Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Dagur er að rísa, með birtu og yl. Senn fær þjóðarskútan vind í seglin, um það er ég handviss. Bóluefnið er lent, bjargræði sem við þurfum að koma áfram hingað til lands með öll- um tiltækum ráðum. Þessi lausn á ærnum vanda er öflugur vitnis- burður um gildi alþjóðasamvinnu, um gildi vísinda og þekkingar þegar rétt er á málum haldið,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í nýársávarpi sínu í gær. Þakka mikilsverð þörf „Saman mættum við mótbyr. Oft gafst því ástæða til að þakka mikils- verð störf fólks í þjóðarþágu,“ sagði Guðni. Sagði enn fremur að sem bet- ur fer vægi gæfa og farsæld þó gjarnan þyngra á æviskeiði hvers og eins en það sem miður væri. Í fyrra hefðu mörg okkar glaðst yfir stóru eða smáu í dagsins önn. Börn fædd- ust og fólk varð ástfangið, áföngum í námi eða starfi var náð, sambúð staðfest, stofnað til heimilis. Saman hefðum við getað fagnað afrekum þeirra landa okkar sem sköruðu fram úr á alþjóðavettvangi. Nú að bóluefni við veirunni fengnu þyrft- um við hvarvetna orku frekar en iðn- að; hugvit og nýsköpun í okkar gamalgrónu greinum eins og ferða- þjónustu. Einnig á sviðum sem við þekktum ekki endilega nú, en ung- menni samtímans gerðu að sínum. Kirkjan fer eftir því sem Jesús Kristur bauð og hennar er að láta í sér heyra heyra þegar lífshættir jarðarbúa stefna jörðinni í átt að eyðileggingu. Þetta sagði sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni í Reykjavík þar sem hún velti upp þeirri spurningu hvort kirkjan hefði hlutverk í nútímasamfélagi. Hún sagði svo vera og allt starfið væri í samræmi við skírnarskipunina svo- nefndu; að gera allar þjóðir að læri- sveinum og láta til sín taka. Kirkjan hafi áhrif á samtíma sinn Kristin kirkja á að hafa áhrif á fé- lög, samfélög og samtíma sinn, sagði biskup. Minnti á að Jesús hefði brot- ið viðteknar venjur og læknað á hvíldardegi þegar honum mislíkaði framganga yfirvalda eða horfði upp á óréttlæti eða skort á kærleika. Sagst vera vegurinn, sannleikurinn og lífið. Öllu þessu og miklu meira bæri kirkjunni að koma áfram til komandi kynslóða, sagði Agnes bisk- up. Hún tiltók að þjóðkirkjan hefði skyldur umfram önnur trú- og lífs- skoðunarfélög. Bæri til dæmis að þjóna öllum, svo sem varðandi sál- gæslu og sáttamiðlun, helgihald og fyrirbæn. Allt starf þjóðkirkjunnar miðaði að auknum félagsauði, miðlun ljóss og friðar. „Samstaða hefur fleytt þessari þjóð í gegnum erfiða tíma. Sam- hugur hefur veitt þeim styrk sem orðið hafa fyrir áfalli, missi og sorg. Við höfum öll eitthvað gott fram að færa. Þekkingu, þjálfun, færni, trú, von og kærleika. Við höfum staðið saman á tímum heimsfaraldurs. Við skulum standa saman áfram,“ sagði biskup í nýársávarpi sínu. Lausn er vitni um gildi vísinda  Vindur í segl  Samhugur styrkir Jón Sigurðsson Nordal jonn@mbl.is Þar sem aðlögunartímabili Breta fyrir útgöngu sína úr Evrópusam- bandinu lauk á gamlárskvöld er landið nú formlega gengið úr sam- bandinu og hætt að lúta reglum þess. Þeirra í stað tekur samkomulag Breta við Evrópusambandið gildi er varðar ferðalög, viðskipti, útlend- ingamál og varnarsamstarf. „Fyrir Breta sem búa nú þegar á Íslandi breytist nánast ekkert, þar sem við gerðum samning við Ísland um að Bretar gætu áfram búið, unn- ið og stundað nám hér,“ segir Mich- ael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið. Það gildir einnig fyrir Íslendinga í Bretlandi, þar sem samningurinn er gagnkvæmur. Nevin segir um 1.100 Breta, sem ekki eru með íslenskt rík- isfang, búsetta hér á landi og að um 1.700 Íslendingar sem búsettir eru í Bretlandi hafi sótt um áframhald- andi dvalarleyfi þar. Um 4,5 millj- ónir manna frá ESB- og EES-lönd- um sóttu um áframhaldandi búsetu- leyfi í Bretlandi eftir útgöngu þeirra, og var hver einasta umsókn sam- þykkt að sögn Nevins. „Þau geta haldið áfram að lifa líf- inu eins og ekkert hafi ískorist,“ seg- ir hann. Þeir sem hafa hug á að flytja á milli Íslands og Bretlands núna eft- ir að Bretar eru gengnir úr sam- bandinu, en eru ekki búsettir þar nú þegar, þurfa hins vegar að sækja um sérstakt dvalarleyfi. Nevin segir Breta vera í sérstök- um viðræðum við íslensk yfirvöld um fyrirkomulag sem myndi auðvelda íslenskum ungmennum að flytja til Bretlands. Áætlunin myndi gera Ís- lendingum á aldrinum 18-30 ára kleift að búa í Bretlandi í tvö ár, án þess að vera skylt að stunda nám þar eða vera í vinnu. „Við höfum náð samkomulagi í meginatriðum um að við viljum gera þetta, en við erum enn að ræða smá- atriðin,“ segir Nevin. Skiptinemasamstarfi hætt Með útgöngu sinni úr Evrópu- sambandinu tóku Bretar þá ákvörð- un að hætta líka í evrópska skipti- nemasamstarfinu Erasmus-plús. „Við hættum í samstarfinu vegna þess að við greiddum tvöfalt meira í það en við fengum út úr því sjálf,“ segir Nevin. Áætlun breskra stjórnvalda er að stofna nýtt skiptinemasamstarf, sem á að heita í höfuðið á stærðfræð- ingnum fræga, Alan Turing. Bretar munu þó halda sér inni í Horizon- áætluninni, en það er rannsóknar- samstarf á milli háskóla í Evrópu og er stærsta rannsóknar- og nýsköp- unarverkefni sem Evrópusambandið hefur nokkurn tíma ráðist í. Bretar fullir sjálfstrausts Nevin segir mátt Breta vera mik- inn í samningaviðræðum við Evr- ópusambandið og önnur lönd, og því setjist þeir við samningaborðið af miklu öryggi. „Nú höfum við tæki- færi til að móta hagkerfið okkar sjálf, ekki eftir höfði 27 annarra landa,“ segir hann. „Bretland ætlar að nýta þennan styrk til að gera nýja verslunarsamninga og fjárfesta meira. Við erum viss um að við get- um gert þetta árangursríkt.“ Þá haldast tollkjör óbreytt á milli Ís- lands og Bretlands eftir að bráða- birgðafríverslunarsamningur var undirritaður stuttu fyrir áramót. Í grein sem birtist í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag leggur Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkisráð- herra áherslu á gildi áframhaldandi samstarfs þjóðanna. „Það er mikil- vægt að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja í viðskiptum við Bretland hafi verið tryggðir með þessum samningi enda er Bretland einn mik- ilvægasti útflutningsmarkaður ís- lenskra fyrirtækja,“ sagði ráðherra. Morgunblaðið/Eggert Sendiherra Michael Nevin sendiherra segir Breta ætla að fjárfesta meira eftir útgöngu sína úr ESB. Lifa áfram eins og ekkert hafi ískorist  Bretar geti loks mótað eigið hagkerfi, segir sendiherra Árið 2020 var prófsteinn á stjórnmálin, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra í gaml- ársávarpi sínu og vísaði þar til kórónuveir- unnar, þreng- inga í efnahagsmálum og nátt- úruhamfara. Það vitnaði um heilbrigði í íslenskum stjórn- málum að þau sem væru í forystu hefðu ákveðið að láta faraldurinn ekki snúast um sig heldur nálgast verkefnið sem björgunarstarf. „Sú skylda hvílir á okkur öllum sem nú sitjum á Alþingi og í rík- isstjórn að gæta að því eftir fremsta megni að sundra ekki þjóðinni á þessum örlagatímum og til að svo megi verða þurfum við öll að muna að stjórnmál snú- ast um gildi og hugsjónir en fyrst og fremst snúast þau um að vinna fyrir almenning í landinu og vera trú því verkefni sem okkur er falið að vinna,“ sagði forsætisráð- herra meðal annars. ÁRIÐ VAR PRÓFSTEINN Katrín Jakobsdóttir Sundra ekki Guðni Th. Jóhannesson Agnes M. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.