Mosfellingur - 01.04.2021, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 01.04.2021, Blaðsíða 34
Besta platan Heilsa er ekki bara að sofa, borða og hreyfa sig. Heilsa snýst um miklu meira. Viðhorf til lífsins til dæmis. Það er hægt að skrolla sig í gegnum lífið með neikvæð gleraugu á nefinu og finna öllu og öllum allt til forráttu. En það er líka hægt að fara hina leiðina, einbeita sér að því að gera hluti sem maður hefur gaman af. Þríeykið sem heldur úti hlað- varpinu „Besta platan“ er í seinni flokknum. Þeir Skálmaldarbræður Baldur og Snæbjörn og félagi þeirra, doktorinn Arnar Eggert, ræða saman í þessum hlaðvarpsþáttum um hljómsveit eða listamann og fara aðallega yfir þá plötu sem Snæbjörn leggur upp með að sé besta plata viðkomandi. Ég hef mikið verið að hlusta á þessi þætti undanfarið – yfirleitt þegar ég er að iðnaðar- mannast eitthvað heima hjá mér. Vinnan flýgur áfram undir spjalli og stundum söng þessara herramanna. Það skín sterkt í gegn hvað þeir hafa gaman af því sem þeir eru að gera og að vera saman. Það er sömuleiðis greinilegt að þeir tækla hvert viðfangsefni af virðingu og heiðarleika. Og gera oft grín að sjálfum sér fyrir að hafa þegar þeir voru yngri verið fullir af fordómum og fyrir að hafa „haldið með“ ákveðinni hljómsveit og litið niður á aðra af því að umhverfið sem þeir voru í nánast krafðist þess. Allir hafa þroskast upp úr því og eru óhræddir að viðurkenna hvað þeim þykir gott og skemmtilegt, sama hvaðan það kemur og hvað það heitir. Það er ótrúlega heilsueflandi þegar covidið heldur áfram að stríða okkur, jörð skelfur eða logar og íslensku landsliðin okkar í fótbolta tapa öllu sem þau komast í, að slökkva á fréttum, út- varpi og umhverf- inu eiginlega og velja sér í staðinn skemmtilegan þátt í „Bestu plötunni“. Við höfum alltaf val, við getum valið skemmtilegu leiðina í lífinu. Ég mæli með henni! Heilsumolar gaua - Aðsent efni34 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Sími: 586 8080 Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200 www.artpro.is Ekki alls fyrir löngu þá barst mér skoðanakönnun sem fjallaði um upplifun mína á því hvernig mér fyndist að búa á þeim stað sem ég bý. Að mínu mati þá var ekki erfitt að svara þeim spurningunum öll- um í þá veru að hvergi á jarðríki er betra að búa en í Mosfellsbæ. En eftir á að hyggja þá fékk ég bakþanka vegna þess að marg oft hef ég orðið var við það að pólítíkusar bæjarins veifi þessari skoðannakönnun sem merki um eigið ágæti og afrek og þess vegna vil ég hér með koma því á framfæri að það er ekki vegna þeirra afreka sem ég svaraði þessari skoðanakönnun eins og ég gerði eða að það er hvergi betra að búa en í Mosfellsbæ. Ég tala svo nú ekki um umhverfið og náttúr- una! Ég bý í þeim hluta Mosfellsbæjar sem oft er kallað olnbogabarn Mosfellsbæjar eða í Mosfellsdal. Nafnið dregur sennilega taum af því að við erum oftast síðust í röðinni þegar kemur að ýmsum framkvæmdum á vegum bæjarins og drífa ekki öll þau gæði sem bærinn veitir bæjarbúum upp í Mos- fellsdal einhverra hluta vegna. Af mörgu er hægt að taka hvað þetta varðar og töluvert misræmi sem er á milli Mosdælinga og annara bæjarbúa og má t.d. nefna að til stóð að leggja ljósleiðara um allt bæjarfélagið og var sá samstarfssamn- ingur undirritaður fyrir nokkrum árum í votta viðurvist og smellt mynd af virtum bæjarpólitíkusum og forstjórum og birt hér í þessu ágæta blaði. Samkvæmt framkvæmdaáætlun þá var Mosfellsdalur síðastur í röðinni. Þegar kom svo að Mosfellsdal þá kom babb í bátinn. Fyrirtækið Míla var ekki tilbúið að leggja ljósleiðara um Mosfellsdal vegna þess að það þótti ekki hag- kvæmt og ekki bissness fyrir fyr- irtækið þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar að það skyldi leggja ljósleiðara um allt bæjarfélagið og viljayfir- lýsingu þar um. Var brugðið á það ráð að sækja um dreifbýlisstyrk til Fjarskiptasjóðs til að fjármagna verkefnið í ljósi átaksins „Ísland ljóstengt“. Fékkst styrkur sem miðast af því að þeir sem ekki hafa kost á því að tengjast ljósneti gætu fengið styrk. Efla verkfræðistofa var fengin í það að skipuleggja verkefnið og komast að því hverjir væru styrktarhæfir og hverjir ekki. Virðist vera að þeirra vinna hafi verið fólgin í því að fara inn á heimasíðu Mílu og slá inn heimilisföngum hverjir gætu hugsanlega tengst ljósneti og hverjir ekki og niðurstaða fengin samkvæmt því með frekar óvísinda- legum niðurstöðum. Niðurstaða bæjarfélagsins var sú að þeir sem væru styrktarhæfir greiddu 125 þúsund og óstyrktarhæfir greiddu 375 þúsund krón- ur til að fá ljósleiðara. Míla mátti svo sjálft velja eftir eigin geðþótta úr þau heimili sem gátu fengið tengingu á lægra gjaldinu burt séð hvort styrkur fengist eða ekki. Nú spyrja margir af hverju ættu íbúar Mosfellsdals að greiða eitthvað umfram aðra sérstaklega í ljósi þess að allir aðrir íbúar greiddu ekki neitt, en svona er nú að vera olnbogabarn Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á það af hálfu íbúafélagsins Víghóls að bæjarfélagið sem hafði yfirumsjón og var ábyrgðaraðili að framkvæmdinni framkvæmdi þetta allt í nánu samstarfi við íbúa og íbúasamtökin. Ekki er hægt að segja að það hafi verið gert með nokkrum hætti og allar ákvarðanir teknar í reykfylltu bakherbergi og svo að lokum tilkynnt hvernig þetta ætti allt sam- an að vera. Það sjá það allir að hér er ekki um opið og sanngjarnt ferli að ræða og samkvæmt skoðanakönnun sem íbúafélagið gerði á meðal íbúa þá hefðu þeir sjálfir kosið, af því á annað borð væri gjaldtaka, að þá yrði hún jöfn og sama greiðsla sem öll heimili greiddu jafnt. Einnig vildi fólk að Mílu hefði ekki verið gefið opið leyfi að bjóða eftir eigin geðþótta betri kjör á tengingu til einstakra heimila. Þetta endurspeglar heilbrigðan hugsun- arhátt hjá íbúum Mosfellsdals sem er að skipting á einhverjum gæðum skuli skipt með jöfnum og réttlátum hætti á milli allra íbúa dalsins. Eins og ferlið var framkvæmt þá er það allt mjög ámælisvert og allt til þess fallið að skapa sundrung á meðal íbúa. Hið gagnstæða gerðist hins vegar sem var að þetta þjappaði fólki frekar saman í því að fordæma svona vinnubrögð og munum við leggja mikla áherslu á í framtíðinni að allar ákvarðanatökur verði gerðar í sátt og í sam- vinnu við íbúa í gegnum íbúasamtökin. Já, gott fólk! Það er þess vegna sem það er best að búa í Mosfellsbæ. Það er vegna þess að íbúar Mosfellsdals- og bæjar er gott og réttlátt fólk og niðurstöður allra kannana um hvar best er að búa hefa bara alls ekkert með bæjaryfirvöld eða pólitíkusa að gera. Guðmundur Hreinsson Greinarhöfundur situr í stjórn Víghóls íbúasamtaka Mosfellsdals. Það er best að búa í Mosfellbæ! Notaðir TOYOTA varahlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYO var hlutir Bílapartar ehf Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sími: 587 7659 Notaðir TOYO varahlutir íl rt r f Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is Sí i: 587 7659 Kannanir á líðan barna og unglinga á covid tímum sýna að full ástæða þykir að beina betur sjónum að unglingum okkar. Nú takast fjölskyldur á við afleið- ingar faraldurs og þeirra aðstæðna sem hafa skapast. Íþrótta – og tóm- stundastarf hefur fallið niður og miklar takmarkanir verið á félags- starfi unglinga en við þær aðstæður er hætta á að við taki eirðarleysi og einmanaleiki. Ýmislegt er til ráða og mikilvægast af öllu að taka höndum saman – það getum við Mosfellingar. Niðurstöður kannana Í febrúar ár hvert leggur Rann- sókn og greining könnun fyrir nemendur í 8. – 10. bekk og hefur það verið gert sl. 10 ár. Í þessum könnunum er m.a. spurt um líðan, notkun tóbaks og vímuefna, vin- áttu, samskipti við þeirra nánustu og fleira. Ávallt er rýnt í niðurstöður og brugðist við. Nýjustu niðurstöður hafa verið kynnt- ar í nefndum bæjarins, í skólum og fyrir foreldrum en niðurstöður sýna að það fjölgar í hópi unglinga sem neyta áfengis og tóbaks. Á síðustu mánuðum hefur starfsfólk sem starfar með unglingum orðið vart við að neysla sé að aukast í fleiri hópum. Nikótín í umbúðum sem líta út eins og saklausir tyggjópakkar, auðvelt aðgengi að vímuefnum og óþekktur félagsskapur eru merki sem foreldrar ættu að vera vakandi yfir. Vert er að taka fram að langflest- ir unglingarnir hér í Mosfellsbæ eru sannarlega til fyrirmyndar en má ekki loka augunum fyrir því að fjölgað hefur í þeim hópi unglinga sem neyta áfengis og tóbaks. Við því þarf að bregðast. Ýmislegt til ráða Til að bregðast við þessum nið- urstöðum hafa foreldrafélögin, grunnskólarnir, skólaþjónustan í Mosfellsbæ, félagsmiðstöðin Ból- ið og barnavernd tekið höndum saman og hafið nú þegar ýmsar almennar aðgerðir. Má t.d. nefna að foreldrarölt er hafið að nýju, sjálfstyrkingar- námskeið fyrir unglinga í félags- miðstöðinni og að lögreglan í samstarfi við barnavernd hefur hitt nemendur elstu deildar í Varmárskóla og Lágafellsskóla Í Mosfellsbæ er mikið framboð af fjöl- breyttu íþrótta– og tómstundastarfi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Frístundastyrkir eru í boði fyrir börn og unglinga og er nú í boði sérstakur styrkur fyrir efnaminni heimili. Gleymum þó ekki að öflugasta forvörnin fer fram við eldshúsborðið þar sem spjallið fer fram og traustið er eflt. Einnig er mikil- vægt að foreldrar innan vinahópanna þekk- ist og tali saman, en það kemur til góðs ef upp kemur vandi. Bæjarfélagið og allir þeir sem með börnum okkar starfa leggja sig fram við að hjálpa unglingum sem aðstoðina þurfa. En á endanum er ábyrgðin alltaf foreldranna og mikilvægt að sjá þegar hættumerkin fara að blikka. Spyrjum spurninga, opnum augum og þorum að vera foreldrar. Þannig gætum við að velferð unglinganna. Rafrænn íbúafundur með foreldrum í Mosfellsbæ Að lokum viljum við benda á að fimmtu- daginn 8. apríl mun Mosfellsbær standa fyrir rafrænum íbúafundi á fésbókarsíðu bæjarins þar sem boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra og hvatningu til foreldra undir yfirskriftinni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Við hvetjum for- eldra til að taka þátt í verkefninu og standa um leið að velferð barna sinna. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir form. fræðslunefndar Rúnar Bragi Guðlaugsson form fjölskyldunefndar Sturla Sær Fjeldsted form. íþrótta- og tómstundanefndar Tökum höndum saman

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.