Morgunblaðið - 02.01.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
Landshús - Sími 553 1550 - landshus.is
EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar.
- Öll hönnun á burðarvirki, festingumog efnisval er skv. íslenskri byggingarlöggjöf.
KLETTAR SUMARHÚS Viltu lækkabyggingar-
kostnað?
Klettar sumarhús eru útfærð í einingakerfi
Landshúsa. Einingakerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar
viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt landmeð góðum árangri.
Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem
gerir fólki kleift að byggja traust hús á
einfaldan og hagkvæman hátt.
Verð frá kr. 8.373.120.
-
65 fmgrunnhús + 35 fm
svefnloft.
Val á gluggum:
Timbur
Ál/timbur
PVC
Sólskinið var vel nýtt í miðborg Reykjavíkur í gær, meðal
annars til að smella af einni sjálfu á ísilagðri Tjörninni. Nú
þegar nýtt ár er gengið í garð og dagarnir farnir að lengjast
eru landsmenn eflaust bjartsýnni á framtíðina en áður, sér-
staklega þegar kórónuveirubóluefni er við sjóndeildarhring-
inn. Það bendir allt til þess að það sé gott ár fram undan.
Nýárssjálfa á ísilagðri Tjörninni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinningshafi 104
milljóna króna í
Lottói, sem dreg-
inn var út annan í
jólum, hefur ekki
gefið sig fram
enn. Vinningurinn
kom á tíu raða
lottómiða sem
keyptur var í sölu-
kassa í Krambúð-
inni á Selfossi, og
biðlar Stefán S. Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar getspár, til
miðahafa á Suðurlandi að skoða miða
sína vel. „Það væri gaman ef hann
kæmi að ná í peninginn sinn,“ segir
Stefán í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir það sjaldgæft í dag að
vinningar sitji eftir ósóttir, hvað þá
svona stórar fjárhæðir.
Arður um tveir milljarðar
Stefán segir nýliðið ár hafa reynst
Íslenskri getspá afar vel. „Arðurinn
til eignaraðila er um tveir milljarðar,
sem kemur sér afskaplega vel á þess-
um tímum, þar sem tekjur hafa dreg-
ist gríðarlega saman. Við erum mjög
ánægð með það,“ segir hann. Velta
hafi verið rétt rúmir sex milljarðar og
2,8 milljarðar króna verið greiddir til
vinningshafa árið 2020. „Við erum
mjög þakklát fyrir söluna á síðasta
ári,“ segir Stefán ennfremur.
jonn@mbl.is
104 milljóna króna
vinningur ósóttur
Lottó lýsir eftir jólavinningshafa
Stefán S.
Konráðsson
Enginn Sunnudagsmoggi fylgir
Morgunblaðinu í dag en í stað hans
er veglegt 72 síðna sérblað, Tíma-
mót, sem líkt og undanfarin ár er
gefið út um áramót í samvinnu við
bandaríska stórblaðið New York
Times.
Krossgátuunnendur þurfa þó
ekki að örvænta því verðlauna-
krossgátan úr Sunnudagsblaðinu er
birt aftarlega í blaðinu í dag, sem
og sunnudagskrossgátan og aðrir
orðaleikir. »22-23
Krossgátur Sunnu-
dagsmoggans í dag
Fjórtán Íslendingar voru sæmdir íslensku fálkaorðunni
á Bessastöðum í gær, sjö konur og sjö karlar. Einn
orðuhafi, Björn Þór Ólafsson, fv. íþróttakennari og
skíðakappi á Ólafsfirði, átti ekki heimangengt. Athöfn-
in var fordæmalaus, eins og annað á veirutímum, en
forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid
tóku á móti einum orðuhafa í einu, frá klukkan tvö til
að verða hálfsex.
Þeir orðuhafar sem komust á Bessastaði í gær voru
Bernd Ogrodnik brúðumeistari, Bryndís Guðmunds-
dóttir talmeinafræðingur, Halldór B. Nellett, skipherra
hjá Landhelgisgæslunni, Helga Sif Friðjónsdóttir geð-
hjúkrunarfræðingur, Helgi Ólafsson, rafvirkjameistari
á Raufarhöfn, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, fv. prófess-
or, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Pét-
ur H. Ármannsson arkitekt, Pétur Guðfinnsson, fv.
útvarpsstjóri, Sigrún Árnadóttir þýðandi, Sigrún Edda
Björnsdóttir leikkona, Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor
við Háskóla Íslands og fv. knattspyrnukona og þjálfari,
og Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræð-
ingur.
Engin hópmynd var því tekin að þessu sinni en allar
myndir Gunnars G. Vigfússonar ljósmyndara af orðu-
höfum, ásamt forsetahjónunum, eru birtar á mbl.is,
þær fylgja hér til hliðar í smærri útgáfum. bjb@mbl.is
Forseti sæmdi 14 Íslendinga fálkaorðunni á Bessastöðum Sjö konur og sjö karlar Forseta-
hjónin tóku á móti einum orðuhafa í einu Afhendingin tók þrjá tíma Einn átti ekki heimangengt
Halldór Benóný
Nellett
Helga Sif
Friðjónsdóttir
Helgi
Ólafsson
Hrafnhildur Ragn-
arsdóttir
Bryndís
Guðmundsdóttir
Vanda
Sigurgeirsdóttir
Björn Þór
Ólafsson
Sigrún Edda
Björnsdóttir
Sigrún
Árnadóttir
Pétur
Guðfinnsson
Vilborg
Ingólfsdóttir
Pétur H.
Ármannsson
Fordæmalaus afhending fálkaorðunnar
Bernd
Ogrodnik
Jón Atli
Benediktsson