Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 1. tölublað 109. árgangur
Tveir á toppnum frá Škoda
Škoda Kodiaq 4x4
2.0 / Dísil / Sjálfskiptur
Afmælisverð 6.690.000 kr.
Verðlistaverð 7.290.000 kr.
Škoda Karoq
1.5 / Bensín / Sjálfskiptur
Afmælisverð 4.890.000 kr.
Verðlistaverð 5.550.000 kr.
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/skodasalur
Ágúst Ásgeirsson
Sigurður Bogi Sævarsson
Björgunarmenn í norska bænum Ask
ætluðu nú í birtingu að hefja aftur leit
á svæðinu þar sem stórt jarðhlaup
varð daginn fyrir gamlársdag. Níu
manns, þar af tveggja barna, var enn
saknað og áherslan í björgunarstarf-
inu snýst um að finna fólkið. Einn
fannst látinn á svæðinu í gær, en ald-
ur eða kyn viðkomandi er ekki gefið
upp. Nöfn og myndir allra þeirra sem
leitað er hafa verið birt á vef norska
ríkisútvarpsins nrk.no.
Fara hefur þurft með fyllstu gát á
svæðinu og því hafa björgunarhundar
og drónar verið mikið notaðir við
björgunarstörf. Sömuleiðis hefur lög-
regla reynt að vinna leitina út frá
merkjum sem símar gætu gefið.
„Hugur minn er hjá þeim sem hafa
misst ástvini sína eða lifa nú í óvissu,“
sagði Erna Solberg forsætisráðherra
Noregs við vefútgáfu Verdens Gang.
Alls níu byggingar með 31 íbúð tók
út með jarðhlaupinu í Ask, sem er
skammt norðan við Osló. Þar háttar
svo til að byggðin stendur á gömlum
kvikum sjávarleir, sem bindingin fer
úr í vatnsflóðum. Slík atburðarás er
talin hafa valdið þessum hamförum.
Ágúst Guðmundsson jarðfræðing-
ur segir þessum aðstæðum svipa til
þess er gerðist í jarðvinnu við álverið
á Reyðarfirði fyrir tæpum 20 árum.
Þá sprakk út stór slakki fylltur leir,
svo jarðefni flutu fram, og átti fólk
fótum sínum fjör að launa. Sambæri-
legar aðstæður og í norska bænum,
svo vitað sé hér á landi, séu á Fá-
skrúðsfirði og Tjörnesi, þó ekki þar
sem er byggð.
Ágúst segir engar hliðstæður við
Seyðisfjörð það sem gerðist í Ask, en
hann hefur miklar áhyggjur af að-
stæðum þar eystra. Byggðin sé í
hættu og hann telur jarðgangagerð til
Seyðisfjarðar einnig varhugaverða.
Leitað að nýju í birtingu
Óvissa í norska bænum Ask Níu manns er nú leitað Leitarhundar og drón-
ar nýtast vel Sambærilegar aðstæður á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Tjörnesi
MNáttúruhamfarir »15-16
AFP
Noregur Aðstæður í bænum Ask
eru hrikalegar eftir jarðhlaupið.
Páll Pálsson
fasteignasali
segir mjög hátt
verð á lóðum og
takmarkað
framboð af nýj-
um íbúðum
valda því að
íbúðaverð á höf-
uðborgarsvæð-
inu er mun
hærra en það
þyrfti að vera. Þá tefji seina-
gangur í stjórnsýslunni fyrir
framkvæmdum sem auki kostnað
húsbyggjenda og hægi á komu
nýrra eigna á markað.
Breyta þarf um stefnu eða í
það minnsta gera langtímaáætlun
fyrir höfuðborgarsvæðið allt sem
tryggi að framboð á nýju hús-
næði verði í samræmi við mann-
fjöldaspár. » 14
Vandi sem sveitar-
félögin sköpuðu
Páll
Pálsson
Margir voru að venju við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti á
nýársnótt, en þangað mætti fólk til þess að skjóta upp litrík-
um flugeldum og fagna því að árið 2021 er gengið í garð. Svif-
ryksmengun var töluverð á höfuðborgarsvæðinu eins og mynd-
in ber með sér. Lögreglan gerði athugasemdir við hópa-
myndun á staðnum, en mikill erill var hjá lögreglu. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hallgrímskirkja í fjólubláum ljósum og svifryksmengun