Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 4

Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 Ármúli 7, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Það eru alltaf tækifæri til staðar Investis ehf hefur á undanförnum árum komið að og leitt um 180 verkefni sem varða kaup og sölu, fjármögnun og sameiningu fyrirtækja. Við búum yfir mikilli reynslu við gerð verðmats og fjárfestakynninga, útfærslu samninga og leiðum til að ná sem bestum árangri fyrir viðskiptavini okkar. Áhugasamir geta skráð sig á heimasíðu okkar investis.is og fengið forgangspóst þegar ný tækifæri koma upp. Hefur þú hug á að selja fyrirtæki? Hafðu samband við höfum áhuga á að heyra frá þér. Í-MAT ehf.JG ehf. Hér eru dæmi um verkefni þar sem Investis hefur annast ráðgjöf við sölu, sameiningar eða aðkomu fjárfesta á undanförnum árum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þykkt ský af völdum flugeldameng- unar lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt og víða var skyggni aðeins örfáir metrar. Sú var til dæmis raun- in við kirkjuna á Bessastöðum á Álftanesi, en myndin hér að ofan var tekin þar klukkan 02:47. Enn var óljóst hvort svifryksmengun nýárs- næturinnar hefði verið yfir heilsu- verndarmörkum sólarhrings, sem eru 50 míkrógrömm. Gróf svifryks- mengun mældist mest við Grens- ásveg í Reykjavík, 653 míkrógrömm á rúmmetra, skömmu eftir að nýja ár- ið gekk í garð. Fíngerðar agnir eru áhyggjuefni Í samtali við mbl.is sagði veð- urfræðingur Veðurstofu Íslands að engin svifryksmet hefðu verið slegin á nýársnótt. Þar réði að nú hefði verið lágskýjað og talsvert minna raka- magn í loftinu en þegar mest hefur verið. Þar má nefna að um áramót 2017-2018 mældist svifryk í Kópavogi á nýársnótt 4.500 míkrógrömm á rúmmetra, samkvæmt frétt Morg- unblaðsins frá þeim tíma. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Gunnar Guðmundsson, lungna- læknir á Landspítalanum, að svif- ryksmengun á höfuðborgarsvæðinu nú hefði ekki orðið jafn mikil og óttast hefði mátt. Ástæða væri þó alltaf til að hafa áhyggjur af fíngerðustu svif- ryksögnum sem liggja í loftinu en þau geta gert fólki með öndunarfæra- sjúkdóma erfitt fyrir. Á hinn bóginn mætti minna á að fólk sem útsett er fyrir að lenda í vanda vegna svifryks væri með mark- vissri upplýsingagjöf almennt orðið meðvitað um þá hættu sem mengun þessi gæti haft á heilsu þess. Fólk héldi sig því heima í eins konar sóttkví og færi tæpast út á nýársnótt fyrr en menguninni hefði skolað út. Aukinheldur gengju margir að góð- um lyfjum þótt alltaf gæti þurft að leita læknisaðstoðar af þessum sök- um og færi þá fyrst á heilsugæslu. Skolar út um helgina Gera má ráð fyrir því að sú svif- ryksmengun af völdum flugelda sem enn kann að liggja í loftinu skolist út nú um helgina. Í dag, laugardag, er spáð suðlægum áttum, 8-13 metrum á sekúndu, og rigningu með köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindi og bjartviðri um landið norðan- og austanvert. Hiti frá frostmarki að sjö stigum. Sunnudagurinn verður svipaður, samkvæmt veðurpsá, nema hvað búast má við slyddu víða um landið vestanvert. Svifryksmengunin minni en óttast var  Ský á nýársnótt  Raki og lágskýjað  Fólkið er meðvitað Ljósmynd/Einar Sveinbjörnsson Móða Skyggni var aðeins fáir metrar þegar litið var af hlaðinu við forseta- setrið á Bessastöðum að kirkjunni þar, slík var mengunin frá flugeldunum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkiskaup eru að gera markaðs- könnun á snjallmenni eða spjall- menni til að útvega ríkisstofn- unum sem óska eftir að fá aðstoð þannig tæknilausna til að svara fyrirspurnum almennings. Getur könnunin leitt til samninga við framleiðendur hugbúnaðar en það ræðst þó af þörfum ríkisstofnana. Allmörg fyrirtæki erlendis nota snjallmenni við fyrsta stig svör- unar í netspjalli. Einnig eru ís- lensk fyrirtæki byrjuð að nota hugbúnaðinn, meðal annars Þjóð- skrá, en notendurnir átta sig ekki alltaf á því enda tekur starfs- maður af holdi og blóði við þegar snjallmennið ræður ekki við fyr- irspurnina. Snjallmennið svarar strax Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að nokkrar stofnanir hafi verið að spyrjast fyrir um þessa tækni. Ákveðið hafi verið að Ríkiskaup myndu afla sér grunnupplýsinga til að geta veitt þeim ráðgjöf. Til þess þurfi að fá yfirsýn yfir markaðinn, athuga hverjir eru að bjóða þessar lausn- ir. Segir Björgvin að þarfir stofn- ana séu mismunandi. Sumar kunni að vilja beina fyrirspurnum inn á vefsíðu þar sem hægt er að leita að svörum við spurningum á með- an aðrar eigi svörin tilbúin og geti snjallmennið þá svarað helstu fyr- irspurnum strax. Tilgangurinn sé að nýta tíma starfsfólks betur og auka þjónustu við almenning. Bendir Björgvin á að stofnanirnar þurfi að tryggja að öll gögn séu til staðar, áður en þau innleiða þessa tækni, og einn- ig þurfi að tryggja að starfsfólk taki við þegar snjallmennið finni ekki svörin. Ríkið hyggst ráða snjallmenni  Stofnanir huga að sjálfvirkri svörun Ljósmynd/Pixabay Tækni Spjall- og snjallmenni. Fyrsta barn árs- ins fæddist á fæðingardeild Landspítalans klukkan 00:24 á nýársnótt og var það stúlka sem hlotið hefur nafn- ið Lena, að því er fram kom á fréttavef Vísis í gær. Lena vó 3.700 grömm, eða um 15 merkur, og var 52 sentímetra löng. Fjölskylda Lenu er pólsk og býr á Hvamms- tanga. Heilsast bæði móður og stúlkunni vel samkvæmt upplýs- ingum frá fæðingardeildinni. For- eldrarnir vildu ekki veita viðtal þeg- ar eftir því var leitað í gær. Alls fæddust þrjú börn á Land- spítalanum á nýársnótt og von var á fleiri börnum á nýársdag og því mikill erill á fæðingardeildinni. Um miðjan dag í gær höfðu engin börn fæðst á sjúkrahúsunum á Akranesi og Selfossi en gamlárs- dagur var einnig rólegur á þessum stöðum. Á sjúkrahúsinu á Akureyri fædd- ist drengur klukkan 6:05 að morgni nýársdags. Fyrsta barn ársins 2020 fæddist einnig á fæðingardeild Landspítalans klukkan 2:19 á ný- ársnótt í fyrra og var það drengur. Fyrsta barn kom rétt eft- ir miðnætti Erill var á fæðing- ardeild LSH. Freyr Bjarnason Gunnlaugur Snær Ólafsson Ugur Sahin, forstjóri þýska lyfja- fyrirtækisins BioNTech, segir að Evrópusambandið hafi verið hikandi við að útvega bóluefni við kórónu- veirunni. „Ferlið í Evrópu var ekki eins hraðvirkt og í öðrum löndum,“ sagði Sahin við þýska blaðið Spiegel. „Að hluta til vegna þess að Evrópu- sambandið getur ekki veitt leyfið eitt og sér og aðildarríki geta haft eitt- hvað til málanna að leggja,“ sagði Sahin. Hann bætti við að ESB hefði einnig veðjað á framleiðendur sem gátu ekki útvegað bóluefnið eins fljótt og BioNTech og Pfizer gerðu. Samningar í höfn „Þorri þjóðarinnar verði bólusett- ur fyrir sumarið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is um framvindu bólusetninga gegn kórónuveirunni. Spurð hvers vegna ekki liggi frek- ari áætlanir fyrir um afhendingu bóluefnis segir Svandís að fram- leiðsla á bóluefnum standi enn yfir. Í framhaldi af þeim komi áætlanir um dagsetningar afhendinga. Megin- málið sé að samningar um kaup á bóluefni séu í höfn. Á vef stjórnarráðsins er birt árétt- ing þar sem segir að frá Pfizer fái Ís- land um 250 þúsund skammta sem dugi fyrir um 125.000 manns og er afhending þess bóluefnis hafin. Þá fær Ísland um 128.000 skammta frá Moderna sem dugi fyrir um 64.000 manns og byrjað verður að sprauta með því á fyrstu mánuðum ársins. Ísland fái einnig um 230.000 skammta, sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga, af bóluefni frá Astra Zeneca og fyrirtækið stefnir að því að byrja að afhenda skammta í Evr- ópu innan tíðar. Sama megi segja um skammta frá Janssen fyrir 235 þús- und manns. Upplýsingar um skammta frá fyrirtækjunum Sanofi og Curavac liggja ekki fyrir. Breitt og öfugt samstarf „Það er styrkur Íslands að hafa átt þess kost að vera með í breiðu og öfl- ugu samstarfi Evrópuþjóða um samninga og kaup á bóluefni. Við höfum þegar tryggt okkur með þeim samningum bóluefni sem er mun meira en við þurfum á að halda. Ís- land er samferða Evrópusamband- inu og hinum Norðurlandaþjóðunum og reiknað er með því að stór hluti Íslendinga verði bólusettur fyrir sumarið,“ segir á vef heilbrigðis- ráðuneytis. Seinvirkt ferli við kaup á bóluefni skapar vandamál  ESB hikar  Óvissa með dagsetn- ingar á Íslandi  Saman með innkaup AFP Bóluefni Ríki heims keppast nú við að afla sér bóluefna með hraði. Svandís Svavarsdóttir Ugur Sahin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.