarsvæðisins geti áfram treyst á að leiðakerfi Strætó bs. og tenging við nýtt kerfi geri almenningssamgöngur að raunhæfum kost fyrir Mosfellinga. Öflugar almenningssamgöngur geta bætt lífsgæði okkar til muna, sérstaklega ungs fjölskyldufólks sem sér Mosfellsbæ sem framsækið og barnvænt sveitarfélag og vill setjast hér að. Una Hildardóttir Höfundur býður sig fram í 1.-2. sæti í forvali VG í Suðvesturkjördæmi Mosfellsbær fyrir barnafjölskyldurSjúkraþjálfun Mosfellsbæjar fagn- aði 25 ára afmæli þann 19. mars. Hvernig við náum von og vellíð- an er nokkuð sem flestir velta fyrir sér. Sjálf hef ég fundið leið með svokölluðu NEWSTART Program (newstart.com). Það er byggt á meira en 100 ára kenningum E.G. White. Fólk sem lifir eftir þessum kenningum, lifir hvað lengst í heiminum í dag. Í Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar kenni ég þessar aðferðir samhliða sjúkraþjálfun. Lífsstílsbreytingar skila sér og eru vel rannsakaðar af mörgum fræðimönnum um allan heim. Neal D. Barnard læknir skrifaði í bók sinni Foods That Fight Pain að matur- inn sem við borðum geti valdið verkjum. Hann útskýrir að með því að sleppa ýms- um fæðutegundum, getum við minnkað bólgur, fundið sökudólgana og náð vellíðan í líkama okkar (Barnard, 1998). Shushana Castle og Amy-Lee Goodman gáfu út bókina Rethink Food: 100+ Doctors Can´t Be Wrong. Þessir hundrað læknar skrifa sögur um fólk, sjúkdóma og lífsstíl og hvernig matur tengist vellíðan (Castle og Goodman, 2014). Eddie Ramirez skrifaði um sykursýki 2 Diabetes Can Be Defeated og hvernig hægt er að losna við eða minnka sykursýki með hundrað prósent breyttum lífsstíl (Ramirez, 2014). Neal Nedley læknir kynnir hvernig mögulegt er að losna við eða minnka þunglyndi í bók sinni Depress- ion the Way Out (Nedley 2001). Á þessum tímamótum vona ég að sem flestir nái betri heilsu. Því má ekki gleyma að góð heilsa er ekki síst undir því komin að lifa í sátt. Samanber hina svokölluðu æðruleysisbæn: „Guð, gefi mér æðruleysi, til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“ (Reinhold Niebuhr) Ég þakka gott samstarf. Sonja Riedmann, sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar Von og vellíðan Foreldar barna í Varmárskóla fengu rafræna kynningu á niðurstöðum HLH ráðgjafar um stjórnskipulag Varmárskóla og tillögu hans um að skipta skólanum í tvo skóla. Fámennt var á fundinum og því ákvað stjórn foreldrafélgsins að varpa spurn- ingunni yfir til foreldra/forráðamanna um álit þeirra á fyrirhugaðar breytingar stjórnskipulagsins. Á heimasíðu foreldra- félagsins var einfaldlega spurt; einn eða tveir skólar? Alls svöruðu 147 foreldar/forráðamenn könnuninni. Rúmlega helmingur eða 51% af þeim voru sammála tillögum HLH ráðgjafar um að betra væri að skipta skól- anum upp í tvo sjálfstæða skóla. Það voru 26.5% sem svöruðu neitandi og 22.4% voru hlutlaus. Foreldrum/forráðamönnum gafst einnig kostur á að svara spurningunni: „Viltu koma einhverju á framfæri?”. Tæplega þrjátíu manns svöruðu og komu með ýmis konar ábendingar og tillögur. Það sem helst kom stjórn foreldrafélagsins á óvart við úr- vinnslu gagnanna var hversu mikill fjöldi foreldra/forráðamanna hafði ekki vitneskju um fyrirhugaðar aðgerðir og skildi því ekki ástæðu könnunarinnar. Það er því ljóst að upplýsingaflæði varðandi skýrslu HLH ráð- gjafar til foreldra/forráðamanna hefði mátt vera ýtarlegra og með meiri fyrirvara. Hér er að neðan er samantekt úr þeim ábendingum sem barst frá foreldrum/for- ráðamönnum: Jákvæð viðhorf: Eins og fram hefur kom- ið var meirihluti forráðamanna jákvæður fyrir því að skólanum yrði skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Nokkrir þeirra tóku fram að tilvalið væri að skipta skólanum upp í smærri einingar. Fram kom að skólinn væri sprunginn og að með skiptingunni fengist eflaust meiri yfirsýn yfir skólastarfið. Nýir skólastjórnendur: Algengasta ábendingin sem kom fram var ósk forráða- manna um að ráðnir yrðu nýir skólastjórn- endur fyrir nýja skóla og mikilvægt væri að auglýsa báðar stöðurnar. Foreldrafélagið tekur undir þessar ábendingar foreldra. Ónægar upplýsingar: Margir höfðu spurningar um hvaða breytingar þetta myndi í raun hafa í för með sér. Hvort mötuneyti yrði í báðum skólum? Hvort stoðþjónustan myndi eflast? Hvort tvö foreldrafélög yrðu starfrækt? Skýr ósk kom fram um að nauðsynlegt væri að hafa ýtar- lega kynningu fyrir foreldra/forráðamenn. Annað: Aðrir voru sáttir við stöðuna eins og hún er í dag. Fram kom að kosturinn við óbreytt fyrirkomulag væri samnýting ýmissa starfsmanna. Einnig var bent á að ef einungis væri um stjórnarfarslega breyt- ingu að ræða myndi þetta í raun skipta litlu fyrir nemendur og foreldra/forráðamenn. Stjórn foreldrafélags Varmárskóla mun senda fræðslunefnd Mosfellsbæjar niður- stöður könnunarinnar í von um að ábend- ingar foreldra reynist gagnlegar og að mark verði tekið af þeim í komandi skipulagn- ingu skólanna. Fh. stjórn foreldrafélags Varmárskóla Ólafía Bjarnadóttir Einn eða tveir skólar? Á að skipta Varmárskóla í tvo skóla? • jÁ • nei • Hlutlaus

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.