Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur hafið vinnu við færslu hringvegarins við Vík í Mýr- dal. Árið 2013 var aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 sam- þykkt með nýrri veglínu hring- vegar um Mýrdal. Í stað þess að vegurinn liggi um Gatnabrún og í gegnum þéttbýlið í Vík er stefnt að því að færa veginn þannig að hann liggi suður fyrir Geitafjall, með- fram Dyrhólaós og í gegnum Reyn- isfjall í jarðgöngum sunnarlega í fjallinu. Vegurinn myndi svo liggja sunnan við Vík og tengjast núver- andi vegi austan við byggðina. Ráð- gert er að framkvæmdir geti hafist síðla árs 2022 og tekið um þrjú ár. Frekari áfangaskipting liggur ekki fyrir á þessu stigi. Í samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir fjármagni í undirbún- ing vegna 13,3 kílómetra vegagerð- ar um Mýrdal og Víkurþorp ásamt jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Jarðgöngin verða 1,3 til 1,5 kíló- metra löng, ein akrein í hvora átt. Einnig er tekið fram í samgöngu- áætlun að leitað verði leiða til að fjármagna hringveg um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli í samstarfi við einkaaðila. Upplýsingar veittar í vefsjá Vegagerðin vinnur því að for- hönnun og undirbúningi á mati á umhverfisáhrifum vegna færslu hringvegarins, segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Í því felst m.a. að ákveða endanlega veg- línu en nokkrir kostir koma til greina. Á heimasíðunni er að finna drög að tillögu að matsáætlun sem VSÓ Ráðgjöf hefur unnið. Opnuð hefur verið vefsjá (vik-hringvegur.net- lify.app) þar sem hægt er að nálg- ast ýmsar upplýsingar sem tengj- ast matinu og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Frestur til að senda inn ábendingar er til og með 1. febrúar nk. Aðdragandi verkefnisins er lang- ur og hafa jarðgöng um Reynisfjall verið til umræðu í áratugi. Í grein- argerð samstarfsnefndar um sam- einingu Dyrhóla- og Hvamms- hrepps, sem sameinuðust í Mýrdalshrepps hinn 1. janúar 1984, segir meðal annars að í svæðis- skipulagi fyrir byggðarlagið eigi að stefna að gerð nýs vegar nær ströndinni með jarðgöngum um Reynisfjall. Í mars árið 1999 sam- þykkti Alþingi þingsályktun um mótun langtímaáætlunar um gerð jarðganga á Íslandi. Í jarðganga- áætlun segir um þessa tilteknu framkvæmd að á „hringveginum á Suðurlandsundirlendi er Reynisfjall eina verulega misfellan. Snjór er þar stundum til trafala, og leiðin upp á fjallið að vestanverðu, um svonefnda Gatnabrún, er brött. Oft hefur komið til tals að einfaldast sé að fara í gegnum fjallið í tiltölulega stuttum gögnum. Eðlilegast væri þá að færa veginn í Mýrdalnum tölu- vert sunnar og fara í gegnum fjallið til móts við Vík og svo áfram með veginn sjávarmegin byggðarinnar.“ Í mati á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar er miðað við sömu markmið og koma fram í aðal- skipulagi Mýrdalshrepps. Þar kem- ur fram að „meginforsenda sveitar- félagsins fyrir færslu og staðsetn- ingu hringvegarins er að með því verði hann greiðfær láglendisvegur í stað vegar um hættulegar brekkur og misvindasamt svæði. Auk þess sem vegurinn er færður út úr þétt- býlinu í Vík og styttist við það um þrjá kílómetra. Markmið framkvæmdar felast þannig í eftirfarandi þáttum:  Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga.  Umferðaröryggi (lega veg- arins) með bættum vegtæknilegum eiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga).  Þjóðvegur út úr þéttbýli sem eykur öryggi og bætir hljóðvist í þéttbýli.  Stytting hringvegar. Samkvæmt skýrslu Vegagerð- arinnar frá 2002 um hættulegar beygjur á þjóðvegi 1 var beygjan í Gatnabrún, þar sem núverandi hringvegur liggur upp á Reynisfjall, ein af sex hættulegustu beygjum á hringveginum á þeim tíma og var þar flokkuð sem stórhættuleg. Nýr vegur og jarðgöng við Vík  Vegagerðin hefur hafið vinnu við færslu hringvegarins  Hætt að aka um hættulegar brekkur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vík í Mýrdal Nýi vegurinn verður í jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Hann mun svo liggja sunnan við Vík og tengjast núverandi vegi austan við byggðina. Tillaga að færslu hringvegar um Mýrdal Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Heimild: Vegagerðin Dyrhólaós Dyrhólaey Reynisfjara Gei tafj all Reynisfjall Vík 1 Núverandi vegur Tillaga að færslu vegar Jarðgöng sunnan við byggðina í Vík Skömmu fyrir áramót tók Guðni Th. Jóhannesson forseti á móti nýjum sendiherra Rússlands á Íslandi, Mikhaíl V. Noskov, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um tengsl Íslands við Rússland í áranna rás, og þar á und- an við Sovétríkin, meðal annars mik- ilvægi skipalesta í seinni heimsstyrj- öld og viðskipti á tímum kalda stríðsins, eins og segir á vef forseta. Þá var rætt um íslenska hátækni í sjávarútvegi sem rússnesk fyrirtæki nýta sér í æ ríkari mæli. Rætt var um stöðu samkynhneigðra í Rúss- landi og rakti sendiherra sjónarmið rússneskra stjórnvalda í þeim efn- um. Þá var rætt um málefni norður- slóða og formennsku Íslands í norð- urskautsráðinu frá 2019. Í maí á næsta ári tekur Rússland við for- mennsku í ráðinu. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Bessastaðir Mikhaíl V. Noskov, nýr sendiherra Rússa, ásamt Guðna. Nýr sendiherra Rússa á Íslandi  Afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Opið í dag frá 11-16 Útsalan hefst 4. janúar Gleðilegt nýtt ár kæru landsmenn Þökkum viðskiptin á liðnu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.